þriðjudagur, 17. mars 2009

Í áhættu - stundum

Stjórn Byrs vill fá 11 milljarða frá ríkissjóð og að almennir launamenn greiði það með auknum sköttum á næstu árum. Þessir hinir sömu greiddu sér 13.5 milljarða í arð um mitt síðasta ár, þrátt fyrir að við blasti mikil niðursveifla.

Fengu þeir ekki líka bónus og premíur ofan á súperlaun fyrir að vera í áhættusömu starfi? Þeir eru í áhættu með fjármuni sína og vilja fá arðinn en þegar þeir tapa eiga aðrir að borga. Þetta er það sama og við blasir t.d. hjá Granda.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Skilgreining norrænna geðlækna á andfélagslegri persónuleikaröskun (antisocial)

"Ein alvarlegasta tegundin er persónuleikatruflun af andfélagslegri gerð, sérstaklega af því að hún kemur verst niður á öðrum. Meðal einkenna má nefna:

Tillitsleysi við aðra og hneigð til að brjóta á öðrum í eiginhagsmunaskyni.
Virðingarleysi fyrir siðum, reglum og lögum sem leiðir oft til afbrota.
Viðkomandi beita ofbeldi ef það þjónar eigin stundarhagsmunum.
Beita lygum og blekkingum auðveldlega.
Hafa litla stjórn á löngunum,
framkvæma fljótt það sem þeim dettur í hug en sjá ekki fyrir afleiðingarnar og læra ekki af reynslunni.
Hafa grunnar tilfinningar og hafa ekki samúð með öðrum nema á yfirborðinu.
Hafa litla eða enga hæfileika til að tengjast öðrum tilfinningaböndum.
Samviskuleysi.
Siðblinda."