miðvikudagur, 12. janúar 2011

Staða kjarasamninga

Nú fara fram samningafundir á hverjum degi víðsvegar umlandið. Í gangi eru mjög margbreytilegar viðræður milli fjölmargra aðila. Allir kjarasamningar eru lausir og viðræður víða komnar í gang. Vinnuhópar eru að störfum hjá landsamböndum, ASÍ og SA.

Yfir vötnunum svífur þessa dagana sú skoðun að ef ekki tekst að ná samstöðu um sameiginlega samninga í næstu viku muni allir aðilar fara fram hver fyrir sig. Það mun leiða til þess að gerði verði skammtímasamningar fram eftir árinu. Stéttarfélögin hafa bent á að til þess að þau komi að sameiginlegu borði verði að liggja þar tillögur sem vekti áhuga hjá mönnum. ekkert slíkt hafi komið fram, hvorki frá SA eða stjórnvöldum.

Sú skoðun hefur komið fram m.a. hér á þessari síðu, að það sé forgangsverkefni að skapa grundvöll fyrir frekari fjárfestingum og koma atvinnulífinu í gang. Það verði að skapa traust og stöðugleika eigi að fá fyrirtækin og heimilin að ná sem fyrst fyrri styrk og fari að fjárfesta. Þá færu framkvæmdir af stað, þetta er ekki einfalt og ekki gert nema með sameiginlegu átaki allra. Óásættanlegt er að sveitarfélögin væru að velta öllu vanda sínum beint út í verðlagið með niðurskurð þjónustu samfara hækkunar á þjónustugjöldum.

Tekjur samfélagsins verða að vaxa með verðmætaaukningu í atvinnulífinu og auknum útflutning eigi að komast yfir risavaxna skuldabagga íslensks samfélags. Samfélagslegar aðgerðir eins og vegalagning og veggöng skili ekki tekjuauka í formi aukinna útflutningstekna, þó svo þær séu mikilvægar. Með áframhaldandi stefnu (leysi) bendir margt til þess að Ísland muni dragast enn frekar aftur úr nágrannalöndum okkar.

Ef ná á nauðsynlegri viðhorfsbreytingu þarf að gera kjarasamninga til þriggja ára með samræmdri launastefnu. Þannig myndu verða viðhorfsbreyting og skapast ný störf til skemmri og lengri tíma. Með því myndi tekjuflæði heimilanna aukast og ekki síður með færri atvinnulausum einstaklingum. Ef gerðir yrðu skammtímasamningar verður það til þess eins að framlengja núverandi ástandi og myndi leiða til enn frekari niðurskurðar og hækkunar skatta. Atvinna myndi halda áfram að dragast saman og atvinnuleysi aukast enn frekar. Við blasa enn frekari uppsagnir hjá verktakafyrirtækjum og ekkert virðist vera í spilunum um verkefni á næstunni. Þessu verði að snúa við.

Þessi er ekki fær nema ríkisstjórnin komi að málum og það verði tryggt að það standi sem verði í samningum. T.d. mætti setja inn þau ákvæða að samningar verði lausir í vor ef ríkisstjórn hafi ekki afgreitt á Alþingi þau skilyrði sem sett væru. Ekki væri ástæða til bjartsýni með breytingar á verklagi Alþingis, nú væru fjárlög að baki og ætla mætti að þingmenn væru að snúa sér að nýjum verkefnum, en þingmenn halda áfram að verja öllum sínum tíma í innihaldslaust og tilgangslaust þras.

Umsamdar launahækkanir verða að ná til allra og tryggja vaxandi kaupmáttur. Þar mætti spila inn skattabreytingum af hálfu ríkisvaldsins, eða aðgerðum sem leiddu til lækkandi verðlags og lækkunar vaxta.

Engin ummæli: