miðvikudagur, 9. apríl 2008

Burt með samgönguráðherra

Er eiginlega ekki komið alveg nóg frá þessum samgönguráðherra? Ekkert sem hann hefur tekið sér fyrir hendur þjónar neinum tilgang og er arfavitlaust og lífshættulegt landsmönnum.

Tugmilljarða jarðgöng svo hann komist í sumarhús sitt.

Hann beitir allskonar brögðum til þess að fresta Sundabraut og skapar með því umferðaröngþveiti og tugakílómetra lífshættulegar bílaraðir.

Hann víkur sér undan að uppfylla uppbyggingu löggiltra hvíldarstæða við þjóðvegi landsins.

Hannn nýtir sér þá stöðu sem hann hefur skapað með þessu athæfi til þess að sekta flutningabílstjóra um tugþúsundir króna.

Hann reynir svo að bjarga sér með því að bera ASÍ fyrir sig um að fá afslátt á lögum um hvíldartíma á hættulegugustu vegum í Evrópu.

Hann víkur sér undan að lagfæra Reykjanesbraut og það líður ekki sá mánuður að þar verði stórslys.

Kristján Möller hefur komið sér á þann stall að vera óhæfasti ráðherra sem við höfum eignast fyrr og síðar og hann á vitanlega að segja af sér.

12 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gæti ekki verið meira sammála þér ! Síðan glottir maðurinn útí annað þegar hann á fund við vörubílstjóra og segir þeim að fara að vinna, svei !

Nafnlaus sagði...

Þetta er líklega sá eini sem hægt var að finna til að láta Sturlu fyrrverandi samgönguráðherra líta vel út.

Nafnlaus sagði...

Sæll Guðmundur.
Ég(56), kynntist ofbeldi/einelti, Lögreglmanns&Vegagerðamanns(1998)Ég stöðvaði eftir beygju, til að lagfæra strekkjara á farmi. Lögreglumaður frá Kópavogi, var "Með í Ferð", til að hafa auka-tekjur og skapa leiðindi fyrir vinnandi fólk. Lögreglumaðurinn mældi vagninn hátt og lágt. Ég héllt áfram minni vinnu og fékk viku seinna sekt fyrir...? Karl Gauti, þá fulltrúi sýslumanns á Selfossi, nú sýslumaður Vestmannaeyinga, þóttist sýna mér miskunn, að lækka "Meinta Sök", um helming? "Hrokinn Ó-Þolandi! Ég hef forðast Atvinnu-Akstur, síðan þá. Vald-Hrokinn, hefur bara versnað í garð Atvinnu-Bílstjóra, að dómi, kunningja míns, í þessari Atvinnugrein.
Kveðja,
Palli Kristjánss.

Nafnlaus sagði...

Mikið er ég sammála þér. Þessi maður skilur ekkert eftir sig annað en gat í fjalli og í fjölskyldum sem misst hafa ættingja í bílslysum.

Nafnlaus sagði...

Svo er hann með tvo litla varaþingmenn Samfylkingarinnar í spinni fyrir sig: róbert marshall og guðmund steingrímsson

Nafnlaus sagði...

Þetta eru orð í tíma töluð.
Kristján Möller. Segðu at þér !

Nafnlaus sagði...

Hann er allur eins og munnurinn!! talar og talar en nær ekki að láta verkin tala. En hvað með þetta fólk sem vinnur og ber ábyrgð á þessum stöðum sem vegaframkvæmdir eru, bera þeir enga ábyrgð? hvað er að gerast? Það sem verra er með samgöngumálaráðherrann, hann komst þetta á "trantinum" einum saman og ekkert að marka kosningaloforðin hans. Hins vegar á ekki að þurfa að "frægt fólk" lendi í slysum til að fá úrbót á samgöngum, við eigum öll að búa við sömu samgöngurnar þ.e. samgöngurnar.

Nafnlaus sagði...

Þegar ég sá fyrirsögnina á eyjan.is "Burt með óhæfasta ráðherra allra tíma", hélt ég að átt væri við Árna M. Mathiesen. Ég hlýt að hafa misst af einhverju!

Kveðja - Gestur Ófeigs

Nafnlaus sagði...

Kristján Möller eða Árni Matt--öll andskotans ríkisstjórnin er rusl.
Getum við óslasaðir fengið að liggja líka sofandi í öndunarvél fram að næstu kosningum svo við þurfum ekki að horfa upp á þetta?

Bryndís sagði...

Jáhh...það er ekkert smá...
Ég held að þið ættuð allir að skammast ykkar fyrir orð ykkar sem þið setjið hér inn um Kristján Möller. Efast um að þið mynduð ekki getað sinnt þessu starfi eitthvað betur en hann.. Þið sjáið ekki alveg heildarmyndina.
Ég bý fyrir norðan og get ég staðfest það að hann er ekki að biðja um þessi göng frekar en hver annar,hvern einasta vetur þurfum við að keyra um 200km til að komast til akureyrar..og hvað þá ólafsfjarðar og eru þessi göng til að bæta allt fyrir okkur hér á norðurlandinu..Og eitt enn....KRISTJÁN MÖLLER á ekkert sumarhús norðan heiða...ert greinilega að ruglast á einhverjum öðrum vinur!!!...Hugsaðu um heildarmyndina....hvað ef þú værir í þessu starfi og það væri alltaf verið að koma með fleiri og fleiri mál inná borð til þín...ÞÚ GÆTIR ÖRUGGLEGA EKKI KIPPT ÞESSU ÖLLU Í LIÐINN Á SAMA DEGINUM...Hugsaðu aðeins áður en þú ferð að skrifa slíkan óhroða á netið!!!

Bryndís Þorsteinsdóttir Siglufirði.

Nafnlaus sagði...

Hneysa, ég get ekki sagt annað.. þó þessi samgönguráðherra hafi ekki getað lagt allt fyrir sig og farið yfir öll mál á einum mánuði þá myndi ég ekki geta kennt honum um öll umferðaróhöpp sem hafa orðið á síðastliðnum mánuðum - hafiði enga samvisku.. flest umferðaróhöppin hafa verið af völdum mannlegra mistaka.. hálka á vegum og annað slíkt og að vera að kenna ráðherra um það að það liggja eftir heilu fjölsyldurnar í sorgum er alger hneysa.. ég þori að veðja að allir hér sem kommenta nema síðasti ræðumaður séu frá Höfuðborgarsvæðinu eða allavega mjög nálægt því - því það fólk hefur og mun alltaf gefa skít í landsbyggðarsamgöngur......

Nafnlaus sagði...

Sæll Guðmundur,ég vona allavega að þú sért það.Mikið helvíti ert þú vel að þér í landafræði.Ég get ekki ímyndað mér það að hann Kristján fari að aka lengri leið en hann nauðsynlega þarf til þess að komast heim til sín.Og að ætla sér að kenna honum um þau umferðar óhöpp sem dynja á þjóðinni þessa daganna er bara bull og vitleysa sem lýsir best þeim sjálfum sem láta svona út úr sér.Kv Sæmundur Jóns Ólafsf.