miðvikudagur, 19. janúar 2011

Kaupmáttur og krónan

Vegna fullyrðinga í aðsendum aths. ætla ég að endurbirta að hluta fyrri pistil um þróun kaupmáttar hér á landi og hver sé ástæða þess að kjarasamningar missa gildi sitt reglulega á Íslandi. Einnig má benda á að síðustu 40 ár hefur Rafiðnaðarsambandið samið um vel ríflega 3.000% launahækkanir, á sama tíma hefur Danska rafiðnaðarsambandið samið um 330% launahækkanir, en standa samt upp með betri kaupmátt.

Ákveðnir aðilar sem hafa hag af því að geta fært rekstrarkostnað sinn yfir á launamenn, verða ætíð mjög pirraðir þegar bent er á þessar staðreyndir og berjast með öllum brögðum til þess að viðhalda þessari stöðu sinni. Það er mér sérstök ánægja að halda þessu á lofti.

Seðlabankinn kynnti nýlega skýrslu þar sem kemur fram að Íslenska krónan hefur rýrnað um 99,99 prósent frá seinna stríði vegna verðbólgu. Bankinn segir sögu peningastefnu og gjaldmiðlamála á Íslandi vera þyrnum stráða. Verðbólga hefur valdið því að kaupmáttur hefur rýrnað afar mikið síðustu áratugi.

Sem dæmi er nefnt að í ágúst síðastliðnum hefði þurft meira en 7100 krónur til að kaupa þá vöru og þjónustu sem ein króna hefði keypt undir lok heimsstyrjaldarinnar árið 1944 ef ekki hefði komið til þess að tvö núll voru slegin af krónunni árið 1981. Það er rýrnun upp á 99,99% á rúmlega 65 ára tímabili.

Íslenska krónan hafi verið skráð á pari við dönsku krónuna fram til ársins 1920, en á því ári var ákveðið að skrá gengi hennar sérstaklega. Gengi dönsku krónunnar er nú um 20 íslenskar krónur, en sé tekið tillit til myntbreytingarinnar 81 má segja að gengi dönsku krónunnar sé 2000 gamlar krónur. Verðgildi íslensku krónunnar gagnvart hinni dönsku hefur því rýrnað um 99,95 prósent á 90 ára tímabili.

Alþjóðavinnumálastofnunin í Genf birti einnig í vikunni skýrslu þar sem borinn er saman áhrifum fjármálakreppunnar á kaupmátt launafólks um víða veröld. Í henni er staðfest það sem margoft hefur verið bent á þessari síðu. Krónan er mesti óvinur íslenskra launamana og heimila. Kaupmáttaraukningin sem verkalýðshreyfingunni tókst með kjarasamningum að byggja upp á þessari öld þurrkaðist út í Hruninu.

Ég hef oft í pistlum bent á hversu miklu hærri launahækkanir við höfum orðið að semja um en launþegasamtök í öðrum löndum, en samt hefur ekki tekist að viðhalda kaupmættinum, auk þess sitja íslensk heimili í skuldasúpu og sum eru þegar sokkinn. Innganga Íslands í ESB og upptaka evru er stærsta hagsmunamál launþega og heimila í þessu landi, og eina færa leiðin út úr kollsteypu hagkerfinu.

Aukning á kaupmætti launa á evrópska efnahagssvæðinu (ríkjum raðað eftir aukningu kaupmáttar fyrir tímabilið 2000-09)

Heimild: Alþjóðavinnumálastofnunin (ILO) árið 2010. Alþjóðavinnumálastofnunin byggði niðurstöðu sína á launatölum frá Hagstofu Íslands og verðþróun hér á landi.
Elvar Örn Arason er höfundur, hann er menntaður í alþjóðasamskiptum og evrópskum stjórnsýslufræðum. Ekki fengust tölur frá Írlandi


4 ummæli:

Héðinn Björnsson sagði...

Kaupmáttur Íslendinga hefur vaxið umfram kaupmátt Dana á tímabili íslensku krónunar. Þó að íslenska kónan hafi fallið langt umfram þá dönsku hafa launin vaxið ennþá meira.

Vissulega má finna einstök tímbil þar sem þetta er ekki tilfellið eins og þú gerir hér en kaupmáttarsaga Íslands á tímum íslensku krónunnar er saga þess að kaupmáttur á Íslandi hefur verið að nálgast kaupmáttinn í Danmörku.

Við getum alveg rætt um það hvort að kaupmátturinn hefði nálgast Dani hraðar ef við hefðum haldið dönsku krónunni eins og nágreinar okkar Færeyjar og Grænland gerðu, en við skulum ekki birta bara þau gögn sem gagnast málstað okkar og sleppa hinum úr. Það er óheiðarlegt.

Guðmundur sagði...

