þriðjudagur, 28. desember 2010

Áramótapæling - verðum að auka verðmætasköpun

Í tillögum og ábendingum frá aðilum vinnumarkaðs hafa komið fram aðvaranir um að stjórnvöld megi ekki halda áfram að taka ákvarðanir, sem valdi áframhaldandi samdrætti í hagkerfinu. Augljóst er að það sem tekið er út úr hagkerfinu í auknum sköttum og þjónustugjöldum, veldur auknum samdrætti. Þessu til viðbótar er næsta víst að skuldsetning heimila og fyrirtækja leiðir til þess að þau hafa minna aflögu og þurfa að auka sparnað á kostnað neyslu. Skuldsetning takmarkar ríkisumsvif og allar fjárfestingar allra.

Aukin verðmætasköpun og útflutningur er forsenda þess að okkur takist að vinna okkur úr vandanum og styrkja hagkerfinu. Við verðum að skipta um áherslur frá því að vera hráefnisframleiðendi og byggja hagkerfið upp á enn verðmætari útflutningi. Nokkur meðalstór hátæknifyrirtæki eru skapa jafnmörg störf og eitt álver. Þessi fyrirtæki eru aftur á móti ekki að flytja inn dýrt hráefni, umskapa það og flytja út aftur. Þetta kemur ekki oft fram í útreikningum þegar stjórnmálamenn eru að tala um stóriðjuna. Verðmætaaukning hátæknifyrirtækja er að miklu leiti innlend, sköpuð af menntuðu starfsfólki og með litlum innflutningi.

Danir hafa unnið ákaflega markvisst á þessum markaði og tekist að byggja upp gríðarlega verðmætasköpum innanlands og miklum útflutningi. Það er eftirtektarvert t.d. hvernig staðið hefur verið að þessu í samstarfi sveitarfélaga á Jótlandi. Þar eru til sjóðir sem kaupa hlutbréf í áhættufyrirtækjum og koma þeim á legg. Þessi markaður er nánast ekki til hér, en hann er algjörforsenda þess að fyrirtæki verði stofnuð. Það er ennþá alltof mikið enn til af klíkuviðhorfum sem birtast okkur í endalausu poti, sem miðar að því að koma í veg fyrir að aðrir nái sínu fram. Lítið t.d. hvernig hlutirnir hafa gengið fyrir sig milli sveitarfélaganna á Suðurnesjum.

Íslensk stjórnvöld verða að taka frumkvæði og taka á þessu verkefni af metnaði. Meðal hinna Norðurlandanna er verið að auka rannsóknarfé og styðja betur við hátækniiðnaðinn. Undanfarin misseri hefur okkur verið gert að horfa á eftir góðum fyrirtækjum sem eiga langa sögu í íslensku atvinnulífi. Þar voru að verki frumkvöðlar sem með mörgum góðum starfsmönnum hafa á undanförnum árum lagt á sig aukna vinnu og lægri laun til þess að komast í gegnum byrjunarerfiðleika fyrirtækjanna. Þessi fyrirtæki vilja vera áfram hérna, en ástandið hér heima er þeim óbærilegt.

Á undanförnum 2 árum hafa verið stofnuð með stuðningi Nýsköpunarstofnunar um 80 ný sprotafyrirtæki og þau eru í dag með um 400 manns í vinnu. Íslensk fyrirtæki stríða við svo miklar sveiflur í sínum rekstri að þau eru undirseld þeirri stefnu sem stjórnvöld hafa fylgt að bíða eftir næstu innspýtingu sem hafa verið mannaflsfrekar framkvæmdir. Ef ekki verður staðið rétt að næstu "uppsveifla", má búast við hún gæti orðið styttri en oft áður og timburmennirnir enn harkalegri.

