Fyrstu mánuði bankahrunsins virtust fara í það eitt að hjá stjórnmálamönnum að finna sökudólga og sverja af sér að þeir hefðu átt þátt í því að móta efnahags- og peningastefnuna. Frjálshyggjumenn benda á að það væri ekki kerfið sem hefði brugðist nóg væri til af reglum og lögum.
Þeir tóku það reyndar ekki fram að það hefði verið þeim keppikefli sem með efnahagsmál fóru að fara ekki eftir reglum og lögum. Einnig blasir við að Seðlabankinn og Fjármálaeftirlit beittu ekki þeim stjórntækjum sem þeir höfðu, þrátt fyrir að þeir vissu hvað væri í gangi.
Þær hljóma því ákaflega innantómar ræður sjálfstæðisþingmanna úr Alþingi, eins og var í fréttum í gærkvöldi þegar tveri þeirra skömmuðust yfir því að ekkert væri gert. Þessir þingmenn voru í stjórnarliðinu sem byggði upp frjálshyggjustefnuna og voru á vaktinni allan tíman. En þeir gerðu ekkert til þess að verja heimilin og fyrirtækin í landinu. Þeir voru uppteknir í fagnaðarveizlum þar sem þeir gerðu lítið úr þeim sem bentu á að þetta gæti ekki annað en endað með ósköpum. Þetta fólk ætti að mæta í pontu á þingi á hverjum degi og biðjast afsökunar og fara inn í Samhjálp og vinna þar þegnskyldu vinnu í 10 ár.
Á næstu dögum verður að lækka vexti umtalsvert og losa um gjaldeyrishömlurnar. Koma verður bankakerfinu í gang svo fyrirtækin og heimilin fái eðlilega þjónustu. Hefja viðræður við skuldaeigendur Jöklabréfanna. Í dag er að koma fram að hið kvika fjármagn virðist vera margfallt meira en gert var ráð fyrir, ekki 200 MIA eins og Davíð og fleiri sögðu heldur þúsund milljörðum meira. Eigengur þess una hag sínum vel að geyma það hér á ofurvöxtum, það renna 20% vextir af þessu fjármagni úr landi.
Seðlabankinn kom þjóðinni í skuldafangelsi. En á sama tíma hrósuðu Davíð og Geir sér fyrir að standa upp með skuldlausa þjóð. Það voru mikil ósannyndi.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli