mánudagur, 13. apríl 2009

Um staðreyndir

Það er alltaf ástæða til þess að staldra við og skoða hvað sé nú á seiði þegar forsvarsmenn Sjálfstæðisflokksins sjá ástæðu til þess að taka það sérstaklega fram hversu heiðarlegir þeir séu og aðrir óheiðarlegir. Í gær birti fyrrv. sjávarútv.ráðherra sprenghlægilega grein þar sem hann fer á kostum í lýsingum á heiðarleika Flokksins.

Það er undantekningalaust eitthvað óhreint á ferðinni þegar þessi flötur birtist. Valhöll er tekinn til við spunann og ástæða til þess að endursemja söguna. Þetta er svo minnistætt frá Eyjabakkamálinu, Fjölmiðlamálinu, Eftirlaunamálinu, skipan háskólaprófessors, tveggja hæstarréttardómara, héraðsdómara, seðlabankastjóra og svo 9 sendiherra. Sjá hér, og hér og hér og hér

Nú telja sjálfstæðismenn sérstaka ástæðu til þess að taka fram hversu heiðarlegir hafa verið hvað varðar OR og REI málið. Hér er greinargóð yfirlitsgrein úr Morgunblaðinu um málið.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Nú byrja þeir á sínum eigin söguskýringum með því að benda á að hugsanlega séu aðrir sem hafi gert eitthvað í líkingu við það sem sjálfstæðismenn hafa haft að föstum gjörðum í gegnum tíðina.

"Það er ljóst að nú er mjög í tísku að kenna okkur Sjálfstæðismönnum um allt sem aflaga fer en í styrkjamálinu verða Íslendingar að láta sama siðferðismat ganga yfir alla. Annars er umræðan á villigötum – það sem sumum leyfist má ekki vera dauðasynd hjá öðrum."

Þetta skrifar Tryggvi Þór Herbertsson, hagfræðingur og Sjálfstæðismaður,

Svipað skrifaði Einar Kr, Guðfins þar sem hann gefur flokknum og sjálfum sér hreint kærleiksvottorð og að þeir allir saman séu hreinir og saklausir eins og ný fæddir hvítuvoðungar.

þetta fólk kann ekki að skammast sín, ég hefði viljað sjá styrki sjálfstæðismanna árin þegar bankarnir voru seldir eins þegar þeir seldu símann, flott skuldlaust fyritæki sem er allt að því farligt í dag vegna skuldsetningar útrásavíkingana

Nafnlaus sagði...

„Við eigum að skrifa söguna sjálfir, hinum er ekki treystandi til þess"
(Bjarni Benediktsson eldri)

Nafnlaus sagði...

Saell og takk fyrir mjog goda pistla. En i sambandi vid linkinn sem thu visar a, tha thykir mer einnig mjog godir punktar i commentum, og tha serstaklega hja Gisla Baldvinssyni thar sem segir i nidurlagi *
Sjálfstæðismenn vildu afhenda FL-group REI

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins héldu blaðamannafund í ráðhúsinu
þann 8. október 2007 þar sem þeir kynntu niðurstöðu þriggja tíma
sáttafundar sem þeir höfðu þá setið á með sjálfum sér. Niðurstaða þess
fundar var að selja ætti REI að fullu út úr Orkuveitunni. Reyndar
láðist þeim að ræða þessa niðurstöðu við samstarfsflokkinn, sem ekki
gat unað henni og sleit samstarfinu þremur dögum síðar. Hefði
Sjálfstæðisflokkurinn náð að hrinda vilja sínum í framkvæmd hefði GGE
átt forkaupsrétt að fyrirtækinu og þar með 20 ára einkaréttasamningi á
öllum erlendum verkefnum OR.

Hvernig nokkur maður getur látið sig dreyma um að hægt sé að falsa
söguna þannig að sexmenningarnir svokölluðu hafi bjargað REI er
óskiljanlegt.

Það var svo 100-daga meirihlutinn og vinna stýrihóps undir forystu
Svandísar Svavarsdóttur sem fór yfir málið í heild sinni og rifti
samrunanum. *

Nafnlaus sagði...

Við erum vonandi laus við flokkinn úr landsmálunum næstu árin, og úr borginni á næsta ári. Svo er bara að vona að þeir nái ekki vopnum sínum aftur

Nafnlaus sagði...

Þeir eru flinkir í spinninu Sjálfstæðismennirnir. Eins og þegar Guðlaugur Þór sagði fyrir nokkrum dögum að Sjálfstæðismenn væru þeir einu sem hefðu lagt öll spilin á borðið! Eins og þeir hafi sjálfir kosið að setja fram upplýsingar um FL múturnar, af því að þeir væru svo heiðarlegir...jakk....

Nafnlaus sagði...

Ég sá eftirfarandi ummæli á netinu, skoðið og sannfærist um siðblindu Sjálfstæðisflokksins => Hér er ágæt innsýn í vinnubrögð Flokksins, tekið úr ævisögu Jóns Ólafssonar:

“....Auðvitað má segja að Jón og félagar hafi verið að safna glóðum elds að höfði sér með því að vera með derring við Flokkinn. Það má til dæmis segja frá því að fyrst um sinn eftir að Sýn varð að alvörusjónvarsstöð árið 1995 var heimilsfang hennar á Suðurlandsbraut 4a, lögmannsstofu stjórnarformannsins Sigurðar G. Guðjónssonar. Og þangað komu um það leyti stafnbúar úr Sjálfstæðisflokknum, þeir Sigurður Gísli Pálmason og Páll Kr. Pálsson, fyrir hönd fjármálaráðsins, og sögðu Sigurði að ÍÚ ætti að borga fimm milljónir á ári til Flokksins; sú upphæð væri bara reiknuð út frá stærð og veltu fyrirtækisins. En Sigurður svaraði því til að þeir myndu ekki borga í flokkssjóði. Félagið hefði þá stefnu að styrkja pólitískar hreyfingar í kringum kosningar, og þá með því að bjóða þeim öllum 50% afslátt af auglýsingaverði. Svo að mennirnir gengu tómhentir á dyr.
Jón segir núna að í ljósi sögunnar hefði líklega verið viturlegra af Sigga að borga þetta - bara til að kaupa þeim frið; það hefði verndað þá fyrir miklu veseni. En sjálfur hafði hann átt samtal við Kjartan Gunnarsson framkvæmdastjóra flokksins tæpum áratug fyrr, eða þegar Bylgjan fór í loftið. Þá sagði Kjartan að hann reiknaði með að Flokkurinn myndi fá samskonar afslátt af auglýsingum og hann nyti hjá Morgunblaðinu. En Jóni var vel kunnugt, því hann var þá ritari Varðar, að flokkurinn fékk 100% afslátt í Mogganum. Hann svaraði Kjartani því til að það gæti hann ekki boðið, bara aað þeir fengju hæsta afslátt sem stöðin myndi yfirleitt veita. Jón segir að Kjartani hafi augljóslega mislíkað þetta svar, og að það hafi örugglega átt sinn þátt í því að menn í Valhöll vildu ekki með nokkru móti fallast á að hann yrði varaformaður Varðar ekki löngu síðar..:”

Einar Kárason - Jónsbók. Bls. 421-422