Hvað höfum við lært af Hruninu og hvernig munum við ná okkur upp úr lægðinni? Hvers konar samfélag viljum byggja börnum okkar? Hvers konar starfsemi viljum við hafa á Íslandi og hvar á sú starfsemi að vera staðsett? Hvernig viljum við nýta þá orku sem við eigum? Hvenær viljum við gera það? Öllum forsvarsmönnum sem ég hef talað viið ber saman um að innganga í ESB og stöðugur gjaldmiðill sé forsenda að þetta takist. Ég hef endurtekið vísað í þau ummæli hér í pistlum mínum og bendi á þau sem hlut af þessu innleggi.

Við verðum að temja okkur að hugsa í mannsöldrum - ekki misserum, stefna á framtíðargjaldmiðil og eðlileg samskipti við birgja og markaði, í stað einangrunarstefnu. Við erum tilneydd til þess að móta stefnu í skipulagsmálum um leið og atvinnumál og menntamál eru tekin enn fastari tökum en gert hefur verið. Þetta kallar á skipulag innan menntageirans.

Hvernig starfsfólk munu fyrirtæki á Íslandi þurfa? Þetta þarf að vera samfasa við þá atvinnuuppbyggingu sem við ætlum að leggja út í. Kjördæmapot hefur verið mikill skaðvaldur í íslensku samfélagi. Ef við eigum að ná okkur upp verðum að láta af því og starfa saman með samstarfi fræðslustofnana og aðilum atvinnulífsins að fjölga fólki með tiltekna þekkingu og reynslu.

Við verðum að leitast við að horfa björtum augum fram til nýs árs.

20 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sko ég vissi þetta. Það kemur bara þessi fínasta bloggfærsla þegar þú nærð að sleppa þessu ESB rausi úr hugarheimum þínum. Hverju orði réttara þarna sem þú skrifar. Vandamálið við þetta er aðallega að það er vinstri stjórn og þá er alveg sama hvað allir segja um að atvinnulífið eigi bara að taka við sér. Hugarfarið er einfalt þar - það treystir engin vinstri stjórn og bíða með allt sem heitir fjárfesting osfrv. Allt stopp og verður áfram þangað til ný stjórn tekur við - hvað sem tautar og raular. Því miður.

Nafnlaus sagði...

Frjálsar handfæraveiðar leysa
byggða, atvinnu og fátæktarvanda
Íslendinga!

Nafnlaus sagði...

Það fyrsta sem þarf að gera í þessum málum er að sópa út öllu starfsliði Nýsköpunarsjóðs Atvinnulífsins og ráða hæft fólk. Vanhæfnin, embættishrokinn, skammsýnin og grunnhugsunin þar á bæ er með ólíkindum. Áskrift að launum með sjálfsafgreiðslu á ábyrgð. Ég tala af reynslu og langt frá því sá eini, og eins og fleiri flutti af landinu vegna þessa ástands þar sem ég hef stofnað fyrirtæki og gengur vel. Fyrirtæki sem þessir fábjánar hraunuðu yfir sem algjörlega fráleitt út frá þeirra steingeldu skólabókar hugsun. Án gríns, það þarf að reka þetta fólk. Hvað þurfa margir frumkvöðlar að segja sömu söguna, og að hafa flutt erlendis og farið af stað þar í staðinn, til þess að eitthvað verði gert? Man sérstaklega eftir einum, held hann heiti Finnur, sem er bara vangefinn einstaklingur. Afsaka orðalag en sannleikurinn er sagna bestur. Möppudýr dauðans sem hefur skotið rótum í þessari stofnun en hefur nákvæmlega EKKERT vit á því sem hann er að gera. Ekkert! Það var eins og að villast óvart inn á Klepp að tala við þann einstakling. .. og hvað ætli hafi annars þurft að afskrifa margar milljónir í gengum árin í einhver hálfvita-verkefni sem einhver frændi alþingismanns eða álíka hafi sótt um, eða álíka? Það voru 200 milljónir um árið vegna vörubrettaframleiðslu-fyrirtækis. Vörubretti? Nýsköpun?? Þetta eru bara hálfvitar. Verkefnin sem þeir hafa fjárfest í eru örugglega fín verkefni, en það er alveg fullt af öðrum sem þeir hafa einfaldlega ekki vitmuni fyrir. Svo einfalt er það nú bara.

