Þeir sem lesa pistla Egils Helgasonar og fylgjast með Silfrinu er það vel ljóst að launamenn og samtök þeirra fara verulega í taugarnar á Agli. Reyndar virðist ekki Egill þekkja haus eða sporð á starfsemi stéttarfélaga og hagsmunabaráttu launamanna.
Steininn tók úr þar í dag þegar Egill tók viðtal við ungan mann sem virðist vera í kosningabaráttu innan VR, sem er fínt, en hann var með kostulegar og rakalausar yfirlýsingar um alla lífeyrissjóði og sakaði hiklaust allt starfsfólk þeirra og allra stéttarfélaganna um að vera purrkunarlausa glæpona og alltaf bætti Egill í og glotti við. Ég get bara ekki annað en tekið til varna fyrir samstarfsfólk mitt.
Vitanlega er ekki óeðlilegt að fólk gangrýni og setji fram hugmyndir um sitt stéttarfélag og sinn lífeyrissjóð, en að alhæfa með þeim hætti sem Egill gerði sérstaklega og ungi maðurinn stundum kallar á mismunandi rök og þau komu aldrei fram, sem setti Silfrið niður á ansi lágt plan.
Alhæfingar um alla lífeyrissjóði er út í hött. Þetta hefur svo oft komið fram að maður hélt að Egill fylgdist það vel með að hann vissi það. T.d. er makalífeyrir og ávinnsla ákaflega misjafnt milli sjóða og sumt af því sem ungi maðurinn sagði var einfaldlega rangt. Í þættinum í dag var fjallað um í starfsemi eins sjóðs og uppgjör hans og auglýsingar og það lagt út á þann veg að ætti við alla.
Hvað varðar yfirlýsingar um séreignarsjóði og útgreiðslu, þá er rétt að benda á að eru bankalífeyrisjóðanna (sem nú eru í eigu og stjórn ríkissins sem setti reglurnar um útborgunina), sem eru með 80% af séreignasparnaðinum, en Egill og viðmælandi hans ræddu það ætíð eins og um væri að ræða almennu sjóðina. Reyndar ætti Egill, sem hefur oft verið með greinargóða pistla um viðskipti, að átta sig á hvað myndi gerast ef 400 MIA virði af verð- og hlutabréfum væri skellt á markað á einu bretti.
Egill bætti reglulega inn ummælum Helga Góu, sem ítrekað hefur nýtt fjármuni sína til þess að níða niður starfsmenn lífeyrissjóða með sama hætti og þeir félagar gerðu í dag. Ástæða er að geta þess, sem reyndar hefur margítrekað komið fram, að nokkrir lífeyrissjóðir hafa lýst yfir vilja til þess samtarfs um að leggja fram langtímalán til þess að byggja upp hjúkrunarheimili og íbúðir fyrir aldraða. Það er ekki vandamálið, það sem hefur staðið á er rekstrargrundvöllur þeirra og afgreiðsla stjórnmálamanna á þessum málaflokki.
En ef einhvern langar í Silfrið, þá er leiðin að úthúða launamönnum og samtökum þeirra.
14 ummæli:
Blessaður vertu ekki svona paranoid. Ég er hvorki með eða á móti samtökum launamanna, en mér fannst ágætt að fá þessa hlið mála frá þessum manni í Silfrinu. Mér fannst Egill ekkert vera neitt sérstaklega glottandi af þessu öllu saman. Þú hlýtur að viðurkenna að það má vel taka aðeins til í þessum málum. Sameina, hagræða og nýta sjóðina betur í þágu félagsmanna. Þetta eiga ekki að vera einhverjar gullnámur fyrir hagsmunapotara og græðgispúka sem vissulega eru innan um.
Nú fórst þú yfir strikið Guðmundur!
Gagnrýni viðmælanda Egils í Silfrinu á lífeyrissjóð VR og meðferð fjármuna sjóðsfélaga þar má alveg heyrast.
Finnst þér hún til fyrirmyndar!
Guðmundur !
Held að það sem sagt var í Silfrinu sé ekkert langt frá sannleikanum varðandi þá sem sitja í stjórnum lífeyrissjóða verkalýðshreyfingarinnar í dag !
Ég er í sama lífeyrissjóð og þú, og ég upplifi það sem maðurinn var að lýsa !
Þú getur ekki sagt að eitthvað sé rangt, ef maður sér hlutina í öðru ljósi en þú !
Hvað er það sem ég er að misskilja varðandi stjórn lífeyrissjóðinn ?
Framkvæmdastjóri með 12 milljónir í árslaun ?
