Það eru ekki nema 2-3 áratugir síðan eigur íslenskra sparifjáreigenda brunnu upp á verðbólgubáli. Hefur þar lagst á eitt, lélegur gjaldmiðill og sveiflukennd, ómarkviss peningastjórnun, sem er ekki trúverðug, enda erlendir fjárfestar tregir til þátttöku í rekstri á íslandi. Upptaka evru eða tenging krónunnar við Evruna með vikmörkum og baktryggingu Seðlabanka ESB eins og Danir og Færeyingar hafa gert mun gera okkur kleift að ná langþráðum stöðugleika.
Vextir munu lækka verulega mikið ásamt vöruverði. Við þurfum ekki að halda uppi dýrum gjaldeyrisvarasjóði og getum varið verulega meiri fjármunum í velferðarkerfið, eða með öðrum orðum ekki að skera eins mikið niður og áætlanir eru nú um að gera.
Ef tekin er upp evra, munu þeir sem ferðast innan þess stóra svæðis eða eiga þar viðskipti ekki þurfa að bera kostnað vegna gjaldeyrisskipta. 60% erlendra viðskipta okkar fara fram í Evru. Evran mun einnig leiða til þess að erlendir fjárfestar laðast fremur til þátttöku í íslensku atvinnulífi.
Davíð Oddsson þáverandi forsætisráðherra sagði í viðtali 2002 að upptaka evrunnar yrði, að hans mati, dauðadómur fyrir Ísland sem íslenska sjálfstæða þjóð. Davíð er enn á sömu skoðun. Í nýju viðtali við Viðskiptablaðið segir hann að það sem skiptir máli fyrir sjálfstæða þjóð sé eigin gjaldmiðill. Það skiptir Davíð greinilega engu hve illa fljótandi gjaldmiðill hefur leikið launamenn, enda hugsar hann greinilega frekar um hagsmuni vinnuveitenda sinna sem vilja greiða laun í krónum en gera upp við sjálfa sig í Evrum.
Öll þekkjum við mörg dæmi um sjálfstæðar þjóðir sem ekki telja brýna þörf að nota eigin mynt. Þar má t.d. nefna Lúxemborg með innan við hálfa milljón íbúa, eitt af stofnríkjum Evrópusambandsins og smáríkið Möltu með tæplega 400.000 íbúa. Eystrasaltslöndin þrjú, Eistland, Lettland og Litháen, sem fagna frelsi eftir langa ánauð, stefna inn í Evrópusambandið og eru að taka upp Evru, trúlega ekki með nýja áþján í huga. Finnar nota Evru og Danir eru með sinn gjaldmiðil fasttengdan við Evru, þannig mætti lengi telja.
Varla er hægt að líta á leiðtoga ofangreindra þjóða sem eins konar landráðamenn er glati sjálfstæði síns eigin fólks og geri það að þrælum. Íslenskir launamenn búa í efnahagslegum þrælabúðum. Þrátt yfir að þeir hafi í raun samningsrétt um launakjör sín þá geta stjórnmálamenn og atvinnurekendur leikið kjarasamninga eins og þeim sýnist. Staðreyndin blasir við íslenskir launamenn voru búnir að ná þokkalegum kaupmætti árið 2005 í samanburði við nágrannaþjóðir, en það var þurrkað út með gengisfalli krónunnar. Þetta hefur gerst reglulega allan lýðveldistímann.
Í könnunum kemur fram að íslenskir launamenn eru harðastir allra Evrópuþjóða í verkföllum og vinnudeilum. Íslenskir launamenn eru ekkert öðruvísi fólk en gengur og gerist annars staðar á Vesturlöndum. Skýringanna er frekar að leita í umhverfinu. Aðstæðurnar eru öðruvísi. Það er nánast ómögulegt að semja um laun þar sem efnahagsumhverfi er óstöðugt og verðbólgan og gengisfall getur eyðilegt allt á svipstundu.
Sífellt þarf að huga að „rauðum strikum" og vera á varðbergi gagnvart dýrtíð og kaupmáttarrýrnun vegna hugsanlegrar gengislækkunar. Ætla má að slíkar aðstæður séu áhrifarík uppskrift að vinnudeilum. Veik króna stuðlar að verkföllum og óstöðugleika á vinnumarkaði. Það er verulegur ávinningur í því að nota mynt sem skipar traustan sess á alþjóðavettvangi, en upp á slíka stöðu býður Evran.
