föstudagur, 7. janúar 2011

Áttaviltur velferðarráðherra

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra hefur ásamt forsvarsmönnum sveitarfélaga og OR kynnt hverja gjaldskrábreytinguna á fætur annarri. Þessi leið hefur hlotið nafnið „OR leiðin“ meðal samningamanna. „OR leiðinni“ fylgja skýringar á borð við að búið sé að hagræða eins og hægt er, og ekki verði gengið lengra á þeirri braut nema það fara að segja upp starfsfólki. Tekjur vanti til þess að standa undir rekstri og þess vegna sé ekki önnur leið fær en að hækka iðgjöld.

Þessi lýsing á í sjálfu sér ekki síður við um stöðu heimilanna. Þau eru búinn að hagræða sem best þau mega, en samt skortir tekjur til þess að reksturinn gangi upp. Heimilin vilja fara „OR leiðina“ og fá sömu hækkun.

En síðan mætir velferðarráðherra ásamt fleirum í hvert viðtalið á fætur öðru þar sem talað er um að aðilar atvinnulífs verði að taka sig á hvað varðar tekjur heimila svo stytta megi raðir við hjálparstofnanir. Það er ekki nóg að kaupmáttur íslenskra launamanna hafi fallið mest allra í heiminum vegna hruns hinnar geðþekku Krónu, ástmögur tiltekinna ráðamanna ásamt tilteknum hóp fyrirtækja í sjávarútvegi og landbúnaði.

Þar til viðbótar hefur kaupmáttur heimilanna fallið vegna gjaldskráhækkana Velferðarráðherra og sveitarfélaganna.

Velferðarráðherra hefur ásamt öðrum ráðherrum og forsvarsmönnum sveitarfélaganna verið tíðrætt um að þeir standi vörð um að ekki verði um að ræða uppsagnir hjá opinberum stofnunum. Með þessu er ráðherra og hans menn að senda níðangurslegar kveðju sem til þess hóps sem þegar er búið að segja upp.

Uppistaða þeirra 15 þús. manna sem ganga um atvinnulausir eru innan ASÍ félaga þar á meðal eru um 2000 fyrrv. starfsmenn sveitarfélaga og hins opinbera. T.d um 700 frá Landspítalanum og Reykjavíkurborg er búinn að segja upp liðlega 100 félagsmönnum stéttarfélaga innan ASÍ. Þar til viðbótar fjöldi launamanna sem unnu hjá fyrirtækjum sem voru með verkefni hjá sveitarfélögum og hinu opinbera.

Í huga Velferðarráðherra og sveitarstjórnarmanna virðist þetta fólk ekki telja, hjá þeim gildir einungis varðstaða um fólk í öðrum stéttarfélögum. Sama viðhorf og gildir um lífeyrisréttindi. Í huga Velferðarráðherra og hans skoðanabræðra eru tvær þjóðir í þessu landi.

Það þykir sjálfgefið að tiltekinn hópur fái að njóta gengisfalls krónunnar. Fyrirtæki í sjávarútvegi og áliðnaði raka saman arði og þau velja í skjóli þessa fyrirkomulags hvernig þau verja þessum arði.

Það blasir við að lækkandi kaupmáttur, verðbólga, gengisfall krónunnar, háir vextir, hátt verðlag, hækkanir á gjaldskrám og benzíni lenda jafnt á öllum landsmönnum.

Samkeppnisstaða íslenskra fyrirtækja hefur batnað umfram önnur, vegna krónunnar, en það hefur einnig leitt til allt að 25% kaupmáttarhruni íslenskra heimila. Með þessu fyrirkomulagi er auðvelt að flytja vandann yfir á launamenn. En síðan situr tiltekinn hópur að kjötkötlunum.

Vitanlega verður að semja um launahækkanir og þær verða að ná til allra, ekki einhverra útvalinna með aðstoð Krónunnar. Útvegsmenn ætla í skjóli þessa ástands nýta sér stöðu sína til þess að taka gjörvallan vinnumarkaðinn í gíslingu þar til þeir ná fram kröfum um að verja sína stöðu. Geðþekk vinnubrögð eða hitt þá heldur.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Staðan í kjarmálum nú er - "never ending horror - saga krónunnar" – Martröð Krónunnar.

