miðvikudagur, 4. mars 2009

Framboð á getulausu fólki - með viðbót

Vafalaust muna flestir eftir ítrekuðum skýringum stjórnarþingmanna og ráðherra allt fram undir síðasta mánuð eða svo, að allur vandinn væri tilkominn vegna efnahagsþróunar erlendis. Þessir menn sendu öllum tónninn sem héldu því fram að vandinn væri að mestu heimatilbúinn og báru á þá margskonar sakir. Einnig hafa flestir þessara þingmanna staðið í því að eyðileggja allar tilraunir um endurskoðun á gjaldmiðli og inngöngu í ESB, sem var í raun forsenda fyrir því að sú stefnu sem þeir settu upp gætu gengið.

Með tilliti til þessa og stöðunnar í dag og þeirra upplýsinga sem eru að koma fram, þá er fróðlegt að lesa í dag ummæli þessara manna, og þá um leið að velta því fyrir sér hvort þeir eigi yfir höfuð erindi inn á Alþingi eða í fjármálastofnanir. Allavega er það ljóst að þessir menn hafa takmarkaða eða enga þekkingu og þaðan af skilning á efnahags- og peningamálum. En minna má á sumir þeirra eru að gefa kost á sér í prófkjörum þessa daga og flestir í efstu sæti!!?

Þetta kom upp í hugann við lestur á viðtali við Jónas Fr. Jónsson fyrrv. forstj. FME í Markaðnum í dag : „Stjórnmálamenn fóru að leita að sökudólgum til að beina athygli og óánægju frá sjálfum sér.“

„Munurinn á Íslandi og öðrum ríkjum er einfaldlega sá að við erum með gjaldmiðil sem ekki er alþjóðlega viðurkennd mynt og hvorki ríki né Seðlabanki höfðu styrk til að styðja við bakið á bönkunum.“

Þá var pólitísk stefna að styðja við vöxt og viðgang fjármálageirans. Þegar kerfið var rúmlega sjöföld landsframleiðsla var sett stefna á um Ísland sem alþjóðlega fjármálamiðstöð og í stefnuyfirlýsingu Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar varið 2007 er áréttað að hér stefni menn að því að tryggja að fjármálastarfsemi hér geti vaxið áfram.“

Í þessu sambandi má minna á ríkisstjórnir Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks lögðu grunnin að þessari stefnu. Þar má minna á margar hástefndar yfirlýsingar sömu þingmanna og þáverandi ráðherra.

„Menn hafa spurt af hverju bankarnir hafi staðist álagspróf FME í byrjun ágúst en fallið tveim mánuðum síðar. Skýringin er sú að álagsprófið snýr að styrk eiginfjár. Það er hins vegar ekki eiginfjárvandi sem felldi bankana heldur lausafjárvandi og fyrst og fremst í erlendri mynt.“

Með tilliti til framanritaðs og þeirrar niðurstöðu sem virðist stefna í eftir komandi kosningar, að næsta ríksistjórn verði skammlíf. Það er að koma upp úr höttunum á hverjum degi staðfestingar á því hversu víðsfjarri öllum veruleika íslensk stjórnvöld hafa verið undanfarin ár. Þrátt fyrir að her manns reyndi árangurslaust að koma vitinu fyrir þá.

Einnig spái ég því að þegar lokinu verður endanlega lyft af uppgjöri bankanna þá sérstaklega Landsbankanum, sem virðist vera gætt sérstaklega vel þessa dagana að eigi Búsáhaldafólkið eftir að streyma aftur út á göturnar.

Mjög gott dæmi um þessa fyrringuna er í nýjasta Hús og hýbýli. Á meðan ungt fólk tapar íbúðum sínum og öllu vegna þessara manna þá birtast menn skælbrosandi á forsíða í glansíbúð og í viðtali er svo reynt að snobba niður á við og réttlæta 100 millj. kr. íbúð með því að segja að það sé túpusjónvarp í eldhúsinu!! Eigum við að kjósa svona fólk aftur inn á þing?

Sigurður Kári hringdi í mig og fór yfir byggingarferil sinn og konu hans. Ég viðurkenni að ég tek hér full glannalega til orðaog biðst afsökunar á því. Þetta orðtak kom reyndar úr munni fundarmanns sem vinnur hjá ríkisstofnun og var sagt upp fyrir stuttu og vandaði ekki boðberum frjálshyggjunnar ekki kveðjurnar.

Hið rétta er að Sigurður og kona hans áttu sitthvora litla íbúð þegar þau taka saman sameina þeir í þessari og hún kostaði 47 millj. kr. Endurbætur vann hann sjálfur ásamt föður sínum.

Ég tek líka undir með Sigurði við getum rifist um skoðanir og framkvæmdir, en heimilin eiga að vera í friði.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Æ Guðmundur nú ertu að skjóta yfir markið þarna í restina.

Eitthvað segir mér að þið verkalýðsleiðtogarnir búið í dýrari fasteignum heldur en þessi þingmaður. Íbúð í gömlu hverfi í Vesturbænum kostar ekki 100 milljónir og þú sem verkalýðsleiðtogi átt að hafa smá tilfinningu fyrir fasteignaverði.

Unknown sagði...

Skoðaðu framboð framsóknar, þar eru flestir nýjir... spurning hvort framsókn sé eini flokkurinn sem skildi kröfuna um endurnýjun?

Nafnlaus sagði...

Það var bara þannig að all flestir voru í öðrum heimi, og ég held að allir sem höfðu aðstöðu og getu tóku þátt í þessum dansi. Og að fólk ætti hús uppá hundrað miljónir og það ungt fólk sýnir bara ruglið sem var í gangi. Enn það má segja um all flesta stjórnmálamenn okkar að þeir voru líka á þessu flippi og er ekki auðvelt að nefna neinn saklausan. Enn takið eftir að fólk um hópast í þessi prókjör og styðja þettað sama fólk aftur. Við ætlum aldrei að læra neitt og svo höfum við milka vantrú á öllu nýju fólki. Enn við þurfum nýtt og gott fólk, velmentað með opin huga. Og þá þarf að greiða þessu fólki góð laun, eða haldið þið að þessi Norski komi hingað fyrir ekki neitt? Við fáum það sem við borgum fyrir og það mætti fækka þingmönnum niður í 33. Enn þeir væru bara í tvö til þrjú kjörtímabil. Enda ætti fólk sem búið er að vera á þingi eftirsótt í ýmis störf. Kv Simmi