mánudagur, 10. janúar 2011

Fullveldi

Til þess að skapa störf fyrir vaxandi fólksfjölda hafa ríki myndað efnahagsbandalög og með því skapað sér betri samkeppnisstöðu svo þau geti haldið þeim lífskjörum sem þegnar þeirra krefjast. Þetta á ekki síst við Evrópu með tilliti til hratt vaxandi iðnaðar- og verslunarvelda í Asíu og Suður-Ameríku. Alþjóðavæðing með opnum mörkuðum þar sem fyrirtæki starfa með markaði í mörgum löndum sama á við um birgja, þá verða sífellt fleiri mál fjölþjóðleg og snerta margar þjóðir í senn.

Á þessum markaði starfa þau íslensku fyrirtæki sem hafa skapað flest störf á undanförnum árum og það mun ekki breytast. Sjávarútvegur og landbúnaður mun ekki skap þau 30 þús. störf sem við verðum að skapa hér á landi á næstu árum ef við ætlum að ná atvinnuleysi niður án þess að flytja út fólk í stórum stíl.

Hér er m.a. verið að tala um umhverfismál, vinnumarkaðsmál, þróun fjármálakerfis heimsins, efnahagsmál og varnarmál, svo nokkur dæmi séu nefnd. Þessum málaflokkum fjölgar ár frá ári og ríkin geta ekki leyst sín mál nema í nánu samstarfi. Á þessum augljósu forsendum er harla einkennilegt að nokkrir einstaklingar telji að Ísland geti lifað af þessa þróun eins í hlutverki Bjarts í Sumarhúsum, ein upp á heiðum utan samfélags þjóða. Fullveldi felst í því að móta eigin þróun og hafa áhrif á eigin örlög. Þjóð lætur hluta af eigin fullveldi en fær hlutdeild í fullveldi annarra þjóða á móti.

Ef við viljum vera áfram ein og sér munum við ekki geta búið við frjálst fjármagnsflæði og frjáls gjaldeyrisviðskipti. Það mun hefta þróun atvinnulífsins. Í vaxandi átökum um orku, vatn og hvers konar auðlindir munu styrkleikahlutföllin skipta sköpum. Við erum eina landið í vestanverðri Evrópu sem býr við haftastefnu.

Árið 1951 stofnuðu Belgía, Frakkland, Ítalía, Lúxemborg og Þýskaland til samvinnu í þungaiðnaði sem gekk mun lengra en gengur og gerist í milliríkjasamningum. Það var undanfari ESB. Þá var verið að undirbyggja framtíð og komast úr vítahring styrjalda og tryggja frið. Þetta samstarf þróast og þann 1. jan. 2002 var Evran tekin í notkun. Hvatinn henni var að tryggja efnahagslegt mótvægi við BNA og tryggja samkeppnistöðu og auka með því atvinnu.

Þetta hefur heppnast mun betur en nokkur gerði ráð fyrir og er Evran orðin ein af megingjaldmiðlum heimsins. Ef við skiptum um mynt mun áhættuálag Íslands lækka töluvert. Það munar gríðarlega um hvert prósentustig í vöxtum eins og komið er fyrir Íslandi með hinar svimandi háu skuldir. Hvert prósentustig lækkar vaxtagreiðslur íslenska hagkerfisins um nokkra milljarða.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Meða aðild Íslands að EES samningnum, (1994), urðu einhverjar mestu framfarir á Íslandi á öllum sviðum, sem bættu lífskjör stórlega. Þökk sé aðlögun að ESB löggjöf sem gerð var með EES samningnum.

Þetta stafaði m.a. af þvi að tekin var upp löggjöf ESB á öllum innri markaðnum nánast 100%, s.s. á viði vöru, þjónustu, fjármagns og löggjöf er varðar fólk.

Þess vegna er Ísland nánast 100% innan ESB á allri löggjöf innri markaðarins.

Í heildina er Ísland 75% innan ESB, en það sem dregur þetta niður frá 100%, er aðalega reglugerðir á sviði landbúnðar, sem litlu eða engu máli skipta.

Að stórum hluta er landbúnaður einnig innan ESB þar sem öll matvælalöggjöf er vararð landbúnað innan ESB. Það gerir það m.a. mögulegt að sum slátúrhús mega flutja út vörur til ESB – þökk sé ESB löggjöf á sviði landbúnaðar hér á landi.