Varðandi lífeyrissjóðina virðist Egill ekki nenna að kynna sér málið og það er slæmt. Almenningur fær ranga upplýsingar. Eins og þú segir eru sjóðirnir misjafnlega uppbyggðir,
makalífeyrir breytilegur, áhersla á séreign mismunandi og aldur þeirra einnig. Ég veit varla hvort maður nennir að elta ólar við slíka orðræðu
Það er býsna sterkt og öflugt áróðursbatterí, sem launagreiðendur hafa sett upp til að rægja hina almennu lífeyrissjóði. Helgi í Góu reið á vaðið með slagorðabulli, sem hvergi getur staðist ef það er skoðað raunhæft. Grátkór hans er að kommenta hér við tímabær skrif Guðmundar Gunnarssonar hér að ofan. Aldrei hefur fengist að koma því þannig fyrir, að einhver sem þekkir málefni lífeyrissjóða, fái tækifæri í fjölmiðlum til að svara þessu rakalausa kjaftæði. Eina sem birtist eru pistlar Guðmundar hér á bloggi hans. Ekki kemur það á óvart að kommentin eru öll í slagorðastíl og ekkert reynt til að svara málefnalegu bloggi Guðmundar. T.d. því, hvaða áhrif það hefði á skuldabréfa- og hlutabréfamarkaðinn, sem er nú nógu lélegur fyrir, ef öllum bréfum séreignasjóðanna yrði dembt á markað á stuttum tíma. Á undanförnum 10 árum, hefur orðið gríðarleg hagræðing og sameining á sviði almennu sjóðanna. Við vitum hinsvegar ágætlega, að það er ansi stór hópur ólígarka enn alive and kicking í þjóðfélaginu, sem vill ná í þetta fé og ná því undan stjórn launþega. Þeim, sem bera hagsmuni sjóðanna fyrir brjósti væri nær, að vinna að því að afnumið verði það gríðarlega ranglæti sem felst í því að forstjóri Samtaka atvinnulífsins tilnefni persónulega helming stjórnarmanna í öllum, almennu sjóðunum. Greiðsluhluti launagreiðanda á lífeyrissjóðstillagi hvers launþega er hluti af samningsbundnum launum. Það er því óþolandi, að auðvaldið skuli líta svo á, að það hafi íhlutunarrétt um ráðstöfun hluta launa launafólks.
Það er nú ekki hægt að neita því að það er einkennilegt að stjórnarmaður í lífeyrissjóði þurfi að keyra um á lúxusbíl í boði sjóðsfélaga, auk þess sem sjóðsfélagar þurfi að borga bensínið í hákinn. Samt er þessi maður með vægast sagt góð laun.
Þetta er furðulegt. Þú hlýtur að geta viðurkennt það.
Ætli þessi staða hafi verið auglýst þegar ráðið var síðast í hana?
Og þessi tengsl inn í Kaupþing eru furðuleg amk. finnst mér það. Mér finnst þetta bara óhæfa.
Kveðja Ásta B
Guðmundur verkalýðsrekandi og Sigurður Einarsson spilavítisforstjóri eru samhljóma í yfirlýsingum í dag. "Ekkert athugavert við það sem ég er að gera"...
Guðmundur, þetta lífeyrissjóðakerfi þarf svo sannarlega að endurskoða. Hvað á það að þýða að samtök launafólks mótmæli ofurlaunum á meðan sjóðir félagsmanna hafa verið notaðir til þess að fjárfesta í fyrirtækjum sem hafa greitt launin sem samtökin hafa gagnrýnt.
Sama á reyndar við um samtök launamanna sbr. sjómannasamtökin sem hafa aldrei mótmælt mannréttindabrotum stjórnvalda.
Sæll Guðmundur.
Verð að segja að mér skrýtið að sjá svona sterk viðbrögð frá þér varðandi téð viðtal í Silfrinu í dag.
Ég er sjálfur félagi í RSÍ og greiði í Stafi - Lífeyrissjóð.
Ragnar (hét hann það ekki örugglega ?), fannst mér komast vel frá viðtalinu í dag hjá Agli.
Nú veit ég hvort að þú situr í stjórn einhvers lífeyrirssjóðs, geri frekar ráð fyrir þvi, þá finnst mér eðlilegt að þeir hinir sömu og sitja í sömu stjórnum svari fyrir sig ef þeim finnst á þá hallað.
Hitt er annað, að reynist það rétt að rekstrarkostnaður 6 lífeyrissjóða sé yfir 2,2 milljarða, þarf þá ekki að skoða það ?
Þú ert vanur að vera málefnalegur í ræðu og riti en núna finnst mér eins þú hafir aðeins skotið yfir markið með þessum pistli.
Hvet þig til að hafa sambandi Egil Helga til að fá að svara þessum ávirðingum ef það er þitt mat að þær séu úti í hött.
Mér finnst með ólíkindum að þú skulir verja þessa sjóði. Þessir sjóðir hafa yfir sér forstjóra sem eru á ofurlaunum og aka um á tugmiljón króna bílum. Þetta veistu auðvitað allt saman sjálfur. Ég er búinn að virða þig mikils á umliðnum árum og verið mjög sammála þér, en ég á aldrei eftir að líta þig sömu augum eftir þetta. Það virðist vera sama fjandans hagsmunapotið hvar sem er í þessu fjandans þjóðfélagi okkar. Lífeyrissjóðirnir eru að taka 12% af laununum okkar og á meðan þú getur ekki hrakið orðin sem fóru fram í Silfrinu í dag, betur en þetta, þá tek ég orð unga mannsins fram yfir þín.