Nafnlaus sagði...

Þetta eru meiri rugludallarnir sem skrifa aths. ekki heil hugsun í framsetningu þeirra. Hér er verið að tala um sprotafyrirtæki og hvaða starfsumhverfi þau þurfa og stöðugleika, þá koma rugludallar um ESB og handfæraveiðar. Eru þessi menn ekki læsir. Þeir ættu allavega að lesa pistilinn aftur.
Halli

Nafnlaus sagði...

Enn og aftur flottur pistill og rökrétt framhald af pistlum undanfarinna daga.
En ég er nú þessum nýsprotabransa og er því miður ekkert sérstaklega bjartsýnn á að stjórnvöld geri eitthvað af viti.

Við hjónin erum bæði menntuð og á besta aldri, maður eiginlega nennir varla að vera lengur þessu landi, þar sem getuleysið til að taka á málum er algert. Og hér vaða uppi einangrunarsinnar sem vilja færa landið aftur um 30 ár.

Kv. Kristinn

Stefán Benediktsson sagði...

Yfirfærsla verkefna frá ríki til sveitarfélaga hefur gefið nokkuð góða raun og tengsl notenda og ábyrgðaraðila aukast. Kannski er kominn tími á að reyna það að færa tekjur og verkefni í atvinnuþróun til sveitarfélaga. Vegna 1. athugasemdar stenst ég ekki þá freistingu að minna á mjög umfangsmikið og þróað ráðgjafa og styrkjastarf ESB við atvinnuuppbyggingu í sveitarfélögum.

Nafnlaus sagði...

Góður pistill,

Á Íslandi er ekki grunnur og umhverfi fyrir fyrirtæki til að vaxa, vegna ónýts gjaldmiðils.

Tilraunir með nýsköpun með ónýtan gjaldmiðil sem, hoppar 30% upp í gær og niður á morgun, með samavarandi verðbólgu og kolsteypum - drepur allan vöxt eða hrekur úr landi.

Hlutur hætækni og þekkingarfyrirtækja, er enda miklu minni á Íslandi en í nálægum löndum.

Á meðan vaxa nýsköpunarfyrirtæki í öruggu umhverfi innan stórs gjaldmiðlasvæðis eins og evrunnar og þurfa ekki að eyða dýrmætum tíma i að berjast við verðbólgu og fjármögnun og rugl vegna óstöðugleika.

Á meðan Ísland skilur þetta ekki, verður engin markviss og stöðug uppbygging á sviði nýsköpunar, sem er grunnur að atvinnusköpun framtíðar.

Nafnlaus sagði...

Það sem gert hefur verið hér í uppbyggingu sprotafyrirtækja má rekja með beinum eða óbeinum hætti til styrkja frá ESB. Eins fram hefur komið hjá forsvarsmönnum þessarar fyrirtækja væru þau ekki til ef ekki væru EES samningar sem opnuðu þeim viðskiptaleiðir. Sömu menn hafa sagt að ef Ísland muni ekki tengjast ESB meir og taka upp stöðugan gjaldmiðil munu flest þessara fyrirtækja flytja. Sjáið hvað hefur verið að gerast með Össur og Marel. Á þetta hefur Guðmundur réttilega bent í hárbeittum pistlum og þessi er flott framhald af þeim.
Kv og hilsen Dóri

Nafnlaus sagði...

Þessum pistli er ég sammála þér Guðmundur, forsenda þess að við getum búið hér á landi við samanburðarhæf lífskjör er aukinn verðmæta sköpun. Til þess þurfum við velmetnað fólk sem við bjóðum góð laun, og fyrirtækjum umhverfi einsog er í öðrum löndum. Enn allt þettað fólk sem er í sérhagsmunagæslu og kjördæma poti er okkur mjög dýrt . Það þarf að auka bjartsýni og okkar strjórnmálamenn geta það svo auðveldlega ef þær hætta hagsmunagæsluni fyrir sjálfan sig.Þess vegna á að fækka þingmönnum í 33 og landið eitt kjördæmi. Þá fyrst held ég að þingmenn fari að hugsa um hag fólksins í landinu. Á suðurnesjum hefur ekki staðið á sveitafélögum að veita leyfi fyrir gagnaver og útvega þeim lóðir, heldur hefur staðið á þeim sjálfum að koma með það sem þau eiga að koma með. Auðvitað verða gagnaverinn að vera hagstæð bæði fyrir okkur sem þjóð og eigendur sína. Við erum með hæft fólk í stjórnsýsluni enn það verður að skapa því umhverfi til að starfa í og hafi völd til að sekta eða stoppa þá sem ekki fara eftir reglum. Við höfum allt til að koma okkur á fætur aftur,þurfum bara að auka bjartsýni fólks. Kv Simmi

