Á undanförnum árum hafa þingmenn ásamt fjölmörgum þeirra þurfa að eiga samskipti við framkvæmdavaldið kvartað yfir þeirri óheillavænlegu þróun að ráðherrar og æðstu embættismenn virði Alþingi einskis. Alþingi virðist vera til þess eins að afgreiða ákvarðanir ráðherra. Nú má velta því fyrir sér hvort sé afleiðing eða orsök. Hafa ráðherrar og embættismenn gefist upp á því að eiga vitræna umræðu í Alþingi, eða hefur umræðan á Alþingi þróast á þennan veg sakir þess að þingmenn þekkja tilgangsleysi sitt?
Atburðir liðins árs hafa orðið til þess að flett hefur verið ofan af hverri ormagryfjunni á fætur annarri. Hér hefur ríkt klíkuskapur. Afgreiðslur stofnana og ráðherra einkennast af hyglun. Kerfið er spillt og snýst um að tryggja völd.
Áhyggjuefni dagsins er hvort verðbólga og gengisfall krónunnar undanfarið ár dugi til þess að ná jafnvægi. Í vaxandi mæli er því haldið fram að staðan í Evrópu sé þannig að ekkert annað en óðaverðbólga sem geti bjargað efnahagslífinu og enn frekara gengisfall þeirra gjaldmiðla sem nýttir eru í álfunni. Það yrði sannarlega niðurlægjandi eftir það sem á undan er gengið og endurspeglar í margræðni sinni þann tvískinnung sem við stöndum frammi fyrir. Raunveruleikafirring, efnishyggja og gróðafíkn.
Í síðustu kosningum áttu aldraðir skyndilega réttindi og Hólmsteinar þessa lands boðuðu á götuhornum ókeypis máltíðir í skólum og niðurgreidda barnapössun og skömmuðust út í að ekki var fyrir löngu búið byggja séríbúðir með fullri þjónustu fyrir hina 800 hundruð öldruðu Reykvíkinga sem eru búnir að vera á biðlista hjá fjármálaráðherrum allmörg síðustu kjörtímabil. Skyndilega kostaði Lunshin ekkert.
En daginn eftir kjördag gleymdust þessi nýji boðskapur og Frjálshyggjan tók til við að velja sér bestu bitana og hyglingin hélt áfram sem aldrei áður. Þvívar haldið að okkur að hér ríkti séríslenskt efnahagsundur skapað af Frjálshyggjunni.
Kosningar eru um margt eins og raunveruleikasjónvarp. Afþreying en lítið kemur fram. Keppendur opna kosningaskrifstofur og bjóða upp á kaffi og splæsa í auglýsingar. Síðast skelltu flokkar sér á flettiskilti við hlið annarra í sama bransa Bacherlorsins og Kapteins Ofurbrókar í Ástarfleyinu.
Hvað gerist nú? Fáum við sömu menn og óbreytta stefnu?
1 ummæli:
Já! Og verði okkur að góðu!
Það sýnir, að við eigum ekki
betra skilið.
Skrifa ummæli