Það er sjaldan sem ég hef verið sammála Helga í Góu. Allra síst er ég sammála hvernig hann hefur hefur úthúðað starfsmönnum stéttarfélaga og lífeyrissjóða. Oft héf ég spurst fyrir um hvers vegna Helgi mæti ekki á sjóðsfélagafundi í sínum lífeyrissjóð og ber upp sínar tillögur. Ekki virðist hann hafa gert það en mætir reglulega í heilsíðu auglýsingum oft fullum af rakalausum fullyrðingum.
Það hafa allmörg stéttarfélög margoft samþykkt ályktanir þar sem val helmings stjórnarmanna er gagnrýnt og bent á að það séu sjóðsfélgar sem eigi sjóðina ekki atvinnurekendur, þakka ber Helga fyrir að vekja athygli á þessu. Helmingur stjórnarmanna í því stéttarfélagi sem ég er eru kosnir á fjölmennum fundum sjóðsfélaga. Á fundum félagsmanna rafiðnaðarmanna hafa laun og starfskjör forsvarsmanna lífeyrissjóða verið gagnrýnd og það er allnokkuð síðan að settar voru strangar reglur um gjafir og hvers konar boð. En það eru ekki allir þeirra með 30 millj. kr. og ekki allir með dýrustu gerðir bíla.
Það er svo leiðinlegt að horfa upp alhæfingar. Af hverju eru ætíð veist að stéttarfélgum, ekki SA sem velur helming stjórnarmanna almennu lífeyrissjóðanna? Af hverju er ekki spurt um hvaðan reglur umstarfskjör koma? Af hverju er ekki veist að bankalífeyrissjóðunum? Ekki hafa þeir verið að koma út með glans, er það? Hvernig fer fram val í stjórnir þeirra sjóða? Hafa stjórnarmenn þeirra sjóða farið í lax, fara þeir kannski bara í silung og aka um á Lada Sport og fara út í Viðey á eigin kostnað í stað þess að fara erlendis?
Það er áhugavert að atvinnurekandi sem hefur beinlínis hag af því að framleiða á eina mestu meinsemd OECD ríkjana, skuli láta sér velferð eldri borgara svona miklu máli skipta. Á meðan heilbrygðiskerfið okkar mokar fjármunum í fyrirbyggjandi aðgerðir gegn tannskemmdum og sykursýki sem kostar okkur milljarða, þá hamast hann í lífeyriskerfi sem OECD hefur skilgreint sem fyrirmyndar kerfi. Þriggja stoða kerfi sem byggir á grunnlífeyri ríkisins, samtryggingu með sjóðasöfnun og viðbótarlífeyri fyrir þá sem vilja tryggja sig betur. Kaldhæðinin í þessu öllu er að sykurneysla styttir lífslíkur og lækkar þar með ellilífeyrisskuldbindingar lífeyrissjóða og eykur örorkulíkur að sama skapi.
Síðast í gær birtist frétt á Stöð 2 þess efnis að þrátt fyrir að ítarlegar leiðbeiningareglur til að verja börn gegn markaðsáreiti hafi tekið gildi 15. mars s.l. er sælgæti enn í sjónhæð barna við afgreiðslukassa í verslunum. Starfsmenn Góu raða í þessar hillur og ættu að vera meðvituð um að með þessu eru þeir að brjóta reglur sem er settar ellilífeyrisþegum framtíðarinnar til hagsbóta. Barnafólk á að geta gengið um verslanir með börn án þess að hafa þessa meinsemd fyrir framan sig. Eflaust er KFC og hvað þessi skyndibitafæði heitir öll hin hollast fæða og vafalaust getur Helgi sýnt fram á það með trúverðugum rannsóknum að þessar neysluvenjur eru til hagsbóta fyrir eldri borgara.
Tvískynjungsháttur Helga er honum ekki sæmandi og hann ætti að líta í eigin barm áður en hann rakkar niður það sem aðrir eru að reyna að byggja upp, eldri borgurum til hagsbóta. Það er ekkert sjálfsagðara en að fjárfesta í fasteignafélögum sem á hagkvæman hátt byggja upp dvalarheimili fyrir aldraða. Skrá hlutabréf eða gefa út skuldabréf á verðbréfamarkaði og gera þannig lífeyrissjóðum mögulegt að fjárfesta í fasteignum. Það getur ekki verið hlutverk lífeyrissjóða að gera þetta sjálfir. Þessi sjóðir eru ekki reknir í ágoðaskyni heldur reyna þeir að velja útgefendur verðbréfa sem uppfylla kröfur um góða stjórnarhætti, stunda ekki atvinnustarfsemi sem fer gegn velferð samfélagsins heldur fyrirtæki sem skila sjóðunum viðunandi ávöxtun til langs tíma.