10 ummæli:
En sérðu enga galla við að taka upp Evru? Mun það t.d. ekki koma niður á útflutningi þeirra sem greið núna laun og annan (innlendan) rekstrarkostnað í krónum? Er það t.d. ekki að koma niður á Írum að vera fastir í peningastefnu sem hentar þeim illa en Þýskalandi og Frakklandi vel?
Gallarnir eru smámunir miðað við hagsmunina. Málið er eins og frma hefur komið í fjölmörgum pistlum, í örstuttu máli, ætlum við að staðna og horfa á eftir mest menntaða fólkinu, bestu fyrirtækjunum og halda Ísland sem láglaunasvæði í Evrópu bara til þess eins að verja hagsmuni þeirra sem berjast hvað harðast gegn þessu, að þer útvegsmönnum og nokkrum efnamönnum. Þða eru ekki launamenn.
Efran er ekki vandamál Íra það er efnahagsstefnan og stjórnun hennar.
Það eru margar hliðar á þessu máli. Ef við verðum hluti af evrusvæðinu gerist líklega margt.Viðskiptakostnaður minnkar. Bæði inn-og útflutningur okkar er tæplega 70% á evrusvæðið.Mörg íslensk fyrirtæki á alþjóðlegum markaði gera upp og skila ársreikningum í evrum. Krónan er mikil hindrun í vexti slíkra fyrirtækja. Vöruverð og vextir lækka en óvíst hve mikið. En hvað glatast? jú , margir hagstjórnarmöguleikar. Seðlabankinn verður í reynd óþarfur. Hinn margrómaði sveigjanleiki hverfur. Ekki er nú lengur hægt að lækka innlendan kostnað,s.s. launakostnað með gengislækkun.Að öðru jöfnu yrði atvinnuleysi meira og erfiðara viðfangs.Upptaka evru felur augljóslega í sér valdaafsal.Ekki getur krónan verið alslæm eða alltaf verið slæm. Alla síðustu öld höfðum við krónu. Gífurlegar framfarir hafa orðið. Fátækt bændasamfélag breytist í nútíma velferðarsamfélag. Þrátt fyrir krónunnar eða vegna krónunnar? hagvaxtarskeiðin hafa verið borin uppi af framförum í sjávarútvegi og nýtingu orkulindanna. Meirihluti fólks vinnur í þjónustugreinum og í þeim er helst hagvaxtar að vænta. Að lokum, heimurinn verður í vaxandi mæli ein hagræn heild. Mörk milli þjóðríkja þurrkast út. Aljóðleg fyrirtæki hafa heiminn allan að starfsvettvangi. Alþjóðlegur fjármálamarkaður er besta dæmið. Vogunarsjóðir geta haft gjaldmiðla einstakra ríkja að leiksoppi. Við slíkar aðstæður er það augljóslega betra að vera hluti af stóru myntsvæði.
Fín færsla - en hvað segir þú um grein Stefáns Ólafssonar í Fréttablaðinu á laugardaginn?
Það væri gott að fá þínar vangarveltur um hana en í greininni er hann í kjarnanum að útskýra að allir bera skarðan hlut frá borði við gengisfellingu en undir föstu gengi er fjármagnseigendur stikkfrír og öll leiðréttingin fer í gegnum raungengi og laun á vinnumarkaði.
Hlakka til að heyra þínar pælingar.
Afar góð grein,
Kjarni málsins er hinsvegar að aðstæður eru gjörbreyttar á fjármálamörkuðum og miklu hættulegri en áður.
Það er margfalt hættulegara að vera með örgjaldmiðil fyrir heila þjóð en það var fyrir nokkrum árum síðan – þó að það væri þá þegar verulega hættulegt – eins og kom fram bæði árin 2001 og 2006 – þegar Ísland var á barmi hengiflugs í gjaldeyriskreppu – og engu mátti muna að krónan hryndi.
