Það er eiginlega alveg sama hvert maður kemur þessa dagana, heita pottinn, kaffistofur, afmæli, alls staðar er hinn venjulegi íslendingur að velta fyrir stöðunni. Hann á vart orð til þess að lýsa undrun sinni og vonbrigðum með stjórnmálamennina sem sína stöðunni ótrúlegt fálæti.
Alls staðar ríkir heift í garð bankanna fyrir óábyrgar athafnir og ekki síður í garð þeirra sem hafa farið með efnahagsstjórnina. Reyndar áberandi óvild í garð stjórnmálamanna. Margt sem þar hjálpar til eins og t.d. athafnir þeirra i vetur.
Greinilegt er að bak við tjöldin eiga sér stað þessa dagana heiftarleg átök milli þeirra sem vilja hverfa frá stefnu Davíðs og fylgifiska hans, þeirra sem ríghalda í það að vilja ekki tala um Evrópu og Evru. Hannes er að farinn af stað að dreifa út sínum venjubundna boðskap til þess að viðhalda sínum völdum. Pétur var í fréttunum í gær með kostulegu yfirlýsingar og maður skildi ekki upp eða niður í því hvert Þorgerður var að fara í Mannamáli. Það er frekar sjaldgæft því hún hefur hingað til verið með ábyrgari stjórnmálamönnum.
Margir muna vel eftir stöðunni eftir 1987 og stóð fram til 1994, og það gríðarlega átak sem aðilar atvinnulífsins gerðu á árunum 1989 og 1990 til þess að ná atvinnulífinu og efnahagslífinu upp úr því fari sem það var komið í. Og þeim átökum sem stóðu þá milli atvinnulífs og stjórnmálamanna, með eftirminnilegum sigri atvinnulífs.
Menn benda á að allmargir af stjórnmálamönum dagsins í dag séu yngri en svo að þeir muni það ástand eða hafi þá verið undir fermingaraldri. Margir þeirra lifi í falskri veröld uppeldisskóla stjórnmálaflokkanna, þar sem haldið hefur verið fram alrangri túlkun á því hvernig hlutirnir gengu fyrir sig, al-la Hólmsteinska.
Aðdragandi Þjóðarsáttar og framkvæmd hennar var ekki ákveðin á einum eða tveim fundum, hún kostaði gríðarlega mikla vinnu sem stóð yfir í nokkur ár.
Það er verið að segja frá uppsögnum í fyrirtækjum í skipulags- og kynningarmálum. Þar sé verið að taka fyrstu skref í ákvörðunum um frestun verkefna í a.m.k. eitt ár. Ákvörðunum sem muni leiða til ennfrekari uppsagna. Þeir sem hafa farið verst út úr miklum niðursveiflum er millitekjufólkið. Fólk sem hafði tekjur til þess að skuldsetja sig.
Ef spá Davíðs og félaga hans í Seðlabankastjórninni gengur eftir þá munu um 1.000 iðnaðarmenn og fjölskyldur þeirra verða fluttir úr landi á næstu 12 mánuðum.
Ég sé fyrir mér en enn heiftarlegri andúð í garð erlendra launamanna hér á landi, ef kreppa fer að vinnumarkaði.
Fólk skilur ekki hvers vegna ráðamenn skuli ekkert láta í sér heyra. Í stað þessu eru þeir á ferð um veröldina, til þess að vinna að því að skapa einum úr þeirra röðum sæti í öruggisráðinu næstu tvö árin og það kostar íslenska skattborgara nokkra milljarða.
Já það er mikil undiralda í íslensku þjóðfélagi, en ráðamenn látast ekki hafa frétt af því og Seðlabankastjórnin er í dauðateygjunum.
2 ummæli:
Er ekki verið að ala á því að erlendir geti tekið vinnu frá þjóðarbúum ef þeir séu eitthvað að væla?
Annars þakkir fyrir orðatiltæki sem uppeldisskóli....
Kannski fólk fari að huga að listaverkum Einars Jónssonar: Alda aldanna, sbr. undiröldur.
Það væri óskandi að pólitíkusar væru jafn vel vakandi og þú, Guðmundur, gagnvart stöðu mála í þjóðfélaginu. Því miður er það ekki svo eins og berlega kemur í ljós varðandi langar fjarvistir þeirra frá vettvangi upp á síðkastið. Meirihluti stjórnmálamanna í öllum flokkum á sök á því, að ósvífnir fjármálarefir komust upp með að stela þeim verðmætum, sem þjóðin var þó búin að nurla saman á tuttugustu öldinni, þ.e. verðmæti veiðiheimilda og lífeyrissparnaðinum, og eyða því í vitleysu í útlöndum og það sem meira er, svipta þjóðina þeim litla trúverðugleika sem hún hafði á alþjóðavettvagni. Svo er verið að blekkja fólk með ýmsum dylgjum og hálfkveðnum vísum um þá menn og stofnanir erlendis sem segja okkur sannleikann um stöðu mála. Meðan allt brennur og eyðist er ríkisstjórnin á einhverju framsóknartrippi út um veröld alla. Ja, svei.
Skrifa ummæli