Sæll Héðinn
Jú endilega við skulum vera heiðarlegir og bera saman skulda- og greiðslustöðu heimilanna á þessu tímabili.

Í fyrsta lagi þá liggur það fyrir að vextir verða ætíð vegna sveiflukenndrar krónu um 2,5 - 3% hærri en þeir eru í Danmörku og á Evrusvæðinu.

Það þýðir að á 20 árum greiðir þú hér landi andvirði 2,5 íbúða fyrir samskonar íbúð og dani borgar bara fyrir eina.

Auk við skulum halda áfram að vera heiðarlegir og benda á að skuldir Dana og Evruíbúa tóku ekki stökkbreytingum 2008 og 25% heimlinna hrundu til grunna. Heldur ekki 1990 og heldur ekki 1980. Í báðum tilfellum átti sét stað stökkbreytingar á skuldum íslenskra launamanna.

Þetta kemur reyndar fram í pistlinum þar sem ég er að vitna í göng Seðlabankans.

Það er hreint út sagt ótrúlegt hvernig málflutningur NEI manna er.

Nafnlaus sagði...

Kjarni málsins,

Það er hinsvegar ekki nóg að líta í baksýnisspegilin til að sjá framtíðina.

Kaupmáttarskerðing á næstu árum mun verða miklu mun meiri er orðið er, verði Ísland áfram með krónu og utan ESB. Lífskjör munu hrynja frekar og landfótti mun halda áfram. Ísland verður Kúba norðursins án alvöru gjaldmiðils,,,

Verði hinsvegar stefnt markvisst á evru og ESB, gæti orðið 30% kaupmáttaraukning á næstu 3 árum. Þetta verður mögulegt þar sem gegnið mun strax taka að styrkjast og verðlag lækka og kaupmáttur aukast, um leið og stefnt er á evruna eftir 2 ár.

Ísland á að krefjast þess, að strax við samninga og samþykki Íslands á samingum, verði hægt að taka upp evru strax við aðild, eftir c.a. 2 ár. Þetta er stærsta mál samninganna.

Þetta er afar mikilvægt, til að hægt sé að losa umsvifalaust um gjaldeyrishöft án tafa og leys um leið vanda vegna krónueigna erlendis. Þett myndi auka traust Íslands miklu hraðar og gefa launafólki möguleiek á að fá eðlilega erlenda vexti, en ekki lán sem hækkuðu endalaust,,, og keyrðu niður kaupmátt,,,

Slík stefna væri margfaldur sigur Íslands, þar sem væri hægt að hefja raunverulega endurreins byggða á trausti og varanlegum stöðugleika, þar sem kjör launafóks og von um betri tíð væri raunveruleg, en ekki botnlaus krónufroða,,,

Snúum vörn í sókn og sigur á þessu sviði eins og í handboltanum,,,,,,

Nafnlaus sagði...

Góð grein,

Mikið rétt, evra eftir 2 ár, um leið og Ísland samþykkir samning við ESB, sem inniheldur upptöku evru eftir 2ár, þ.e. um leið og samningar verða samþykktir.

Evra við samþykkt samninga er stærsta hagsmunamál alminnings og fyrirtækja í samningum við ESB.

Þetta er stærsta mál kjarasamninga. Þetta er ennfremur afar rökrétt stefna þar sem slík stefna er margfalt árangursmeiri fyrir Ísland, en nokkur önnur stefna í gengismálum fram að aðild.

Það að væri afar hættulegt að gera tilrauninr með afnám hafta í einhverja mánuði áður en evra er tekin upp. Slíkar tilraunir hafa aldrei verið gerðar fyrir svo smáan gjaldmiðil, eftir hrun fjármálakerfis, og við gríðarlegar óvissu og vantrú á gjaldmiðli og stórlega vieikburða bankakerfi, sem ekki hefur einusinni lánshæfni erlendis.

Það væri eins og að skera gat á björgunarflot sem héldu uppi hálf sökkvandi smábát. Slík hegðun væri skelfileg áhætta og væri furðuleg, í ljósi þess að landið gæti líkelga annaðhvort fengið evru við aðild, eða a.m.k. 1-2 árum á aftir aðild.

Tilraunir með krónuna, með afnámi gjaldeyrishafta fyrir nokkra mánuði, áður en landið fengi evru hvort sem væri - væri því galin áhætta fyrir heila þjóð - í ljósi þeirra skelfilegu þróunar sem slíkt gæti haft í för með sér, s.s. miklu falli, aukinni verðbólgu og miklum hækkunum á lanúm fóks. Það er komið nóg af slíkum tilraunum, sem svipt hefur fólk aleigunni.

Evra við aðild að ESB - er mál málanna - og um leið stórkostlegasta kaupmáttartækifæri almennings. Því þarf að fylgja eftir með samsvarandi og viðeigandi þunga, á öllum stöðum.