Ég get ekki betur séð að viðmælandinn hafi rétt fyrir sér varðandi tvö meginatriði.
1. Menn er á ansi góðum launum hjá Lífeyrissjóð VR
2. Margir lífeyrissjóðir eru með ónýt skuldabréf í fyrirtækjum eins og Exista, Bakkavör ofl sem þeir eiga eftir að afskrifa.
Ætti það ekki að vera sérstakt rannsóknarefni hver aðkoma lífeyrissjóðanna var að bankahruninu þar sem sjóðirnir virðast hafa verið að kaupa ýmislegt drasl af bönkunum á sama tíma og menn þar eru stjórn.
Guðmundur, er eitthvað sem lífeyrissjóðirnir geta gert betur? Viltu segja mér af hverju ég má ekki bara sjá um að ávaxta pundið mitt sjálf, ég hef meiri trú á minni getu til að ávaxta það! Ef ég féll frá læt ég það renna óskert til erfingja minna ekki bara hluta heldur allt! Þarf ekki að endurskoða lífeyrissjóðina og alla þá yfirbyggingu sem þarna er komin?
Kveðja,
Beta
Það sem kom fram í Silfrinu var á mörkunum en það VERÐUR að horfa til þess að þessar upplýsingar áttu fyrir löngu að liggja ljósar (upplýsingarnar um live). Menn verða að sjá það hjá sér að ef um óeðlileg tengsl eru að ræða þá eiga menn að upplýsa um þau, annað býður upp á spillingu.
Upplýsingagjöf lífeyrissjóða er t.d. fyrir neðan allar hellur. Mig rámar í frétt sem kom fram í mogganum fyrir þó nokkru síðan þar sem ársávöxtun eins sjóðsins var sögð 8%, gleymdist að segja að raunávöxtun var í kringum 1%... auðvitað átti fréttamaður að æða í forráðamenn sjóðsins og jarða þessa vitleysu en þetta er lítið dæmi um hvernig forráðamenn lífeyrissjóða fífla þjóðina.
Í stað þess að gagnrýna þennan ágæta mann sem kom fram í Silfrinu þá skaltu berjast fyrir því að upplýsingagjöf og gegnsæi lífeyrissjóða verði lagað, ég held að að kerfi þar sem sjóðseigendur geti fylgst með fjárfestingum og eignasafni í rauntíma (eða þar um bil) sé framtíðin.
Eins og við vitum þá fer FME með eftirlitshlutverk yfir lífeyrissjóðunum, sú stofnun er rúin öllu trausti þjóðarinnar og verður það aldrei bætt, aldrei!
Forráðamenn lífeyrissjóða verða að gera það upp við sig, annaðhvort eru þeir með sjóðseigendum eða á móti þeim (sem virðist vera staðan í dag).
IS
Vandi lífeyrissjóðanna núna, er sá sami og íslenskra stjórnmála og fyrirtækja almenn. Þ.e. það hefur sýnt sig að þeir stjórnendur þeirra sem eru skárstir eru, eru vanhæfir og þeir verstu eru siðlausir glæpmenn. Eins og Guðmundur bendir á, þá hleðst af demografískum ástæðu upp fjármagn í sjóðunum þessa áratugina, sem klíkur hér og þar hafa náð stjórn á og notað í allrahanda braski og valdbaráttu í þjóð- og viðskptalífinu. Hvernig stendur t.d. á því nú eru upp deilur um hversu mikið sjóðirnir eigi að tapa á gjaldeyriskiptasamningum sem þeir gerðu við bankana? Spurningin sem ætti náttúrlega að vera að spyrja þar, er hvers vegna í andkotanum lífeyrissjóðirnar hafi verið að hegða sér eins og "hedge funds" og gambla með peninga sjóðsfélaga? Ef um eðliegar gjaldeyrissveifluvarnir verið að ræða þá ætti útkoman að vera 0 hvorn vegin sem gengið sveiflaðist.
Og ef stórnendur sjóðann hafa verið að gambla með þá, þá ber þeim að víkja tafalaust, og helst sæta glæparannsókn.
Að maður tala ekki um þá ótrúlegu ósvifni núverandi formanns VR, og stjórnar Lífeyrissjóðs VR og fyrrverandi stjórnarmanns í KB banka(með 400þ kr í laun per fund) og fyrrverandi meðllimi í lánanefnd KB (já þetta er sami maðurinn) að leyfa sér að móðga almenna félagsmenn með því að bjóða sig áfram til forystu. Hann og aðrir sem hafa verið í forsvari sjóðanna ættu að sýna þann manndóm að biðja afsökunar og segja af sér, þannig að það þurfi ekki að drag þá út "kicking and screaming" eins og fyrrverandi ríkisstjórn og seðalabankastjóra.
Og auðvitað á að breyti því fyrirkomulagi að samtök atvinnurekenda ráði mestu í stjórn sjóðanna, atriði sem hefur verið alltof hljótt um áratugum saman.
Skrifa ummæli