Ræða Geirs var í flestu ákaflega góð. Hann var einlægur og kemur inn flest þeirra atriða sem gagnrýnd hafa verið og biðst afsökunar á því að hafa ekki tekið á þeim. Reyndar fannst mér hann skella sér í hlutverk slaka ræðarans og kenna árinni um þegar hann veittist að regluverki EES samningsins. Slöpp afsökun, þar sem fyrir liggur að eftirlitsstofnanir hér ásamt ríkisstjórn hvöttu fjárglæframenn til dáða og sinntu ekki sínum störfum.
En það er skelfilegt að ef Sjálfstæðisflokkurinn ætlar enn eina ferðina að smeygja sér undan því að taka upp alvöru umræður um efnahags- og peningastefnu, með því að láta fara fram kosningu um hvort taka eigi upp viðræður við ESB. Það mun kalla á áframhaldandi upphrópanir, engin rök og engin svör.
1 ummæli:
Sæll Guðmundur. Enn vorum við ekki öll í þessu að hvetja verðbréfaguttana áfram? Það held ég og það sem var að baka var von um að það myndu molar falla af borðinu til okkar. Þá í formi lægri skatta, lífeyrissjóðir myndu verða stærri og við fengjum gott út úr þeim. Sjóðurinn okkar var líka í þessum dansi átti í Kb banka Existu ofl. Enn það voru aðilar sem vildu engar reglur einsog verslunarráð, menn ættu að kíkja á heimsíðu þeirra og sjá hverjir eru stjórn þar og hvað þessi samtök lögðust á móti. Þau sleppa ótrúlega billega útúr þessu rugli. Það sem brást fyrst og fremst voru leikreglur, enda um leið og var farið að tala um reglur þá sagði Björgúlfur Guðmundsson að það mætti ekki breyta reglum í miðjum leik. Það hefði nú verið betra ef það hefði verið gert. Kv Simmi
Skrifa ummæli