mánudagur, 17. janúar 2011

Forsetinn og Bjartur í Sumarhúsum

Ég verð að viðurkenna mér fullkomlega ómögulegt að skilja Ólaf Ragnar Grímsson forseta Íslands. Ég ætla ekki að fjalla um Icesave og athafnir hans í því sambandi, ég hef gert það í öðrum pistlum. En umfjöllun hans í viðtali við forsetann í Wall Street Journal um ESB og gjaldmiðilsmál lýsa fullkominni vanþekkingu og skilningsleysi á nokkrum undirstöðu atriðum í hagsmunamálum launamanna.

Ólafur Ragnar segir að meginástæða þess að Ísland hafi sótt um aðild að ESB hafi verið efasemdir eftir hrun um að Ísland gæti staðið undir eigin gjaldmiðli. Hann bendir á að gengislækkun íslensku krónunnar hafi hinsvegar hjálpað íslenskum útflytjendum mikið í kreppunni en krónan sé enn um þrjátíu prósentum minna virði en árið 2008.

Hér er forseti lýðveldisins í raun að lýsa gleði sinni yfir því að 24 þús. heimili liggja í valnum eftir athafnir útrásarvíkinga sem hann mærði svo og fór fyrir um heimsbyggðina sem þeirra helsta klappstýra.

Kaupmáttur íslenskra launamanna hefur fallið um 15% á meðan hann hefur vaxið um 3 – 15% í nágrannaríkjum okkar. Löndum sem eru inna ESB og eru annað hvort með Evru eða gjaldmiðil sem er fastengdur við Evru.

Í lok viðtalsins er mælir forseti lýðveldisins með Sjálfstæðu fólki, eftir Halldór Laxness. Blaðið segir réttilega að bókin að lýsi lífsbaráttu bænda snemma á 20 öldinni, sem dragi fram lífið í einangruðum örreytiskotum og segir að það geti gefið vísbendingar um hvaðan heimspeki, Mr. Grímsson sé upprunninn.

Bjartur í Sumarhúsum notaði allt sítt líf til þess að verða sjálfstæður. Hann er einþykkur hrotti sem fer illa með alla sína nánustu og hugsar aldrei um þarfir annarra en sjálfs sín. Hann berst alla ævi við að halda svokölluðu sjálfstæði sínu en færir fyrir það miklar fórnir og í sögulok hefur hann tapað öllu og er á leið enn lengra inn í heiði, á enn aumara kot.

Fyrirmynd forseta Íslands Bjartur víkur aldrei góðu að nokkrum, segir aldrei neitt fallegt við nokkra sál. Hann leggur aldrei neinum lið. Halldór dregur upp mynd af andstyggilegum manni. Mér leið virkilega illa þegar ég las Sjálfstætt fólk.

Þvílíkur fantur, myndirnar af því hvernig hann fór með konur sínar, eða þá skepnurnar á bænum eins og t.d. kúnna. Allt skal lúta valdaþrá hans. Það er ótrúlegt að heyra menn styðja sjónarmið sínum með því að benda á Bjart í Sumarhúsum, þeir eru annað hvort mjög illa lesnir eða þá sem verður að teljast líklegra, eru afglapar.

10 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Nú hver er þá íslenska fyrirmyndin sem á að fylgja?

"Adda fer til Brussel?"

Nafnlaus sagði...

Heilt bæjarfélag farið úr landi.
Eigum við að þola eitt byggðarlag á ári í landsflótta..
ÓRG talaði hugsaði ekki neitt.
mbk.

Nafnlaus sagði...

Eða illa lesnir afglapar.

Nafnlaus sagði...

Góður pistill,

Nokkrar staðreyndir um krónuna.
Með falli krónunnar 2008 um nær 100% (hækkun á erl. gjaldmiðlum) hækkuðu allar erl. skuldir um sömu fjárhæð - og sett á augabragði flest öll fyrirtæki landsins í þrot – þar sem skuldir hækkuðu langt umfram eignir og þurrkuðu út allt eigið fé – og gerðu stórlega neikvætt. Um leið lentu fyrirtækin í miklum lausafjárskorti þar sem þau voru ekki lengur greiðsluhæf – og í raun gjaldþrota - strax 2008 – þökk sé gengishruni ónýts og allt of lítils gjaldmiðils.

Þó að fall krónunnar hafi hakkað eitthvað rekstrartekjur einstakra útflurningsfyrirtækja – er sú hækkun brot af þeim skaða sem var í hækkunun á skuldum viðkomandi fyrirækja, sem gerði þau í raun gjaldþrota. Þess vegna eru þessi fyrir í gjörgæslu bankanna og bíða eftir afskriftum.