Nafnlaus sagði...

Gæti ekki verið meira sammála
Góðar kv Sölvi

Nafnlaus sagði...

Góður pistill,

Umræðan er aðeins og vakna.

Þetta sést m.a. hjá þeim stjórnmálamönnun (sem eru á móti ESB)og spyrja í forundran - hvað eigi eiginlega að gera ef Ísland hafnar ESB.

Hvernig væri að þeir stjórnmálamenn spyrðu þeirrar spurninga og finndu ábyrg og áhættulítil svör - ÁÐUR en þeir hafna ESB stöðugum og gjaldmiðli og þar með öryggri framtíð heimilanna og fyrirtækja.

Eða ætla þeir að haga sér eins og sumir útrásarvíkingar - að framkvæma og spyrja svo - en það er einmitt slík hegðun sem margir hafa gagnrýnt hvað harðast - og kennt hörmungum Íslands um.

Ætla ábyrgir aðilar virkilaga að halda áfram á þeirri "útrásarbraut", og stefna með því þjóðinni í nýjar hörmungar.

Er ekki komið nóg. Eða er aðilum fyrirmunað að læra af reynslunni,,,,

Nafnlaus sagði...

Lifir Stefán Benediktsson ekki í sama veruleika og við hin þegar hann segir að það hafi tekist vel að færa verkefni frá ríki til sveitarfélaga? Kennurum fjölgaði um 40%, en nemendum í grunnskólum um 2%. Hvar er hagræðingin í þessu öllu saman? Það má segja að öll yfirfærsla verkefna frá ríki yfir á sveitarfélög hafi mistekist, með örfáum undantekningum.

Guðmundur segir Íslendinga verða að færa sig meira frá því að vera hráefnisframleiðendur, og yfir í að fullvinna vörur. Það er rétt upp að vissu marki, en þetta helst þó í hendur. Hvar er t.d. mesta framlegðin í Sjávarútvegi? Þar sem veiðar og vinnsla haldast í hendur, þannig er hægt að stýra vinnslunni þannig að flutt sé út ferskasta hráefnið (sem mest er borgað fyrir) og á þeim tímum sem hagstæðast er að vinna það og flytja milli staða (Danir þurfa ekki að hafa áhyggjur af flutningum í sama mæli og Íslendingar).

Danir eru vissulega snjallir markaðsmenn, en þeir hafa líka náð mjög góðum tökum á hráefnisöfluninni t.d. með framleiðslu á svína og kjúklingakjöti og á landbúnaði hvers konar. Þeir hafa hins vegar tekið hráefnið sem þeir framleiða, og búið til meiri framlegð úr því. Þetta þurfa Íslendingar að gera.

Auðveldast væri fyrir Íslendinga að byrja á því sem fyrir er s.s. hráefni ásamt tækjum og tólum. Hvalveiðar eru gott dæmi um slíkt. Á síðustu vertíð var Hvalur að greiða 100 milljónir á mánuði á meðan vertíðinni stóð í laun, auk alls annars kostnaðar.

