Staða sjávarútvegsins hefur verið ítrekað til umfjöllunar í fjölmiðlum undanfarið. Þar hefur komið fram mikið verðfall á fiski og mikla birgðasöfnum hér heima. Samfara þessu má einnig minna á opnun á vinnslustöðvun erlendis þangað sem fiskur er fluttur óunnin héðan.
Í kjölfar umfjöllunar fyrirhugaðrar arðgreiðslu Granda í gær hef ég fengið nokkur símtöl og eins pósta sem staðfesta það sem SA hélt fram við verkalýðsforystuna, þ.e.a.s. að fiskvinnslan væri í umtalsverðum vandræðum og réði ekki við aukningu launakostnaðar eins og staðan væri nú.
Á það hefur verið bent að eigendur Granda séu í vandræðum með fjármagn og að komast í bankaviðskipti erlendis. Leiðin úr því hafi verið sú að gera upp í Evrum og eignfæra kvótann upp á 4.000 kr. kg. Við það myndast þessi góða staða, sem verður forsenda sé að greiða út arð, sem er svo aftur nauðsyn þess að geta komist í stöðu til enn frekari skuldsetningar fyrirtækisins.
Vinnubrögð kvótamenningar hafa leitt til þess að gríðarlegt fjármagn hefur verið flutt úr starfsgeiranum með miklum arðgreiðslum á undanförnum árum fjármagnaðar með lántökum. Nákvæmlega sömu vinnubrögð og viðhöfð hafa verið í bönkunum, sem hafa svo leitt tilþess að sjávarútvegurinn er kominn að fótum fram. eins og svo ítarlega hefur verið rakið í umræðunni í vetur. Það er að þjóðin eigi allan kvótann. Svo eru þessir sömu menn að hrópa um að ekki megi ganga í ESB og því þá sé verið að framselja kvótann til erlendra aðila!!
3 ummæli:
Ránið er enn í fullum gangi.
Hlægilegt að ætla einhverjum búra ofan af Skaga að rannsaka þetta. Alveg var það eftir Birni Bjarnasyni.
Má eg þá heldur biðja um Evu Joly og ráð Borgarahreyfingarinnar:
"Trúverðug rannsókn á íslenska efnahagshruninu fari af stað undir stjórn óháðra erlendra sérfræðinga og fari fram fyrir opnum tjöldum. Frysta skal eignir grunaðra auðmanna STRAX meðan á rannsókn stendur."
Rómverji
Þettað með verð á kvótanum er nú aðalástæðan fyrir að LÍÚ vildi aukin kvóta fyrir áramót.Leiksýninginn heldur nú áfram hjá þessum gaurum. Þessar launalækkanir verða mörg ár að koma til baka og kosta mikla baráttu. Enn launalækkanir hafa verið mest á fólk með tekjur frá 300-700þúsund á mánuði. Þessar aðgerðir munu bara auka á flótta fólks erlendis og mest verður það mentafólk sem fer eða einsog þú sagðir í daginn kemur ekki heim. Það verður okkur langdýrast. Kveðja Simmi
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins fengu á dögum síðustu ríkisstjórnar, samþykkta á Alþingi lækkun á veiðigjaldi fyrir aflaheimildir sem útgerðir greiða árlega í ríkissjóð. Ekkert veiðigjald hefur verið innheimt vegna þorskveiðiheimilda síðustu tvö fiskveiðiár og gjald vegna annarra tegunda var lækkað um helming. Þannig hafi ríkið eftir 600 milljónir króna, veiðigjaldið lækkaði úr rúmum milljarði króna í 440 milljónir. Ávinningur HB Granda af lækkun veiðigjaldsins er um 60 milljónir króna.
Við skulum líka muna að tekjuskattur af hagnaði fyrirtækja hefur verið lækkaður úr 18% í 15%.
Arnar
Skrifa ummæli