Ef einhver telur það árangur, er það jafnt og að halda því fram að það sé góður árangur að setja aðra höndina í volt vatn – en allur annar hluti líkamans hafi lent í 50 gráðu frosti.

Sam gerðist við fjölda heimila vegna erl. lána. Skaði af gengisfalli krónunnar, var þó ekki bara vegna erlendra lána, - heldur einnig vegna innlendra lána – þar sem verðbólga rauk upp vegna falls krónunnar og hækkaði öll innlend lán gríðarlega.

Með miklu falli krónunar varð til risavaxin skuldakreppa vegna gjaldeyriskreppu ónýts gajldmiðils. Þetta tjón mun vaxa enn frekar verði gjaldeyrishöftum aflétt, áður en Ísland kemst í skjól og samstarf innan Erm2 eins og Danmörk, með aðild að ESB.

Um leið fauk út í veður og vind margra ára strit þúsunda fjölskyldna við að efla sparnað með fjárfestingu í eigin húsnæði, þar sem skuldirnar hækkuðu gríðarlega (miklu meira en eignin) og þurrkuðu út allt eigið fé tugþúsunda einstaklinga – í einni svipan – sparnað sem tekð hafð margar fjölskyldur tugi ára og ævina að safna saman. Um leið hækkaði öll vara mikið og skerti kaupmátt gríðarlega.,,,
Frábær árangru af falli krónunar – eða hitt þó heldur,,,,,, Í hvaða heimi er fólk,,,,

Hið mikla fall krónunnar var því einhver mesta kerfisbundina eignaupptaka hjá fyrirtækjum og einstaklingum sem gerð hefur verið í nokkru þjóðfélagi.

Engin slík eignaupptaka varð hjá þjóðum með evru s.s. í Finnlandi, eða Írlandi, Spáni eða Grikklandi, eða Danmöru og Færeyjum sem eru í raun með evru vegna tengingar innan Erm2. Í þessum löndunm fóru þó fjölmargir bankar á hausinn. Sama á við um Bandaríkin. Þessi lönd hafa gjaldmiðla, þar sem skuldir stökkbreytast ekki, og fólk er gert eignalaust.

Þetta mættu sumir hafa hugfast þegar fall krónunnar er dásamað,,,,
Fall krónunnar sem enn er um 30% of mikið miðað við jafnvægisraungengi, trekkti því upp öll innlend lán um 30% umfram það sem þau ættu að vera, ef króna væri skráð á jafnvægi raungegnis.

Þetta mikla fall krónunar – er megin ástæða hörmunga heimilanna, og fyrirtækjannan. Í raun má segja að Ísland búi í Gettói ónýts Gjaldmiðils – og svo virðist sem margir vilji að þeir varði þar áfram.

Vonandi getur Ísland brotist út úr Gettói Gjaldmiðilsins, á grunni, faglegrar umræðu, raunsæis og samfélagsábyrgðar – þar sem stefnt er á stöðugleika, alvöru gjaldmiðil og betri lífskjör.
Það er málefni sem vonandi færi að fara í þjóðaratkvæðisgreiðslu sem fyrst, með jákvæðri útkomu – þannig að Ísland komist út út Gettói Gajldmiðilsins – til að fyrirbyggja að gegnis og krónu hörmungarnar frá 2008 (og reyndar oft áður, t.d. 1980) - verði aldrei aftur endurteknar.
Það er hið stóra tækifæri Íslands sem framtíðin getur vonandi notið.

Þórður Áskell Magnússon sagði...

Það lýsir skelfilegu gáfnafari að miklast við það að líkja sér við Bjart í Sumarhúsum, eða því að viðkomandi hafi ekki lesið bókina.

Forsetinn er með þessu að staðfesta það enn og aftur að hann er þjóðarskömm. Að hreykja sér af þessari niðurfærslu kjara almennings er þó í takt við hrifningarræðum hans yfir frábærum árangri vina hans í Kína, sem er drifin áfram af þrældóm og nauðung verkafólks sem aldrei fær neitt fyrir sinn snúð.