Meðan ríkisstjórnin elur á sundrungu og óeiningu þjóðarinnar varðandi sjávarútvegsmálin, þá eru litlar líkur á að við náum að auka framlegð í greininni. Það fer enginn að fjárfesta í betri tækjum og tólum til að veiða fiskfang með hagkvæmari hæti og gera meiri verðmæti úr þeim afla sem á land berst. Því má um kenna ríkisstjórninni og engum öðrum. Hringlandahátturinn á þeim bænum hefur komið í veg fyrir frekari hagræðingu og framlegðaraukningu sem hefur veri að eiga sér stað undanfarin ár. Bara þær röngu ákvarðanir sem Jón Bjarnason hefur tekið varðandi rækjuveiðar, skötusel og svo auðvitað hinar olympísku makrílveiðar hafa kostað þjóðina milljarða á síðustu tveimur árum.

Það sem Danir hafa framyfir Íslendinga fyrst og fremst er að þar komast kónar á borð við Jón Bjarnason og co. aldrei nálægt undirstöðugreinum atvinnulífsins.

Guðmundur sagði...

Nafnlaus #17:08 talar einvörðungu um landbúnað og sjávarútveg.

Öll vitum við, það er að segja þau okkar sem búa í hinum íslenska veruleika, að þar er ekki um að ræða þá fjölgun starfa sem hér þarf að vera til þess að koma atvinnuleysi niður í "eðlilegt" horf.

Það er að segja að skapa þer 20 - 30 þús. störf á næstu 2 - 3 árum. Auk þess er fiskvinnsla og lánbúnaðurinn að greiða þannig laun að íslendingar vilja ekki starfa þar.

Ef menn vilja láta taka mark á sér verða þeir að bjóða upp á lvöru umræður, ekki óraunsæjar upphrópanir

Nafnlaus sagði...

Guðmundur verður að átta sig á því að sjávarútvegur er fleira en bara að ormahreinsa fiskflök. Sjómenn eru líklega ein hæst launaðasta stéttin í þjóðfélaginu (á íslandi amk, þó svo sé ekki í ESB).

Hverjir ætli selji olíuna á skipin?

Hverjir ætli flytji fiskinn í háloftunum yfir á meginlandið?

Hverjir ætli setji vélar og tæki ofan í skipin?

Hverjir ætli vinni í ráðuneytum og alls kyns eftirlitsstofnunum og opinberum störfum tengdum sjávarútveginum?

Hverjir ætli sjái um mál sjávarútvegsins í bönkunum?

Það eru einmitt svona spurningar sem þarf að svara. Það er voðalega einfalt að tala um hluti eins og álver, útflutningsverðmæti og slíkt, en þegar netto ávinningur af þessum álverum er reiknaður, þegar búið er að draga frá kostnað á borð við innflutning á hráefni, tækjabúnaði og slíkt, þá er kannski ekki eins mikið sem situr eftir og menn halda. Álver eru engu að síður góð í bland við annað.

Það væri líka hægt að tala um það sem t.d. Ólafur Ragnar, Björgvin G. og fleiri stögluðust á í sífellu, að Ísland ætti að verða fjármálamiðstöð. Það fór nú svona og svona.

Allar rannsóknir, öll fræði og það sem lítur að því sem Guðmundur fjallar um í þessari grein eru sammála um að best sé að byggja á því sem fyrir er, byggja svo kölluð "clusters" eða klasa.

Þannig hafa t.d. Norðmenn byggt upp öflugan skipasmíðaiðnað og iðnað tengdan skipasmíðum í kringum fiskveiðar.

Danir hafa byggt í kringum landbúnaðinn hjá sér gríðarlega sterkan iðnað sem þjónustar landbúnaðinn, ekki bara í Danmörku, heldur landbúnaðinn um heim allan. Þeir eru í fararbroddi í alls kyns þjónustu s.s. pökkun á afurðum, flutning og slíkt.

það er þess vegna mjög rökrétt að ræða um það sem við erum að gera í dag, og hvernig við getum bætt ofan á það sem fyrir er. Það hefur alltaf reynst þjóðum best, á meðan hókus pókus hlutir eins og forsetinn reyndi með "you aint seen nothing yet" bankabrellunni sinni eru líklegri til að misheppnast, þó ekki sé hægt að alhæfa.

