mánudagur, 30. mars 2009

Kókflaskan í The gods must be crazy = Davíð

Við skoðun ræðum þings Sjálfstæðismanna kom í hug myndin "The gods must be crazy", sem er með þeim betri. Þar er skotið á þróun auðvalds og eignarbrjálæðis sem eyðileggur manninn. Tilvist kókflöskunnar í myndinni samsamar sig fullkomlega við ræðu og stöðu Davíðs.

Það lýsir svo vel veruleikafirringunni að ráðast á þá stjórnmálaflokka sem tóku við sviðinni jörð og 150 MIA fjárlaga gati Sjálfstæðisflokksins sem hann stóð ráðalaus yfir og vissi ekki hvernig ætti að takast á við vandan og sat í ráðaleysi sínu þar til hann var hrakinn burt með búsáhaldabyltingunni. En núna er flokkurinn tekinn við af það að fárast út að við blasi skattahækkanir og niðurskurður og það sem lýsir þinginu best engin úrræði, nákvæmlega engin bara halda áfram og hjakka í sama farinu.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Einu sinni vann hjá Ríkissjónvarpinu maður að nafni Gísli Marteinn Baldursson. Nokkrum sinnum tók hann skemmtileg drottningarviðtöl við hinn geðprúða andlega leiðtoga Sjálfstæðismanna Davíð Oddsson.

Mér þykir vel við hæfi að RÚV endursýni öll þessi viðtöl á besta útsendingartíma, nú að loknum hinum frábæra landsfundi Flokksins.

Nafnlaus sagði...

örugg efnahagsstjórn er helsta velferðarmálið

Geir G sagði...

Eru það bara skattahækkanir ef hækka á skatta á ríkustu tíundina í þjóðfélaginu? þessi hópur var sá eini sem fékk lækkaða skatta ár sjálfstæðisflokksins meðan allir aðrir fengu auknar skattbyrðar. Þetta er þeirra fólk og auðvitað bregðast þeir við því.

Áslaug Friðriksdóttir sagði...

Í Sjálfstæðisflokknum er alls konar fólk úr öllum stöðum og geirum, fátækir og ríkir. Málið er að okkur finnst ekki rangt að þeir sem eru sniðugir, duglegir og framtakssamir uppskeri eftir því og það er okkar hugsjón.

Það að stunda ósiðferðileg viðskipti er ekki okkar lína.

Skattahækkanir eru ekki rétta úrræðið á þessum tímum - nú þarf að laga til skoða hvað er grunnþjónusta og hvað má missa sín og leggja áherslu á að fólk hafi tækifæri til að skapa hér ný störf og koma hugmyndum sínum í verk til hagsbóta fyrir okkur öll.

Nafnlaus sagði...

Það gleymdist bara ALVEG að segja okkur AFHVERJU það þarf að hækka skatta ! Þorgerður Katrín, koma svo!segja okkar hvers vegna!

Nafnlaus sagði...

"Málið er að okkur finnst ekki rangt að þeir sem eru sniðugir, duglegir og framtakssamir uppskeri eftir því og það er okkar hugsjón."
Áslaug,
Ég er ekkert lengur hissa á því að ykkur finnist ekkert athugavert við að fólk taki lán í banka, sturti peningunum síðan niður um klósettið og láti almenning síðan borga lánið.
Sumir eru nefnilega svo sniðugir, duglegir og framtakssamir á kostnað almennings.
Það finnst mér ekkert sniðugt:(
Kveðja Ásta B