6 ummæli:
Sammála þér með Helga og hans siðferði. Aðalatriðið hjá Helga er ekki að hann hafi áhuga á lífeyrissjóðunum heldur hitt, að hann vill sem stór atvinnurekandi og eigandi fyrirtækja losna við þennan útgjaldalið, sem er mótframlag atvinnurekenda. Hann vil því sjóðina feiga og ekki síst þá sjóði, þar sem stéttarfélögin hafa aðild að. Hitt er eins og fram hefur komið hjá þér, Guðmundur, aldeilis fráleitur andskoti að SA skuli hafa með þeim hætti, að hafa með stuðningi ríkisvalds seturétt í stjórnum sjóðanna og þar með ráðstöfunarrétt yfir 12% af launum starfsfólks. Það skyldi nú aldrei vera, að þetta hafa leitt til vitlausra fjárfestinga sjóðanna? Við vitum báðir, að þetta hefur verið gert,
Vel rökstutt.
Ætli Helgi í Góu þurfi að losna við fasteignir núna, sjóðirnir eru auðvitað góðir kaupendur? Ég heyrði í vetur þegar hann auglýsti á Bylgjunni að hann gæti þegið pening frá þeim sem gætu lánað pening á lægri vöxtum en bankakerfið hafði upp á að bjóða... en hvað veit ég um það...
Hvað hafa atvinnurekendur að gera með peningana okkar? Er ekki betra að við stjórnum okkar sjóðum alveg?
Þó ég telji Guðmund vel hæfan til formannstarfa fyrir sitt samband, þá er langur vegur frá að ég telji hann hafa réttan bakgrunn til þess að vera stjórnarmaður í lífeyrissjóð.
Það er eitt að fara með ævisparnaðinn minn og annað að fara með réttindabaráttu starfsgreinar.
Að hræra þessu saman í sömu skálinni eru alvarleg mistök.
Það bætir ekki böl að benda eitthvað annað. Þó öðrum hafi mistekist við ávöxtun sinna sjóða, þá er það engin réttlæting.
Af hverju get ég ekki kosið um Guðmund, verkalýðsforkólf í verkalýðsbaráttuna og Guðmund verkalýsforkólf, í lífeyrissjóðsmálum?
Í það minnsta voru það störf Gunnars Páls í lífeyrissjóðnum sem urðu honum að falli, þrátt fyrir að fara fyrir verkalýðsfélagi sem er að flestu leyti í fararbroddi með réttindi sinna félagsmanna.
Það er greinilegt að þú þekkir ekki til og hefur þá væntanlega ekki mætt á fundi. Kosning til foyrstu í RSÍ er allt annað en kosning til forystu í lífeyrisjóðnum okkar.
Grunnvandi lífeyrissjóðanna liggur í vantrausti á þá. Ég sem er 27 ára og fólk á mínum aldri höfum enga trú á að við munum nokkurn tíman fá neitt til baka sem við greiðum inn í lífeyrissjóð.
Þess vegna mun fólk eins og ég berjast gegn lífeyrissjóðskerfinu því við sjáum þá sem arðrán á vinnu okkar í stað þess að sjá þá sem sparnað til framtíðar eða samstöðu með eldri borgurum þessa lands.
Enn hef ég ekki séð neinar upplýsingar um lífeyrissjóðskerfið sem hefur hróflað við þeirri skoðun minni að það vinni gegn langtímahagsmunum mínum. Kerfið sé í raun aðferð til að fá mig til að sá í akur óvina minna við að þvinga mig til að nota hluta launa minna í að styrkja þá uppastétt sem leitt hefur landið í algjört efnahagshrun.
Fyrr en lífeyrissjóðskerfið tekur á þessarri óanægju fólks mun það ekki njóta neins stuðnings.
Skrifa ummæli