Kæri Össur.
Við sem erum í sambandi við þjóðina og störfum meðal launamanna skiljum ekki upp eða niður í yfirlýsingum ykkar stjórnmálamanna.
Þú félagi góður, ráðherra íslenska lýðveldisins birtir hér á Eyjunni lofgjörð um fjármálaráðherra og forsætisráðherra. Þeir séu sigurvegarar dagsins.
Nokkrar einfaldar spurningar sem íslenskir launamenn beina þessa dagana til ykkar
Hvers vegna er dagvara 40% hærri á Íslandi en í nágrannalöndum okkar?
Hvers vegna eru vextir hér margfalt hærri en annarsstaðar?
Hvers vegna er verðbólga hér tvöföld á við það sem hæst er í nágrannalöndum okkar og hún stefnir í fara í 13% næsta vetur og verða fjóföld það sem ásættanlegt getur talist?
Það stefnir í allt að 10% atvinnuleysi á almennum vinnumarkaði næsta vetur og þið notið 20 þúsund byggingariðnaðarmenn sem kælitæki fyrir afglöp ykkar. Er ykkur slétt sama um þau 20 þúsund heimili sem búa að þessum fyrirvinnum, sem annað hvort missa alveg vinnu sinni á næstu mánuðum eða lækka umtalsvert í heildarlaunum?
Það stefnir í að burðarfyrirtæki flytji úr landi á næstu misserum og nokkur eru þegar fari að nokkru og hafa lýst því yfir að þau sjái ekki framtíð sína hér á landi?
3000 – 4000 fjölskyldur eru að missa aleigu sína vegna afglapa ykkar. 30% falls krónunnar, heimsmets í vöxtum og falls á fasteingamarkaði. Þessar fjölskyldur eru komnar í fátækragildru sem ríkisstjórn Íslands bjó til með einstaklega fávísri efnahagstjórn. Þeirri ömurlegustu sem þekkist í vestrænum heimi.
Þú afsakar Össur en ég bý ekki í þeirri einangruðu bómullarveröld sem þið 63 menningarnir hafið búið ykkur með ykkar glæstu eftirlaunasjóðum. Þið kennið einhverjum ljótum útlendum sjóðum um afglöp ykkar, það voru þið sem sköpuðuð einhendis þessa stöðu, hún lagast ekki nema til skamms tíma þó þið teljið ykkur geta tekið lífeyrissjóði okkar og nýtt þá sem pant fyrir hagkvæmu skammtíma láni, sem þú flokkar sem glæstan sigur forsætisraðherra. Skömm ykkur.
Minni þig og félaga þína að það voru launamenn sem sköpuðu lífeyrsisjóðina þið komuð þar hvergi nærri.
Það voru launamenn ásamt fyrirtækjunum sem skópu Þjóðarsáttina, þið komuð hvergi þar nærri. að tók okkur 4 ára slagsmál f´ra árinu 1988 til 1992.
Það voru ekki ráðherra samflokks þíns sem þú telur vera afspyrnu flinka sem stóðu að EES samningnum, þeir voru honum adnvígir.
Afsakaðu þúsund sinnum en ég óska ykkur ekki til hamingju með þessa „sigra??!!“ ykkar. Hann hefur kostað íslensk heimili 72 milljarða á síðustu 7 árum.
Væri ekki hægt að fara fram á að fá kosningar fljótlega.
Með kveðjum frá íslenskum launamönnum
Guðmundur Gunnarsson.
2 ummæli:
Minn kæri nafni.
Ég er sammála hérumbil hverju orði sem þú skrifar í þessari færslu. En ég er samt í pínulitlum vandræðum, og þá á ég við með fleira en húsnæðislánin, og það er hvað á að kjósa ef við berum gæfu til að framkalla kosningar fljótlega.
Samfylkingin þjáist af minnisleysi
Sjálfst.flokkurinn þjáist af ábyrgðarleysi
Framsóknarflokkurinn þjáist af mannleysi
Frjálslyndi af stefnuleysi og VG af hömluleysi..
Ég veit ekki með þig, hokinn reynsluboltann, en ég segi fyrir mitt leyti að hér verður aldrei sett á vetur stjórn sem fólkið sættir sig við fyrr en flokkarnir ofantaldir sjá manndóm í sér til að bindast kosningabandalagi FYRIR kosningar. Þá hefðum við val um hvernig við viljum að landinu sé stjórnað og þá gætum við beitt atkvæðarétti okkar á valdavægið í téðu kosningabandalagi.
Það er nú til önnur nálgun í þessu öölu saman, sérstaklega með byggingamarkaðinn.
Staðan er sú að ríkið þarf mjög nauðsinnlega að láta framkvæma mjög margt fyrir sig. Fyrir dyrum standa margar framkvæmdir s.s. Sundabraut, spítali, breikkun alvega til og frá höfuðborgarsvæinu o.s.fv. ásamt miklum framkvæmdum við viðhald á opinberum byggingum sem eru alveg að grotna niður. Þetta var allt mjög dýrt eins og ástandið var í byggingariðnaðinum.
Lausnin; drepa markaðin og knýja fram afsláttarverð á verklegum framkvæmdum jafnvel þó að kosti einhver gjaldþrot. Þá geta stjórnmálamenn sagst hafa verið durlegir (enda umþað bil eitt framkv. tímabil e. í kostningar) og það þarf ekki að kosta svo mikið og geta jafnvel sagt hafa sparað með því að geyma framkv. til heppilegs tímapuntar.
Allt þetta er fengið með því að beita Seðlabanka og öðrum aðilum fyrir sig á réttum tímapunti. Þetta er stundum kallað "skílegt eðli".
Skrifa ummæli