mánudagur, 7. apríl 2008

Hver á að taka mark á hverjum?!!

Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði í dag að það detti engum ábyrgum stjórnmálamanni að taka mark á ólöglegum aðgerðum.

Nú liggur það fyrir að Geir H. Haarde stóð að því að ryðja í gegnum Alþingi eftirlaunalögum ráðherra og æðstu embættismanna. Samkvæmt lögum á að kostnaðarmeta frumvörp, en það var ekki gert.

Auk þess héldu Sjálfstæðismenn því fram að kostnaður vegna frumvarpsins væri engin eða í mesta lagi 6 millj. kr.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur staðið í vegi fyrir umræðum og endurskoðun á þessum ólögum.
Eigum við hin að fara að orðum forsætisráðherra og taka ekki mark á Geir og þingmönnum Sjálfstæðisflokksins?

3 ummæli:

Magnús Þór sagði...

Góður!

Þráinn sagði...

Mjög góður!

Nafnlaus sagði...

Góð ábending.

Hér er önnur: Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki staðið í vegi fyrir afnámi eftirlaunaósómans, ekki einn og óstuddur.

Vandamálið er að á Alþingi eru of margir sem draga lappirnar í málinu. Þeir keppast við að þegja, og þeir koma úr öllum flokkum. Ef þeir telja sig neydda til þess að segja eitthvað, þá er það venjulega til þess að þvæla málið.

Í allsherjarnefnd er t.a.m. meirihluti sem í orði kveðnu vill þrífa upp óþverran - enn ekkert gerist.

Eftirlaunaósóminn er og verður - meðan hann stendur - samsæri löggjafarvalds og framkvæmdavalds gegn þjóðinni.

Rómverji