fimmtudagur, 5. mars 2009

Dr. Kenneth Rogoff - með viðbót

Flestum ber saman um að þau voru harla sérkennileg ummæli Dr. Kenneth Rogoff um upptöku evru í viðtalsþætti í sjónvarpinu hjá Boga Ágústssyni á þriðjudaginn. Greinilegt að hann vissi lítið um hvað hann væri að tala þegar hann sagði að Evra hefði okkur til trafala síðasta haust. En svo kom fram hjá Dr. Rogoff að hann þekkti ekki íslenskt efnahagslíf nægjanlega vel til að geta rætt það!!

Er boðlegt að birta viðtal við mann sem er svona málflutning í ríkisfjölmiðli og það á svona tímum?

Það sem er hér fyrir neðan bætti ég við til frekari útskýringa:

Ef við værum með Evru núna værum við með um 3 - 4% verðbólgu, enga verðtryggingu og vexti á húsnæðislánum um 4% og í viðskiptum um 4 -5%. Fyrirtækin gætu átt eðlileg viðskipti með nothæfum gjaldmiðli og ekki væru hér gjaldeyrishöft. Kostnaður af krónunni er óheyrilegur; fyrir bankahrun áætluðu sérfæðingar að við greiddum að jafnaði 3-3,5% hærri vexti vegna þess að við byggjum við litla og óstöðuga mynt. Slíkir aukavextir kosta okkur 120-130 milljarða króna á ársgrundvelli.

Nú eftir hrunið þegar krónan hefur fallið um ríflega 80% má gera ráð fyrir að þessu vaxtamunur verði enn meiri – trúlega yfir 5%. Þá er reikningurinn farin að nálgast 200 milljarða króna. Þetta jafngildir hvorki meira né minna en 25% af öllum launum í landinu! Það gefur auga leið að þessi kostnaður leggst á almenning í formi lægri launa, hærra verðlags, hærri skatta og/eða lægra þjónustustigs hins opinbera.

Einnig má benda á fall krónunnar og hækkun verðlags fyrir heimili og innflutt aðföng. Gengi krónunnar var ríflega 80% veikara í janúar á þessu ári en á sama tíma í fyrra og innkaupsverð innfluttra vara hefur hækkað í takt við það. Þá höfðu laun í janúar hækkað um 7,5% á síðustu tólf mánuðum, greidd húsaleiga skv. vísitölu neysluverðs hækkað um 27% og almennt verðlag um ríflega 18% á sama tímabili.

Málflutningur Rogoffs er hreint út sagt ótrúlegur, augljóslega hefði fall heimila og fyrirtækja ekki komið til í sambærilegum hætti. Það hefði komið krýsa, en við framangreindar aðstæður væri töluvert annað að eiga við lausn hennar. Það sjáum við í öðrum löndum innan Evrusvæðisins

10 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég skildi ummæli Rogoffs þannig að ef við værum með evru núna, gætum við ekki fellt gengið til að auka vægi útflutnings, þá væri ástandið algerlega vonlaust og landið gjaldþrota.

Nafnlaus sagði...

Rogoff viðurkennir að hann þekki ekki íslenkst efnagsíf í þaula. Gerir það hann óhæfan til að fjalla um hlutina. Allir hinir erlendu sérfræðingar þekkja Ísland sennileg álíka illa en segja okkur bara ekkert frá því.
Eru það kannski ummæli Rogoffs um Evru sem gera hann óhæfan?

Nafnlaus sagði...

ÞAð er nú talað við allmarga idiota, sem ekki þekkja kvint til okkar mála og svo lepja Kratískir Hag(fræðingar)safnaðrmeðlimir, upp eftir þeim delluna.
ÞEtta hefur komið ítrekað í ljós nú á síðari tímum þegar verið er að tala við hina aðskiljanlegu ,,fræðinga" jafnvel frá Bretlandi, landi sem er´gersalega á hausnum og fasteignaverð er í frjálsu falli.

Þessi Kani vissi all vel um aðstæður manna hér og að við þyrftum að getta RÁÐIÐ skráningu á afurðaverði okkar.

Það eru engin stjarnvísindi.

Miðbæjaríhaldið

Nafnlaus sagði...

Þetta er nú ekki í fyrsta sinn sem Rogoff hefur munninn fyrir neðan nefið en nefið þar sem aðrir hafa rófubein: http://info.worldbank.org/etools/bspan/PresentationView.asp?PID=325&EID=145

Nafnlaus sagði...

Guðmundur, þú velur að skilja orð Rogoffs eins og skrattinn les Biblíuna.

Nafnlaus sagði...

Hvernig átti Evran að bjarga okkur frá gjaldþroti bankanna?
Það var búið að keyra þá í þrot.
Seðlabanki Evrópu lánar ekki gjaldþrota fyrirtækjum. Það er bannað skv. lögum.
Ríkið má lána/kaupa þá, eins og við gerum núna.
Evran hefði hinsvegar haldið okkur niðri í björgunaraðgerðunum.
Auðvitað verður almenningur að bera gengisfellinguna.
Hver annar á að greiða fyrir uppbygginguna?
Bárður

Nafnlaus sagði...

Hvernig átti Evran að bjarga okkur frá gjaldþroti bankanna?
Það var búið að keyra þá í þrot.
Seðlabanki Evrópu lánar ekki gjaldþrota fyrirtækjum. Það er bannað skv. lögum.
Ríkið má lána/kaupa þá, eins og við gerum núna.
Evran hefði hinsvegar haldið okkur niðri í björgunaraðgerðunum.
Auðvitað verður almenningur að bera gengisfellinguna.
Hver annar á að greiða fyrir uppbygginguna?
Bárður

Unknown sagði...

Það væri fróðlegt að vita hvaða erinda þeir ganga sem hafa tjáð sig hér fyrir ofan
Það er mér amk. ljóst að þeir eru ekki að hugsa um hagsmuni íslenskrar alþýðu sem er blóðmjólkuð af svindlurum og bröskurum sem græða á ónýtum gjáldmiðli.
Þeir munu svo hafa í huga að koma á stjórn íhalds og framsóknar eftir kosningar til að geta byrjað allt upp á nýtt.
Geðsleg framtíðarsýn eða hitt þó heldur.

Nafnlaus sagði...

Enda heyrði maður glottið á Gylfa Zöega í viðtalinu í Speglinum í gær og það er ekki oft sem maður heyrir glott í útvarpi.
Og gylfi tók þessar röksemdir Rogoffs í nefið.

ÞÚB

Nafnlaus sagði...

Þú mátt alveg bæta við nettókostnaði við að halda úti 700-1000 milljarða gjaldeyrisvaraforða og fórnarkostnaði við að nýta þann forða til að grípa inn í stöðutökur í krónunni, þ.e. ef markmið seðlabankans er að halda krónunni stöðugri