Það er því eins og sumir aðilar – séu um 20 árum á eftir tímanum – þegar verið er að tala um að ganga ekki í ESB. Ísland gekk 75% í ESB 1994 með EES og um 100% - hvað varðar innri markaðinn, sem var forsenda útflutnings og framfara hér á landi undanfarin ár.

Hinn stóri galli EES samningsins – er hinsvegar að Ísland hefur engin áhrif á þau lög sem þaðan koma, vegna þess að EES samningurinn var alltaf hugsaður sem skammtímasamningur, til skamms tíma – enda gengu nær allar hinar EFTA þjóðirnar inn 1995 – einungis einu ári eftir EES samninginn – enda datt þeim þjóðum ekki í huga að búa við svo áhrifalausan samning.

Með EES var Ísland því aukaaðili að ESB – en áhrifalaus.

Það er því mikill lýðræðishalli innan EES – sem verður leiðréttur með inngöngu í ESB – þar sem þá getur Ísland haft áhrif á löggjöf sem þaðan kemur hvort sem er.

Með því að vera á móti ESB – er því verið að grafa undan fullveldi Íslands – þar sem þá er verið að koma í veg fyrir að Ísland geti haft áhrif á þau lög sem landið þarf að taka yfir hvort sem er, sem aukaaðili að ESB, þar sem Ísland gekk 75% - 100% í ESB með EES 1994.

Kjarni málsins snýr því að því hvort segja á EES samningnum upp og losna alveg við alla ESB löggjöf – og gera Ísland að Kúbu norðursins – eða Styrkja fullveldi Íslands með aðild að ESB – þar sem landið getur þá haft áhrif á þann mikla lagapakka sem þaðan kemur hvort sem er með EES á hverju einasta ári.

Þetta er kjarni málsins - sem þarf að fjalla um.

Nafnlaus sagði...

Spurningin um fullveldi er mikilvægasta spurningin í Evrópumálunum. Fullveldishugtakið er flókið viðfangsefni margra fræðigreina. Fullvalda ríki hefur æðsta vald í öllum sínum málum en valdið kemur frá þjóðinni.Felur innganga í ESB í sér fullveldisafsal eða aukningu á fullveldi? Hvernig tengist yfirþjóðlegt vald hverju ríki? Öll ríki eru fjölþjóðleg ríki og mikilvægustu einingar eru alþjóðlegar. Samskipti þjóða eru í vaxandi mæli skipulögð með samningum ,sáttmálum og bandalögum. Þróunin hlýtur því að vera sú að yfirþjóðlegt vald vex að mikilvægi.Það eru því mikilvægir hagsmunir þjóða að eiga sína fulltrúa við þau borg þar sem ákvarðanir eru teknar.Lagabálkur ESB og Íslands er 70% sá sami eða sambærilegur. ísland hefur tekið yfir lög án þess að hafa haft möguleika á því að hafa áhrif á mótun laganna. Íslenska hagkerfið er mjög opið. Innflutningur og útflutningur eru rúmlega 35% af landsframleiðslu. Mikilvægir hagsmunir eru því fólgnir í frjálsum og öruggum viðskiptum. Við erum mjög háðir efnahagssveiflum á helstu viðskiptasvæðum okkar, verðsveiflum á helstu afurðum og náttúrulegum sveiflum. Hagsmunir okkar á þessu sviði eru því að skapa skilyrði fyrir hagvöxt, atvinnusköpun í þjónustugreinum og stöðugleika. Störfum í frumvinnslu, landbúnaði og útgerð mun fyrirsjánalega fækka. Til að tryggja efnahagslegt sjálfstæði þurfum við að líta til annarra greina. Fullveldi ríkja er söguleg stærð og breytileg.Alþjóðavæðingin hefur brreytt stöðu og möguleikum smáríkja

Nafnlaus sagði...

"Það er fullkomlega óskiljanlegt, þegar fullyrt er að þær þjóðir sem eru innan ESB séu ekki fullvalda þjóðir? Það er líka skrítið að þessar sömu þjóðir skuli ekki vera að berjast með kjafti og klóm við að koma sér úr þessu voðalega bandalagi. Ég skil ekki þann málfluttning andstæðinga ESB að við séum betur sett sem þjóð ,sem einangrað eyríki með örmynt sem hvergi er gjaldgeng?Prófiði bara að kaupa ykkur pulsu í Berlín og borga með íslenskum þúsundkalli !!!"

Georg