Heill og sæll Guðmundur.
Því miður fara margar aðrar þjóðir illa út úr alþjóðlegri fjármálakrísu.
Þar sem „bloggvinir“ þínir telja best að fela Norðmönnum umráðarétt yfir lífeyrissjóðum Íslendinga, þá fannst mér rétt að benda þér á árangur norska olíusjóðsins (pensionsfond þeirra). Töpuðu 23,3% af eignum, eða 633 milljörðum norskum.
Sjá: http://www.berlingske.dk/article/20090311/verden/90311090/
Þú átt heiður skilin fyrir öll þín skrif um mikilvægi stéttarfélaga og lífeyrissjóða.
Ég dáist að langlundargeði þínu og umburðarlyndi, sem þú sýnir „bloggvinunum“, flestum nafnlausum.
Bestu kveðjur, F.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli