Í Morgunblaðinu í morgun er öflug grein eftir Sigþór Sigurðssson framkvæmdastjóra Hlaðbæjar. Þar bendir hann réttilega á hversu ómerkilegur málflutningur samgönguráðherra og forsvarsmanna Vegagerðarinnar er þegar þeir reyna að koma ábyrgð af eigin gjörðum yfir á verktaka.
Það hefur engin verktaki verið að störfum á Reykjanesbraut í nokkra mánuði og vitanlega er það á ábyrgð Vegagerðarinnar og samgönguráðherra að merkingar séu þar í lagi.
Sigþór bendir réttilega á að það sé Vegagerðin sem á ábyrgð samgönguráðherra gangi aftur og aftur til samninga við ævintýramenn sem oft hafi verið nánast gjaldþrota. Hvernig í veröldinni detti þeim í hug að þeir geti unnið jafnflókin verkefni fyrir tugi prósenta undir kostnaðaráætlun.
Einnig hefur samgönguráðherra og Vegagerðin sagt að það sé ekki við þá að sakast þó tvöföldun vegarins á milli Hveragerðis og Selfoss sé ekki tilbúin og ekki hægt að ganga til framkvæmda fyrr en í fyrsta lagi eftir 2 -3 ár. Hverjum er það að kenna að fyrst nú eigi að hefja þá forvinnu?
Samgönguráðherra ásamt stjórnarþingmönnum hafa haldið því fram að hið pólíska ákvörðunarvald liggi hjá þeim? Þessi vegur hefur verið ein mesta slysagildra vegakerfisins í mörg ár. Samgönguráðherra kemur svo með þá arfavitlausu tillögu að rjúka til og laga eina hluta leiðarinnar sem er í lagi.
Ég hef svo sem komið að þessu reglulega í pistlum í vetur og ætla enn einu sinni að benda samgönguráðherra á að umferðaröngþveitið frá höfuðborgarsvæðinu upp í Borgarfjörð er alfarið honum og stjórnmálamönnum að kenna.
Einnig sú pattstaða sem innanlandsflugið og staðsetning þess er búinn að vera í síðustu 30 ár.
4 ummæli:
Ég(57), man ekki eftir Samgöngu-Ráðherra, sem ekki er "Gjör-Spilltur" og/eða vitlaus.
Haltu áfram að skamma þessa asna!
Kveðja,
Páll Björgvin Kristjánsson.
gott ef húsnæðislánakreppan í USA er ekki líka samgönguráðherra að kenna... hvernig getur pattstaða flugvallarins s.l. 30 ár verið samgönguráðherra að kenna... hann er nú ekki búinn að sitja í eitt ár.
Þú ert stórkostlegur Guðmundur, núverandi samgönguráðherra er ekki búinn að sitja í ár. Samningurinn t.d. við verktakann sem fór á hausinn með Reykjanesbraut er gerður í tíð fyrrverandi samgönguráðherra, hvernig getur þetta þá verið núverandi samgönguráðherra að kenna ?
Þú segir "Hverjum er það að kenna að fyrst nú eigi að hefja þá forvinnu?" [tvöföldunina á suðurlandsvegi]
Þessari spurningu er nú ekki erfitt að svara, það er fyrrverandi samgönguráðherra en ekki núverandi. Fyrrverandi samgönguráðherra gerði ekki neitt og því þurfti núverandi þegar hann tekur ákvörðun um tvöföldun að byrja frá grunni.
Laga eina hluta leiðarinnar sem er í lagi ???
Það þarf að tvöfalda alla leiðina til Selfoss og þar sem hægt er að byrja á að byrja. þar sem ekki er hægt að byrja á að klára undirbúning og byrja þá.
Því hefur verið lýst yfir að svo eigi að gera.
Umferðaröngþveitið til Borgarfjarðar, maðurinn er ekki búinn að sitja í ár, hvernig er hægt að kenna honum um allt sem ekki hefur tekist að ráðast í framkvæmdir í vegna þess hversu undirbúningur var skammt á veg kominn?
Hvernig er svo hægt að kenna ráðherra um pattstöðu flugvallarins sl. 30 ár ???????????
Ein svo lokaspurning; þar sem ég sá hér komment í gær sem nú hefur verið tekið út, áttu sumarbústað í Borgarfirði ?
Ég verð að taka undir það sem Guðmundur G segir og benda þeim, sem hafa vitnað til þess að sitjandi samgönguráðherra sé bara búinn að sitja í ár, á það að enn er ekki sjónarmunur á þeim sem nú situr og þeim sem sat á undan honum. Og reyndar ekki þeim sem sat á undan honum svo langt sem augað eygir.
Það að eitthvað hafi ekki verið gert af forvera hans afsakar ekki að hann hafi þá ekki ráðið bráðan bug á því þegar hann tók við, en auðvitað gerði hann það ekki því hann fór bara í föt forverans og gerir allt eins og hann, nema að áherslan hefur nú flust frá Stykkishólmi til Siglufjarðar.
Samgönguráðherrar á íslandi eru fyrst og fremst ráðherrar landsbyggðarinnar en ekki höfuðborgarsvæðisins og virðast geta leyft sér að trassa allt sem heitir samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu. Svo þegar höfuðborgarbúar vilja taka samgöngumál sín í sínar hendur, sbr. málefni flugvallarins, þá verður ráðherrann brjálaður fyrir hönd landsbyggðarinnar og vísar til ábyrgðar borgarinnar sem höfuðborgar, og á þá líklega við óskoraðan rétt landsbyggðarfólks til að vera fljótara að komast í miðbæ Reykjavíkur með flugi en fólk sem býr á Kjalarnesinu að komast þangað með strætó eða einkabíl.
Skrifa ummæli