Við lestur úrdrátts úr skýrslu endurreisnarnefndar Sjálfstæðisflokks rifjast óhjákvæmilega upp viðbrögð og ummæli þingmanna þáverandi stjórnarflokka síðastliðið haust, þar sem þeir þráuðust við að halda því fram að orsök efnahagshrunsins væri alfarið af utanaðkomandi völdum. Á þessu var staglast mánuðum saman og snúið út úr öllum ábendingum um að þetta væri að mestu leiti heimatilbúinn vandi.
Þetta leiddi til þess að ekki var gripið réttra varnarviðragða og það var ekki fyrr en stjórnin var hrakin frá völdum af með búsáhaldabyltingu almennings að tekið var til við að lagfæra ástandið. Þetta hefur kostað almenning og fyrirtæki hundruð milljarða í óþarfa tap.
Þennan heimatilbúna vanda höfðu margir hér innanlands sem utan bent á lengi án nokkurra viðbragða stjórnvalda. Það blasir við að dýpt lægðarinnar er alfarið sök þessara þingmanna. Í dag raða þessir þingmenn sér í efstu framboðssæti.
Í skýrlsunni er einnig staðfest það sem lengi hefur verið fram, að vinnubrögð Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks við einakvæðingu bankanna einkenndist af pólitískri spillingu. Í því sambandi rifjast einnig upp fyrri ummæli margra núverandi þingmanna. Manna sem eru í framboði núna og eru í efstu sætum þess flokks sem hefur leitt efnahagsstjórn þessa lands undanfarna tvo áratugi.
Í þessu sambandi má benda á ummæli Obama hjá Jay Leno um lög og lagasetningu. Það virðist vera sammerkt með repúblikönum BNA og Íslands þeir voru mjög uppteknir við að setja lög um ýmis mál snertu hátterni hins almenna borgara, en um leið slepptu þeir lausum peningavillidýrum á almenning auk þess að hvetja þá til dáða og hrósa þeim fyrir dugnað.
Og enn einu sinni rifjast upp mörg ummæla nokkurra núverandi þingmanna þar sem þeir hrósuðu sjálfum sér og peningamönnunum fyrir þær lystisemdir sem þeir sköpuðu. Þessir þingmenn eru í efstu sætum í framboði eins flokks.
Í sjálfu sér er ekki hægt að draga nema eina niðurstöðu af þessu, þessir þingmenn eru fullkomlega óhæfir til þeirra starfa sem þeir hafa sinnt. Þeir hafa greinilega ekki minnsta vit á efnahagsmálum, þaðan af síður efnahags- og peningastjórn og allra síst á regluverki og þeirri eftirlitsskyldu sem þeir voru kjörnir til. Það var ríkið sem brást almenning, ekki fólkið stjórnvöldum, eins og þessir þingmann hafa haldið fram. Í þessu sambandi má benda á ummæli formanns flokksins þegar skýrslan var borinn undir hann. "Stefna flokksins var rétt" !!??
Að framansögðu ég ætla enn einu sinni að spá því að það Alþingi sem verður sett eftir kosningar verður ekki að störfum heilt kjörtímabil.
4 ummæli:
Ég er algjörlega sammála þér, en það er samt alveg furðulegt að u.þ.b. 40% þjóðarinnar ætlar að verðlauna þessa flokka í næstu kosningum. Ég spái oft í það hvers vegna fólk gerir þetta. Ég kaus einu sinni Sjálfstæðisflokkinn, en svo fannst mér hann vera að færast í einhverja einkennilega átt, átt til ég um mig frá mér til mín og skíttt með alla hina, hugmyndafræði, sem ég gat ekki sætt mig við. Þetta var um það leiti sem Davíð tók við stjórn flokksins, síðan hef ég horft með undrun á það hvernig fólk eins og heilaþvegið kýs þennan flokk aftur og aftur alveg sama hvað hann gerir.
Gæsilegur pistill, og ég furða mig á því á hverjum degi hvers vegna fólk hyggist ganga í kjörklefana og verðlauna menn fyrir vanhæfni...
Ef þetta verður rauninn þá er nokkuð víst að við munum ekki sjá miklar breytingar til batnaðar í framtíðinni...
Pössum okkur líka á að persónugera ekki vandann, þó svo að það hafi verið fólk sem klikkaði en ekki stefna. ALLS EKKI persónugera vandann!!
Nú er kominn valkostur fyrir þá sem vilja lýðræði og réttlæti í þessu volaða landi okkar. www.XO.is
Skrifa ummæli