Enn á ný finnst mér maður í jafn mikilvægri stöðu og Guðmundur koma fram með málflutning sem er undarlegur og á alls ekki við.

Nafnlaus sagði...

Góð grein Guðmundur,

Nú telja sumir andstæðingar ESB það ábyrgðarlaust að gera ráð fyrir öðru en að landið verði áfram með krónuna til framtíðar, ef aðild að ESB er hafnað, en vinna að því á sama tíma að aðild verði felld.

Er það ábyrgt að leggja til ákveðnar leiðir áður en hætturnar eru ljósar - hvað þá fyrir heila þjóð??

Þetta með ábyrgðina er nefnilega kjarni málsins í umfjöllun um ESB. En það eru tvær hliðar á krónunni!!!!

En í hverju er samfélagsleg ábyrgð fólgin í þessu máli um ESB?

Er ekki einmitt mesta samfélagelsega ábyrgðin fólgin í skyldum allra – að gera sér grein fyrir afleiðingum og áhættum sem tekin er með heila þjóð – áður en lagt er í siglingu um hættulegar leiðir – hvort sem það er aðild að ESB eða utan ESB – eða önnur ferðalög og siglingar.

Tæplea er það ábyrgt að ræða slíkt þagar í óefni er komið.

Það eru ótal dæmi um háskaferðir og siglingar – sem hefði mátt forðast - með vandaðri mati á áhættum á þeim leiðum sem valdar voru. Í mörgum tilvikum voru þessar hættur augljósar í viðkomandi tilviki – en þær mátti einfaldlega ekki ræða.

Þess vegna haf orði hörmuleg slys, og hörmungar þjóða. Þetta er áhætta Íslands í þeim leiðum sem framundan eru – hvort sem það er innan eða utan ESB.

Hætturnar utan ESB eru líklega miklu mun meiri – en innan ESB – en þær má ekki ræða. Hvers vegan? Ekki getur það verið vilji aðila að stefna þjóðinni í hörmungar. Nei. Hvað er þá málið?

Hvor leiðin er hættulegri, m.a. með hliðsjón af ónýtum gjaldmiðli? Hvernig á að vera hægt að svara þeim spurningum – nema með því að kanna þær leiðir til hlítar – báðar.

Það þarf nefnileg að kanna hvað felst í aðild – en ekki síður – hvað gerist á Íslandi – verði aðild hafnað í NEI við ESB – og Ísland verði einangrað, á fjármálamarkaði með ónýtan gjaldmiðil og gjaldeyrishöft, margfalda fjármagnskostnað miðað við evrulönd ofl.

Hvað lengi munu heimili og fyrirtæki þola margfaldan fjármagnskostnað og meira álag og hörmungar miðað við önnur lönd o.fl.

Þetta er verkefnið.

Það verkefni að ræða hvað gerist – ef Ísland er utan ESB og með ónýtan gjaldmiðil - er jafn mikilvægt og umfangsmikið og viðræður við ESB um það hvernig samingur gæti litið út.

Það eru tveir pakkar á borðinu um framtíð Íslands - ESB pakkinn (Já pakkinn) og Einangrunar-pakkinn (Nei pakkinn). Hvor er betir fyrir framtíð Íslands? Athuganir á báðum þessum valkostum er jafn mikilvægar.

Það sem fór hvað mest úrskeiðis í hruninu – var glórulaus áhætta sem allt of margir tóku á of mörgum stöðum áður en lagt var í „ferðalag hrunsins“ – þar sem hættur ferðalagsins voru ekki kortlagðar - og þær mátti heldur ekki ræða.

Vonandi ber þjóðinni gæfu til að – endurtaka EKKI slík mistök.

Opin vönduð umfjöllun um báða þessa valkosti er því verkefni ábyrgra aðila – ekki síst þar sem í hlut á heil þjóð, börn, gamalmenni, nútíðn og framtíðn.

Staða heimila og fyrirtækja– krefst þess að öruggasta og besta leiðin verði farin.

Sú leið verður vonandi farin á nýju ári 2011 öllum til heilla.

Nafnlaus sagði...

