sunnudagur, 9. janúar 2011

Ofviðrið

Ofviðrið er á fjölum Borgarleikhússins þessa daga. Hér fjallar Shakespeare um útlegð Prosperós, hertoga í Mílano á óbyggðri eyju. Því er haldið fram að hér sé á ferðinni einhvers konar uppgjör höfundar við leikhúsið.

Sýningin er glæsileg. Leikmynd, hljóðmynd, lýsing og búningar, allt þetta gælir við eyru og augu. Þarna eru á ferð fantagóðir leikarar og dansarar. En samt nær þessi sýning ekki að halda athygli manns. Hún er ruglingsleg og þýðing textans er ekki nógu góð.

Ég nýbúinn að sjá Lér í listilega góðri þýðingu Þórarins Eldjárns. Texti hans er lipur, þar fylgdust áhorfendur átakalaust með, þurftu ekki að setja sig í stellingar og venjast textanum eins og oft er þegar Shakespeare er annars vegar. Leikstjóra tekst ekki að vinna úr þessu sýningu sem skilar sér til áhorfenda.

Engin ummæli: