Það liggur fyrir að hlutverk nýkjörins Alþingis verður ekki öfundsvert. Mikill halli á fjárlögum og minnkandi tekjur ríkissjóðs kalla á niðurskurð. Vaxandi skuldir ríkissjóðs vegna bankahrunsins valda mikilli hækkun á vaxtagreiðslum.
Það blasir við að ef komandi ríkisstjórn einbeitir sér ekki að hraðri niðurgreiðslu erlendra lána munu vaxtagreiðslur geta orðið þess valdandi að Ísland verði mun lengur að ná sér upp úr vandanum.
Staðan er sú að fyrirtækin fá ekki þá fyrirgreiðslu erlendis sem þau þurfa. Ísland er rúið trausti, þetta kemur fram hjá þeim sem starfa á þessum markaði. Það verður að vera eitt af fyrstu verkum nýkjörins Alþingis að ná sáttum við erlenda lánadrottna og skapa sátt.
Það er ekki hægt að ná þeim stöðugleika sem við leitum að með krónunni og viðræður við ESB verða að hefjast fljótt.
Séu framboðsræður þingamannsefna skoðuð með þetta í huga þá getur maður ekki annað en velt því fyrir sér hvort verið sé að velja úr réttum mannskap til þess að senda inn á nýtt þing.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli