Endurnýjun kjarasamninga starfsfólks við OR hafa gengið erfiðlega. Því er ekki að leyna að starfsfólk er ákaflega svekkt yfir því hvernig stjórnmálamenn hafa nýtt fyrirtækið sem pólitískan leikvöll og komið fram eins og starfsfólkið séu skynlaus verkfæri. Starfsfólkið hefur byggt upp góðan vinnustað sem hefur verið að skila góðri þjónustu til borgarbúa. Og þar sjá spilltir stjórnmálamenn tækifæri til þess að hrifsa til sín völd og gæði.
Með réttu er hátterni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins innan OR að verða þeim banabiti. Þeir hafa verið með yfirlýsingar um milljarða fjárfestingar á vegum fyrirtækisins, jafnframt því að stjórnarformaðurinn hefur verið í fjölmiðlum nýverið með yfirlýsingar um launakjör nýráðins miðbæjarfulltrúa og vitanlega vakið með því væntingar starfsmanna um samsvarandi leiðréttinga við samningamborðið. En samningamenn starfsmanna mæta svo allt öðrum viðbrögðum í Karphúsinu.
Það hefur verið starfsmönnum pínlegt að hlusta á tæknilegar yfirlýsingar stjórnmálamanna þegar þeir koma fram í fjölmiðlum sem forsvarsmenn OR. Þeir hafa skipað sjálfa sig í stjórnir og nefndir ávegum fyrirtækisins, samþykkt að greiða sjálfum sér stjórnrlaun sem samsvara allt að mánaðarlaunum starfsfólks. Farið á vegum fyrirtækisins til annarra heimsálfa og spókað sig þar og undirritað viljayfirlýsingar um efni sem þeir hafa ekki minnsa skilning á og þaðan af síður nokkra tæknilega þekkingu.
Allt þetta hefur spillt starfsandan innan fyrirtækisins, en er sem betur fer er þetta hátterni að koma í bakið á þeim hinum sömum spilltu stjórnmálamönnum. Starfsmenn vilja með réttu losna við hina sjálfumglöðu og sjálfhygglandi stjórnmálamenn úr fyrirtækinu og fá starfsfrið. Það er nóg að þeir hafi sitt dýra leiksvið í Tjörninni.
1 ummæli:
Helgi skrifar
þessi leikur í kringum OR sýnir svo að ekki verði umvillst hvað rekstrarform fyrirtækisins er vitlaust. Geðþóttaákvarðanir vitlausra stjórnmálamanna leiða til tugmilljóna kostnaðar fyrir fyrirtækið. Málið var voða einfalt stjórnarformanni OR líkaði ekki við forstjórann. Svo stóra spurningin er hvað verður stjórnarformaðurinn lengi í sínu jobbiÖ
Skrifa ummæli