Hef verið við störf í Kaupmannahöfn undanfarna daga á fundum innan norræna rafiðnaðarsambandsins. Bý í Nýhöfninni og það fer vel um okkur. Ég hef verið töluvert í Danmörku í gegnum árin við nám og síðar störf. Auk þess að 2 af börnum mínum og tengdabörnum voru í háskólum hér. Hef ætíð unað mér vel í hinu afslappaða danska umhverfi.
Það er svo einkennilegt hvernig menn haga sér allt öðruvísi hér en heima. Þegar íslendingar setjast hér að þá rennur af þeim hið ofsafengna kapphlaup um stóra bíla og risahús. Hér er lagt upp úr að eiga góða eftirmiðdaga með börnum að loknum vinnudegi og frí um helgar.
Engum hér myndi detta í hug að skuldsetja sig eins og við gerum heima, enda myndu danskir bankar og þaðan af síður dönsk stjórnvöld heimila þá skuldsetningu sem íslensk stjórnvöld heimiluðu íslenskum bönkum að steypa heimilunum í. Reyndar sá ég áðan á netinu að Geir sé að afsaka þau mistök sem þáverandi stjórnvöld gerðu. Einhvernveginn minnir mig að Geir hafi verið fjármálaráðherra þá. En kannski réð Davíð öllu.
Kaupmannahöfn er eins og flestum íslendingum vel kunnugt um höfuðborg hins fullvalda ríkis Danmerkur, sem er innan Evrópusambandsins, auk þess að vera í víðtæku samstarfi við önnur fullvalda norræn ríki eins og Svíþjóð, Finnland, Noreg og Ísland.
Það kemur furðusvipur á dani, ef maður spyr þá um hvort þeir telji siga hafa afsalað sér fullveldi með inngöngu í ESB, eins og sumir íslenskra ráðherra og forseti Alþingis halda blákalt fram. Furðusvipurinn breytist svo í hálfgerðan hæðnishlátur. „Æi þið íslendingar eru alltaf svo skrítnir. Þið hélduð að það væri nóg að fá stór lán og þá væruð þið bestir í heimi.“
Finnarnir á fundinum tóku undir að ESB styðji vel við jaðarþjóðir og þeir hafi notið góðs af því sama gildi um norðurhluta Svíþjóðar. Við höfum aldrei haft eins mikil völd og nú segja, enda eru Finnar geysilega duglegir við að starfa innan ESB. Norrænu þjóðirnar. Eftir að þeir gengu í ESB hefur áratuga landlægt atvinnuleysi þeirra snarminnkað og er í dag um 4%. Í Danmörku er sáralítið atvinnuleysia þrátt fyrir að í landinu eru um 200 þús. erlendir launamenn.
Danir benda á að þeir séu í viðskiptasamstarfi við önnur Evrópuríki, það er gert til þess að tryggja samkeppnisstöðu fyrirtækja á Evrópska efnahagssvæðinu gagnvart öðrum heimshlutum. Íslendingar hafa notið góðs af þessu og tilvist Evrópusambandsins er eins og oft hefur komið fram helsta ástæða gríðarlegs uppgangs íslenskra fyrirtækja.
Danir búa við nákvæmlega sömu heimsbankakreppu og önnur ríki þar á meðal Ísland. En verðbólga þar hefur hækkað lítillega eða úr um 4% í tæp 6%, sem dönum finnst mikið og óásættanlegt. Dönum standa til boða óverðtyrggð lán til íbúðarkaupa á 5 – 6% vöxtum. Verðlag í búðum hér er lægra ekki bara í matvöru, það er ótrúlegur munur á verðlagi byggingarefnis.
Þegar rölt er um göturnar í Kaupmannahöfn þessa dagana ber mikið á hjúkkum í skærgrænum vestum eins og starfsmenn í verktakastarfsemi eru oft í. Á vestin eru prentaðar kröfur þeirra eins og „Karlmannslaun fyrir kvennastörf“ eða „Það er ekki hægt að sinna veiku fólki í ákvæðisvinnu“
Þær krefjast hærri beinna launa og hafna einhverjum hliðrænum galdralausnum. Nákvæmlega eins og okkar hjúkkur eru að gera.
Vorið er komið í Kaupmannahöfn 15 stiga hiti að ljúft að setjast niður á gangstéttarkaffihúsunum og horfa á iðandi mannlífið njóta lífsins. Reyndar hefur allt hækkað mikið fyrir okkur íslendingana undanfarnar vikur. Fyrir nokkrum mánuðum borguðum við 11 – 12 kr. fyrir dönsku krónuna, en í dag 16 – 17 kr.
Það er svo einkennilegt hvernig menn haga sér allt öðruvísi hér en heima. Þegar íslendingar setjast hér að þá rennur af þeim hið ofsafengna kapphlaup um stóra bíla og risahús. Hér er lagt upp úr að eiga góða eftirmiðdaga með börnum að loknum vinnudegi og frí um helgar.
