föstudagur, 11. apríl 2008

Enn um samgönguráðherra

Hinn eitursnjalli samgönguráðherra Íslands tók þá ákvörðun fyrir skömmu að það ætti að tvöfalda Suðurlandsveg. Í samræmi við fyrri ákvarðanir þá ákvað hann að byrja á því að tvöfalda veginn þar sem búið er á síðustu árum að leggja mjög góðan 2+1 veg.

Engin íslendingur skyldi þessa ákvörðun, þar sem langflest alvarleg slys á þessum vegi eru á leiðinni frá Hveragerði til Selfoss.

Í morgun lést karlmaður á sextugsaldri á þessum kafla. Bílar komu úr gagnstæðri átt og skullu saman. Tveir létust á sama vegarkafla í fyrra og margir hafa slasast þar alvarlega á undanförnum 5 árum.

Sýslumaðurinn á Selfossi segir brýnt að vegurinn verði tvöfaldaður þarna sem fyrst, nóg sé komið upp af krossum við Kögunarhól.

Hvað skyldi samgönguráðherra gera?

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ætli hann byrji ekki á því að tvöfalda veginn á milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar.

Magnús Þór sagði...

Hvað ætli Róbert Marshall aðstoðarmaður samgönguráðherra og 1. varaþingmaður Samfylkingar í Suðurkjördæmi segi um þetta? Og hvað hefur hann að segja um Reykjanesbrautina?

Það þarf að snýta Marshall rækilega á samgöngumálum í Suðurkjördæmi.

Unknown sagði...

Að hafa mannslíf á samviskunni er meira en nokkur "Eðlilegur" maður stendur undir.

Nafnlaus sagði...

Alla vegana fer Samgönguráðherra afskaplega illa af stað. Ætli honum takist ekki fyrstum manna að þjappa SV-horns kjósendum til aðgerða gegn glórulausri stefnu í vegamálum um þessar mundir (amk sýnist mér það úr mínum ranni). Hætt er við að hann sé að gera landsbyggðarfólki lítinn greiða þessum framgangsmáta. Takk fyrir að halda þessu á lofti