Nú er aðstæður gjörbreyttar. Traust á Íslandi er hrunið á gjaldeyrismarkaði, sem m.a. má sjá í nokkrum atriðum.
1. Erlendar lánastofnanir hafa tapað um 50 – 70% af öllum sínum lánum til Íslands. Er líkelgt að þessar lánastofnanir séu líklegar til að lána Íslandi og ísl. fyrirtækjum lán á sömu kjörum eða viðráðanlegum kjörum?
Til að skilja málið þarf að snúa dæminu við.
Hvað myndi Ísland (eða þú) gera ef það hefði lánað einhverju Smálandi (eða vini þínum) þar sem byggju 300 þús. (smáþorp erlendis) – með fljótandi gjaldmiðil – nú í gjaldeyrishöftum, mikla peninga og tapað helmingnum,,,,
Augljóst svar: Kannski væri Ísland til í að lána Smálandi – en á miklu hærri vöxtum en áður – ef þetta Smáland – væri áfram með sinn hættulega gjaldmiðil – sem hefði sveiflast út og suður og nýlega fallið um 100%, (eða vinurinn í sama ruglinu og áður).
Ef ekki væri kominn alvöru gjaldmiðill á Smálandi – gæti allt hrunið aftur, og því afar hættulegt að lána slíku landi (eða að vinurinn væri búinn að taka sér tak og hættur ruglinu).
2. Er líklegt að erlendar fjárfstingar komi til sliks lands. Hvað myndi Ísland / þú gera - myndir þú fjarfest á Smálandi – í kjölfar slíks hruns – nem tryggt væri að svona kæmi ekki fyrir aftur.
Svar: Nei.
Það er því ekki bara að ónýtur gjaldmiðill stórskaði alla kjarasmaninga, kaupmátt og lán sem hækka í sífellu – heldur stöðvar ónýtur gjaldmiðill – möguleika á vermætasköpun á næstu misserum.
Ef landið fær ekki erlend lán á eðlilegum kjörum á næstu misserum – vegna ónýts gjaldmiðils – er hætta á nýju kerfishruni – eftir c.a. 3 ár, þar sem stór fyrirtæki geta ekki fjármagnað sig og greitt eldri lán – og geta heldur ekki fjármagnað nýjar framkvæmdir.
Staðan er því mun hættulegri en að lélegur gjaldmiðill skapi bara vinnudeilur.
Raunveruleikinn er ónýtur gjaldmiðill krónan = nýtt kerfishrun innan 4ja ár.
Eina lausnin er aðild að ESB og tegningu við evru (við aðild eftr 2 ár) og síðar upptöku evru eftir 4 ár.
Það eru þau stórkostlegu tækifæri sem Ísland stendur frami fyrir.
Hvort aðilar hafi hugrekki og raunsæi til að átta sig á því - og komast út úr gerviveröld krónunnar – er annað mál.
Mistök á því sviði verða hinsvegar afar dýrkeypt. Það er hinn kaldi raunveruleiki.
Er ekki tími til kominna að aðilar vakni upp úr gerviveröld krónunnar.
Að skoða lista þeirra sem vilja upptöku Evrunar er langt í frá traustvekjandi fyrir venjulegan launamann enda tryggir upptaka Evrunar hagsmuni þeirra sem eiga peningaleg verðmæti en ekki raunlaun venjulegra launamanna.
Dæmi: Írar eru með Evru en þeir eru þegar búnir að semja um mikla lækkun launa og frekari launalækkanir eru framundan, þeir sem eiga peninga á Írlandi halda sínum peningalegu veðmætum óskkertum þ.e 1Evra verður áfram 1Evrav en launamaður sem hafði 1Evru í laun fær 1/2Evrur í laun án þess að kostnaður hanns af húsnæði eða framfærslu lækki samhliða, þetta er kallað á fínu máli að gera landið samkeppnisfært um erlent fjármagn enda hafa þeir engar auðlindir í samanburði við Ísland.
Dæmi: Eistland tók upp Evruna um áramótin og þar er atvinnuleysi 20% og 40% hjá fólki yngra en 25ára þrátt fyrir að gríðarlegur fjöldi landsmanna hafi flúið land í leit að betri lífskjörum.