Engum hér myndi detta í hug að skuldsetja sig eins og við gerum heima, enda myndu danskir bankar og þaðan af síður dönsk stjórnvöld heimila þá skuldsetningu sem íslensk stjórnvöld heimiluðu íslenskum bönkum að steypa heimilunum í. Reyndar sá ég áðan á netinu að Geir sé að afsaka þau mistök sem þáverandi stjórnvöld gerðu. Einhvernveginn minnir mig að Geir hafi verið fjármálaráðherra þá. En kannski réð Davíð öllu.
Kaupmannahöfn er eins og flestum íslendingum vel kunnugt um höfuðborg hins fullvalda ríkis Danmerkur, sem er innan Evrópusambandsins, auk þess að vera í víðtæku samstarfi við önnur fullvalda norræn ríki eins og Svíþjóð, Finnland, Noreg og Ísland.
Það kemur furðusvipur á dani, ef maður spyr þá um hvort þeir telji siga hafa afsalað sér fullveldi með inngöngu í ESB, eins og sumir íslenskra ráðherra og forseti Alþingis halda blákalt fram. Furðusvipurinn breytist svo í hálfgerðan hæðnishlátur. „Æi þið íslendingar eru alltaf svo skrítnir. Þið hélduð að það væri nóg að fá stór lán og þá væruð þið bestir í heimi.“
Finnarnir á fundinum tóku undir að ESB styðji vel við jaðarþjóðir og þeir hafi notið góðs af því sama gildi um norðurhluta Svíþjóðar. Við höfum aldrei haft eins mikil völd og nú segja, enda eru Finnar geysilega duglegir við að starfa innan ESB. Norrænu þjóðirnar. Eftir að þeir gengu í ESB hefur áratuga landlægt atvinnuleysi þeirra snarminnkað og er í dag um 4%. Í Danmörku er sáralítið atvinnuleysia þrátt fyrir að í landinu eru um 200 þús. erlendir launamenn.
Danir benda á að þeir séu í viðskiptasamstarfi við önnur Evrópuríki, það er gert til þess að tryggja samkeppnisstöðu fyrirtækja á Evrópska efnahagssvæðinu gagnvart öðrum heimshlutum. Íslendingar hafa notið góðs af þessu og tilvist Evrópusambandsins er eins og oft hefur komið fram helsta ástæða gríðarlegs uppgangs íslenskra fyrirtækja.
Danir búa við nákvæmlega sömu heimsbankakreppu og önnur ríki þar á meðal Ísland. En verðbólga þar hefur hækkað lítillega eða úr um 4% í tæp 6%, sem dönum finnst mikið og óásættanlegt. Dönum standa til boða óverðtyrggð lán til íbúðarkaupa á 5 – 6% vöxtum. Verðlag í búðum hér er lægra ekki bara í matvöru, það er ótrúlegur munur á verðlagi byggingarefnis.
Þegar rölt er um göturnar í Kaupmannahöfn þessa dagana ber mikið á hjúkkum í skærgrænum vestum eins og starfsmenn í verktakastarfsemi eru oft í. Á vestin eru prentaðar kröfur þeirra eins og „Karlmannslaun fyrir kvennastörf“ eða „Það er ekki hægt að sinna veiku fólki í ákvæðisvinnu“
Þær krefjast hærri beinna launa og hafna einhverjum hliðrænum galdralausnum. Nákvæmlega eins og okkar hjúkkur eru að gera.
Vorið er komið í Kaupmannahöfn 15 stiga hiti að ljúft að setjast niður á gangstéttarkaffihúsunum og horfa á iðandi mannlífið njóta lífsins. Reyndar hefur allt hækkað mikið fyrir okkur íslendingana undanfarnar vikur. Fyrir nokkrum mánuðum borguðum við 11 – 12 kr. fyrir dönsku krónuna, en í dag 16 – 17 kr.
3 ummæli:
krónan er beintengd evrunni svo það er ekki skrítið.
Welkominn á meginland Evrópu. Þetta er ekki bara svona í DK, heldur líka í öllum löndum EU, Sviss, Noregi og Liechtenstein, að Íslandi undanskildu.
Bjó í Danmörku í sjö ár. Hvergi hef ég upplifað eins mikið svindl á öllum sviðum. Skattasvindl, velferðarsvindl etc. Atvinnuleysistölur falsaðar, með því að pína fólk á örorku, námskeið eða niðurgreidda réttlausa vinnu við hræðilega störf einsog að taka í sundur sjónvarpstæki eða brjóta saman fernur. Allir voru sínkt og heilagt að ráðleggja manni hvernig best væri að "nota" kerfið. Á því ætti maður "rétt" þar sem maður borgaði svo háa skatta. Byggingarbransinn er að hálfu leyti svartur, veitingahúsabransinn líka. Öðruvísi gengi þetta vonlausa þjóðfélag upp. Tvöfaldur mórall, það er Danmörk. En engir eru betri áróðursmeistarar.
Þórður
Skrifa ummæli