Góð grein Guðmundur,

Nú telja sumir andstæðingar ESB það ábyrgðarlaust að gera ráð fyrir öðru en að landið verði áfram með krónuna til framtíðar, ef aðild að ESB er hafnað, en vinna að því á sama tíma að aðild verði felld.

Er það ábyrgt að leggja til ákveðnar leiðir áður en hætturnar eru ljósar - hvað þá fyrir heila þjóð??

Þetta með ábyrgðina er nefnilega kjarni málsins í umfjöllun um ESB. En það eru tvær hliðar á krónunni!!!!

En í hverju er samfélagsleg ábyrgð fólgin í þessu máli um ESB?

Er ekki einmitt mesta samfélagelsega ábyrgðin fólgin í skyldum allra – að gera sér grein fyrir afleiðingum og áhættum sem tekin er með heila þjóð – áður en lagt er í siglingu um hættulegar leiðir – hvort sem það er aðild að ESB eða utan ESB – eða önnur ferðalög og siglingar.

Tæplea er það ábyrgt að ræða slíkt þagar í óefni er komið.

Það eru ótal dæmi um háskaferðir og siglingar – sem hefði mátt forðast - með vandaðri mati á áhættum á þeim leiðum sem valdar voru. Í mörgum tilvikum voru þessar hættur augljósar í viðkomandi tilviki – en þær mátti einfaldlega ekki ræða.

Þess vegna haf orði hörmuleg slys, og hörmungar þjóða. Þetta er áhætta Íslands í þeim leiðum sem framundan eru – hvort sem það er innan eða utan ESB.

Hætturnar utan ESB eru líklega miklu mun meiri – en innan ESB – en þær má ekki ræða. Hvers vegan? Ekki getur það verið vilji aðila að stefna þjóðinni í hörmungar. Nei. Hvað er þá málið?

Hvor leiðin er hættulegri, m.a. með hliðsjón af ónýtum gjaldmiðli? Hvernig á að vera hægt að svara þeim spurningum – nema með því að kanna þær leiðir til hlítar – báðar.

Það þarf nefnileg að kanna hvað felst í aðild – en ekki síður – hvað gerist á Íslandi – verði aðild hafnað í NEI við ESB – og Ísland verði einangrað, á fjármálamarkaði með ónýtan gjaldmiðil og gjaldeyrishöft, margfalda fjármagnskostnað miðað við evrulönd ofl.

Hvað lengi munu heimili og fyrirtæki þola margfaldan fjármagnskostnað og meira álag og hörmungar miðað við önnur lönd o.fl.

Þetta er verkefnið.

Það verkefni að ræða hvað gerist – ef Ísland er utan ESB og með ónýtan gjaldmiðil - er jafn mikilvægt og umfangsmikið og viðræður við ESB um það hvernig samingur gæti litið út.

Það eru tveir pakkar á borðinu um framtíð Íslands - ESB pakkinn (Já pakkinn) og Einangrunar-pakkinn (Nei pakkinn). Hvor er betir fyrir framtíð Íslands? Athuganir á báðum þessum valkostum er jafn mikilvægar.

Það sem fór hvað mest úrskeiðis í hruninu – var glórulaus áhætta sem allt of margir tóku á of mörgum stöðum áður en lagt var í „ferðalag hrunsins“ – þar sem hættur ferðalagsins voru ekki kortlagðar - og þær mátti heldur ekki ræða.

Vonandi ber þjóðinni gæfu til að – endurtaka EKKI slík mistök.

Opin vönduð umfjöllun um báða þessa valkosti er því verkefni ábyrgra aðila – ekki síst þar sem í hlut á heil þjóð, börn, gamalmenni, nútíðn og framtíðn.

Staða heimila og fyrirtækja– krefst þess að öruggasta og besta leiðin verði farin.

Sú leið verður vonandi farin á nýju ári 2011 öllum til heilla.

Guðmundur sagði...

Hvers lags útúrsnúningar eru þetta nafnlaus #20:57.

