Nokkur fyrirtæki hafa á þessu ári séð sér fært að lagfæra laun starfsmanna sinna á þessu ári og gert kjarasamninga þar um. Forsendur almennu kjarasamninganna voru brostnar og SA tilkynnti að annað hvort yrði samningunum sagt upp eða teknar upp viðræður um að breyta atriðum í samningnum. Stéttarfélög um land allt héldu um þetta fundi og yfirgnæfandi hluti þeirra eða 85% sögðust vilja hefja viðræður og sjá til hvað úr þeim kæmi áður en samningum yrði sagt upp.
Sumir hafa þar á meðal nokkrir fréttamenn og spjallþátta stjórnendur, svo einkennilegt sem það nú er, túlkað þetta á þann veg að ASÍ hafi einhliða ákvarðað að fella niður eða fresta umsömdum launahækkunum Ekkert er fjarri lagi, samningurinn var brostinn og SA fór fram viðræður um hvort hægt væri að bjarga honum. Hverjum í veröldinni dettur það í hug að launþegasamtök segi nei takk við umsömdum launahækkunum?
En það eru nokkur fyrirtæki eiga ekki við mikinn rekstrarvanda að etja og hafa t.d. rafiðnaðarmenn gert nokkra þannig samninga að undanförnu þar sem launahækkun var framkvæmd, en reyndar með mismundnai hætti. En önnur fyrirtæki hafa ekki treyst sér til þess og jafnvel orðið að fara fram á við starfsmenn sína að þeir launahæstu lækki laun sín og eða minnki yfirvinnu og bónusa. Nokkur fyrirtæka hafa farið út í að taka upp fjögurra daga vinnuviku. Allt hefur þetta miðast viðað verja atvinnustigið og gert í samvinnu við launamenn og viðkomandi stéttarfélög.
En svo kemur fram á sjónarsviðið fyrirtækið HB Grandi. Það fyrirtæki er í hópi þeirra fyrirtækja sem hafa farið fram á að fresta endurskoðun kjarasamninga fram á vorið og tekið upp viðræður við launaþegahreyfinguna þar um. Í ljós er komið að Grandi er stöndugt fyrirtæki og ætlar sér að greiða arð til eigenda. Þetta er óásættanleg siðblinda. Það blasir við að þessi arður hefur orðið til m.a. vegna þess að launagreiðslur hafa ekki hækkað, þannig hefur myndast arður.
Í yfirlýsingu sem birtist í gær (15. mars) á heimasíðu HB Granda reyna stjórnarformaður og formaður félagsins að réttlæta þetta. Í yfirlýsingunni segir m.a.: „Félagið fagnar því að hafa undanfarna mánuði getað haldið uppi fullri vinnu í fiskiðjuverum félagsins í Reykjavík og á Akranesi, enda er efnahagslífinu mikilvægast að starfandi fyrirtækjum sé haldið í stöðugum rekstri.“
Þarna segja þeir félagar að fólkið eigi að vera þakklátt fyrir að þeir félaga tryggi atvinnu þeirra með hóflegum arðgreiðslum til sjálfra sín!! Þessu á almúginn ekki að mótmæla. Peningaöflin hafa undirtökunum í sjávarútveginum og hann situr eftir með miklar skuldir. Svo er komið að auðmennirnir telja að það séu þeir sem eigi að njóta arðsins, hagsmunir launamanna eiga að víkja svo hinir ríku geti viðhaldið auði sínum og áhrifum.
2 ummæli:
Og svo bíður maður eftir yfirlýsingu frá ASÍ en ekkert heyrist hvorki stuna né hósti .. ALÞÝÐUSAMBAND ÍSLANDS ... sem samdi fyrir hönd alþýðunnar um að alþýðan fengi enga launahækkun!
Yðar einlæg,
Beta
Gjörsamlega óskiljanleg siðblinda hjá stjórn Granda. Óskiljanlegt. Eru þessir menn með fulla meðvitund?
Jón G
Skrifa ummæli