Í raun er þessi krónu farsi svo fáránlegur – að hann minnir á bíómyndir - þar sem hver nýr dagur – er sífelld endurtekning á sam vandamála-deginum - sömu martröðinni – sem ekki er hægt að komast frá – og - sumir - aðilar vilja ekki að komast frá.

Margir vilja lifa í martröð krónunnar – sem skilur eftir sviðna jörð – gjaldþrot fyrirtækja og heimila.

Staðan nú er – einungis endurtekning á martröð krónunnar - dæmigð – endurtekning á ofursveiflum krónunnar – upp eða niður – með skelfilegum afleiðingum.

Það furðulega við þennan vanda er að – umræður um lausn snúa ekki að skaðvaldinum – og hvernig á að komast frá krónuni - heldur flestu öðru. Það er sennilega til að fela vanda krónunnar – og forðast upptöku evru sem er eini alvöru gjaldmiðilinn sem í boði er. Þessi vandi er ekki ræddur nema af Guðmundi.

Þetta er fáránleikinn sem er endurtekkin a Íslandi með vissu millibili – og afleiðingin verður alltaf meiri og meiri – vandi – skuldafen og stórfelldar millifærslur – á milli þjóðfélgshópa og atvinnugreina. Þetta hefur gert ævistrit þúsunda að engu – Íslendinga að þrælum krónunnar.

Skelfilegt fall krónunar 2008 – langt umfram janfvægisgengi - stórhæakkaði allar skuldir fyrirtækja og einstaklinga – og er sennilega – lang stærsta orsök þeirrar kreppu sem nú ríkir á Íslandi.

Það er rangt að mikið fall krónunnar hafi hjálpað Íslandi og atvinnugreinum eins og sjávarútvegi. Raunin er að erl. skuldir allra þessara aðila hækku gríðarlega í ísl. krónum og gerði stóran hluta fyrirtækja og heimila gjaldþrota. Sjávarútvegurinn stæði betur í heild – þegar horft er einnig á skuldir, vexti og afborganir – ef gengð hefði ekki fallið svona mikið.

Vandi OR er gott dæmi. Mikil fall krónunnar langt umfram jafnvægisgegni (23% skv. Íslandsbanka/Seðlabanka) – gerir allar erl. skuldir OR 23% hærri en þær ættu að vera eða um 70 milljarðar. Þessum vanda er velt yfir á almenning með hækkunum. Þetta hefði mátt koma í veg fyrir ef gegni krónunnar hefði styrkst um 23% í staðinn, þá hefði ekki þurft neinar hækkanir – og kaupmáttur almennigs væri einnig miklu meiri.

Þetta er brýnasta málið í kjaraviðræðum og skilar miklu meiri kaupmáttaraukningu – en launahækkanir. Eðlileg leiðrétting á genginu –stöðvar einnig – óðelilega og stórfellda millifærslu á milli atvinnugreina og þjóðfélgashópa.

Leiðrétting á gengi – aðild að ESB og stuðningur við krónuna – strax við aðild og síðar upptaka evru er – sú lausn sem skilar lang mestum kaupmætti – og lagfærir varanlega – stórskaðlegar sveiflur – krónunnar – sem nánast er búin að gera þjóðina gjaldþrota.

Nafnlaus sagði...

Fínn pistill hjá þér Guðmundur. Það merkilega við ummæli ráðherrans var líka það, að samkvæmt könnun sem hann lét gera voru aðeins 7% þeirra sem voru í biðröðum hjálparstofnana í launavinnu, aðrir voru á bótum sem hann hans ríkisstjórn hefu...r fryst í tvígang og ekki hækkað síðan þau komust til valda! Því liggur í augum uppi að lausnin á vanda þeirra sem þurfa að treysta á hjálparstofnanir liggur í að hækka atvinnuleysisbætur og elli- og örorkulífeyri ásamt að setja skýr lagaákvæði um hvert skuli vera lágmark félagslegra bóta sveitarfélaga. Verkalýðshreyfingin
mun sjá til þess að svo verði!
Gylfi

Nafnlaus sagði...

Flottur pistill að venju
Guðmundur Rúnar