ÓRG er hreinasta skömm, munið þið þegar hann tjáði sig við fréttamann BBC og þóttist vera að framfylgja aldagamalli hefð um framgang beins lýðræðis. Til allrar lukku kafaði BBC ekki ofaní þessi ummæli því þeir hefðu komist að því að engin þjóðaratkvæðagreiðsla hafði verið haldin frá stofnun lýðræðis. Að vísu voru einhverjar innsveitarkosningar eins og með hundahaldið í Rvk en niðurstöður þess voru hvort sem er hundsaðar. Frá tíma fyrir lýðveldisstofnun var ein þjóðaratkvæðagreiðsla, um bann á vínsölu. Þjóðaratkvæðagreiðslan fór fram árið 1908 en bannið tók gildi heilum sjö árum síðar (1915) en var svo aflétt 1922 án þess að þjóðin væru spurð ekki vegna prinsipmála - nei - til að geta selt saltfisk til Spánar. Þar með voru upptalin allar þjóðaratkvæðagreiðslur íslendinga utan atkvæðagreiðsluna um stofnun lýðveldisins. Þetta kallar ÓRG aldahefð þjóðaratkvæðagreiðslna í hinu mikla og óvenjulega lýðræðisríki Íslandi. Tvær á öld sem sagt. Til samanburðar eru slíkar atkvæðagreiðslur í UK yfir tuttugu á sama tímabili ef ég man það rétt.

ÓRG er algerlega sama um sannleikann, hafa skal það sem hentar best hverju sinni. Nú er hann að blanda sér inn í ESB umræðuna með ógeðfelldum hætti. Er ekki mál að linni?

Nafnlaus sagði...

"Hvað er afl og auður og hús, ef engin urt vex í þinni krús."

Lykilsetning bókarinnar, að mínu mati.

Nafnlaus sagði...

Forsetinn er ótrúlegur tækifærissinni og sífellt að leita eftir klappi á bakið. Tvennt stendur upp úr á hverjum tíma en það er gorgeir og þjóðremba.

Ragnar reykás hefur líkamnast í kallinum og er þar búinn að ná hástigi.

Það er svo umhugsunarefni fyrir þjóðina að honum tekst að halda stuðningi þó úr mismunandi áttum hafi verið.

Sverrir

Nafnlaus sagði...

Mér finnst það lýsa evrópuumræðunni að fjargviðrast út í valdalausan forsetann þegar menn eru hætir að sjá fram á að þeir sem virkilega stóðu að hruninu eru stikkfrí, engin dregin fyrir dóm em alli vita að valdablokkir okkau eru XD og XS með hjálp litla XB en ekki forsetinn reynda leiðist mér þegar menn eru að hengja bakara fyrir smið.

Unknown sagði...

Nafnlaus hér að ofan hvað áttu eiginlega við:
"Mér finnst það lýsa evrópuumræðunni að fjargviðrast út í valdalausan forsetann þegar menn eru hætir að sjá fram á að þeir sem virkilega stóðu að hruninu eru stikkfrí, ........."
Ólafur fer jú um heiminn að tala fyrir hönd okkar og þá er sjálfsagt að hafa því skoðun. Svo fer svona kjaftæði að verða þreytt:
"engin dregin fyrir dóm em alli vita að valdablokkir okkau eru XD og XS með hjálp litla XB en ekki forsetinn reynda leiðist mér þegar menn eru að hengja bakara fyrir smið" Ef þú ert einn af þeim sem hefur verið með höfuðið í sandinum síðust misseri þá er nú um 100 manns að rannsaka þessi mál. Eva Joly benti á að þessi mál tækju jafnvel um 5 ár. Það var í Enron málinu í USA, ELF málinu í Frakklandi og svo framvegis. Síðan væri ágætt að menn bentu á þessar valdablokkir sem séu nú við völd og hvernig þær eru að sölsa allt undir sig. Sé ekki betur en að þeir einu sem eigi eitthvað af peningum séu Lífeyrissjóðir og bankar og þeir eigi nú flest öll fyrirtæki gömlu útrásarvíkinga. Væri gaman að fólk hætti nú þessu bulli Ef menn brutu lög þá verða þeir lögsóttir af Sérstökum saksóknara í þeim málum sem hægt er að sanna.

Nafnlaus sagði...

Burt séð frá stjórnmálalegu inntaki, sem ég er hlutlaus varðandi, þá er alltaf sorglegt að heyra einhverja plebba sem hafa engan skilning á listum röfla tóma steypu um heimsbókmenntir sem þeir hafa annað hvort enga dýpt til að skilja, eða eru nógu óheiðarlegir til að draga verkið niður á svona lágt og yfirborðslegt plan í einhverri tækifærismennsku og pólítík. Halldór myndi ganga aftur ef hann sæi þetta rugl. Reynið að virða þjóðaarafinn og halda honum utan við heimskulegar túlkanir besserwissera.