Með eigin gjaldmiðli þá taka allir í þjóðfélaginu þátt í þessari samkeppnisaðlögun en ekki bara launamenn eins og á Írland.
Það er athyglisvert að skoða lönd sem hafa sinn eigin gjaldmiðil en þá kemur í ljós að það eru átta lönd minni en Ísland sem eru með sinn eigin gjaldmiðil.
"Gallarnir eru smámunir miðað við hagsmunina."
Er aukið atvinnuleysi smámunir?
Lausnin liggur ekki í beinni upptöku Evru og inngöngu í sambandið heldur góðum samskiptum við sambandið og síðar má tengja krónuna við Evru svipað og Danir gera núna.
Þessi mýta um að ESB leiði til aukins atvinnuleysis er sjaldan rökstudd, en þegar það er gert er vísað til landa þar sem atvinnuleysi er mest, landa sem er með allt aðra umgjörð en Ísland, og aldrei erþess getið að í þeim löndum er einmitt verið að byggja atvinnulífið upp og forsenda þess að komast inn á Evrópska svæðið.
Enda er búið að byggja þar upp atvinnulífið enda var það tilþess stofnað.
Þessir Neimenn, sendiboðar Heimsýnar, forðast að bera okkur saman við hin norðurlöndin alltaf er talalð um löndin hinum meginn á skalanum Grikkland, Spánn og austurEvrópu ríkin.
Þeir horfa alltaf fram hjá þeirri staðreynd að það eru íslensk fyrir með rekstur innan ESB og eru að veita nokkrum þúsunda vinnu.
Þessi fyrirtæki hafa sagt að þau sjái ekki möguleika til stækkunar á Íslandi, en ef Ísland gangi í ESB þá geti þessi fyrirtæki flutt heim með stuttum fyrirvara feirir þúsund störf, Marel, Össur, CCP og eins má benda á tvískinninginn hjá útgerðamönnum sem flytja út ferska fist til fiskvinnsluftyrirtækja sem þeir eiga t.d. í Bretlandi og eru að veita á annað þúsum manns vinnu þar. Hentugt að geta selt sjálfum sér fiskinn á smávirði og taka sípan út verðmætaaukninguna í Evrum og láta Ísland liggja í sárum.
Það liggur fyrir að það verður ekki aukning á störfum í tækniiðnaði við núnverandi aðstæður og heldur ekki í landbúnaði og fiskvinslu. Þetta vita allir en samt er kjammsað endurtekið á sömu villandi Heimsínar hræðsluáróðursklisjunum.
Manni verður flökurt að lesa áróður þeirra. Baráttu við að haklda Íslandi niðru í skítnum og hafa örlög launamanna í höndum sér og hirða af þeim að jafnaði 25% af launum þeirra. Náhirðarliðið
Sleppirðu bara athugasemdum sem þér finnst óþægilegt að svara?
Rosalega ertu lélegur!
Það hefur margoft komið fram og stendur reyndar á forsíðu þessarar síðu að það var nauðsynlegt að setja skorður hvað birtist hér. Jafnvel loka á það. Hér ruddust inn aðilar með svívirðingar og dylgjur um saklaust fólk í skjóli nafnleysis.
Ef aths. eru skoðaðar, þá kemur í ljós að um 6.000 aths. hafa verið birtar hér á þessari síðu. Í mörgum þeirra eru settar fram skoðanir sem ganga þvert á þá skoðun sem síðuhöfundur setur og harkalegar aðdróttanir í hans garð.
En þegar menn fara að fabúlera og byggja á því uppspunnar sakir á menn þá fer það ekki í gegn.
Það stendur ekki til að hér fari fram einhver útúrsnúningakeppni eins og víða annarsstaðar.
Þessi síða er hér á mína ábyrgð og það verða menn bara að sætta sig við það og það er kynnt á forsíðu hennar.
Ef mwenn þola svona illa þær staðreyndir sem ég set fram að þeir geta ekki svarað því öðruvísi en með skæting og útúrsnúningum, þá eiga menn það við sjálfa sig ekki mig.
Nú mig langar bara til þess að nýta þetta tækifæri og þakka þeim tugþúsundum lesenda sem hingað hafa komið.
Guðmundur
Skrifa ummæli