Það er verið að tala um fjölgun starfa og hvar hún geti orðið. Hvað þurfi að koma til svo þessi fjölgun fari fram hér á landi, það er ekki verið að tala um þau störf sem eru þegar í gangi.

Hverslags málflutningur er svo að geta aldrei endað eina einustu setningu án þess að reyna að draga starf mitt inn í umræðuna og reyna að gra það tortryggilegt.

Það liggur fyrir í orðum og yfirlýsingum allra hátæknifyrirtækja og hefur komið fram að þeir sjá ekki framtíð sinna fyrirtækja hér á landi.

Þessi fyrirtæki eru í dag með um 3.000 starfsmenn annarsstaðar og þá að mestu innan ESB svæðisins þessi fyrirtæki eru sífellt að flytja meir af sinni starfsemi þangað.

Þau hafa sagt að þau gætu komið með þessi störf heim á skömmum tíma ef við göngum í ESB.

Einnig má benda á að útgerðarfyrirtækin eru með á annað þúsuns starfsmenn í fiskvinnslu innan ESB til þess að vinna hráefni frá Íslandi. Þetta væri hægt að flytja heim.

Margir hafa einnig spurt hvers vegna útgerðin rígheldur í þetta. Er það vegna krónunnar?

Ég er sannfærður um að svo sé. Þeir selja sjálfum sér fiskinn á lágu verði og taka út mikla framlegð innan ESB.

Svikamylla á kostnað íslensks samfélags og launamanna.

Nafnlaus sagði...

Þetta er hárrétt hjá þér Guðmundur. Þetta lið hamast við að skauta framhjá ábendingum þínum um hver sé staða launamanna í Danmörku og Svíþjóð samanborið við heima. Skuldir hér í Danmörku hafa ekki tekið stökkbreytingum eins og heima, hér hafa menn ekki misst hús sín, hér hefur kaupmáttur ekki hrapað um um 13% eins og heima. Það er ótrúlega niðurlægjandi að hlusta ruglingslegan og innistæðulausan málflutning einangnrunarsinna

Nafnlaus sagði...

Það er mýta ein að halda því fram að hátæknifyrirtæki sjái sér ekki framtíð hér vegna þess að við séum ekki í ESB. Þa ertu bara að draga saman í dilk þá aðila sem að eru ESB sinnar og gleyma öllum hinum. Þú ræður því hvort að þú plantar því þannig í hausinn á þér - en þú veist innst inni að svo er það ekki. Umhverfið fyrir hátæknifyrirtæki er aftur á móti ekki gott en það kemur bara ESB ekkert við. Það er hægt að telja upp næstum því endalausan lista hvað er að en ekki ætla ég að fara út í það enda hef ég starfað sem raðfrumkvöðull í 20 ár og þekki það alltof vel. Hér þarf að verða alvarlega hugarfarsbreyting og það er bara spurning um hvernig og hvað þarf að gera til að það verði. Hér þurfa að verða róttætar breytingar t.d. afhverju eru settar 20 milljarðar í jarðgöng sem gætu skapaða nýja grein innan þekkingariðnaðarinns (eitthvað til framtíðar) - en ekki fyrir einhverjar örfáar hræður í sjávarþorpi þar sem kannski verður aðeins styttra í næsta kaupfélag með þessari fjárfestingu. Þetta er bara svona dæmi.

Guðmundur sagði...

Allveg er hann dæmalaus málflutningur Nafnlauss #14:03, enda þorir hann ekki að koma fram undir nafni.
Hann segir að forsvarsmenn Marel, CCP, Össur og annarra hátæknifyrirtækja mæti í fjölmiðla og ljúgi gegn betri vitund um hverjar séu forsendur fyrir því að þeir geti stækkað fyrirtækin og hvers vegna þeir séu með 3.000 starfsmenn annarsstaðar en hér, sem væri hægt að flytja heim og hvers vegna þeir séu að fluytja höfuðstöðvar inn á ESB svæðið.
Og ég sé að líka að ljúga. Hér er á ferðini einstalingur sem er svo gjörsamlega röklaus og svo algjörlega búinn að mála sig út í horn