mánudagur, 23. mars 2009

Ertu áhættufíkill?

Ég hef áður fjallað um rafmagnsslys og afleiðingar þeirra hér. Nokkrir eru að auglýsa á Barnalandi að þeir taki að sér raflagnir, menn sem ekki hafa réttindi. Það er dauðans alvara að selja sig út sem fagmann í raflögnum án þess að hafa til þess réttindi, reyndar ekki síður sá sem kaupir þannig þjónustu. Enn alvarlegra því flestum er ljóst hversu ljónhættulegt rafmagns getur verið.

Í dag féll dómur yfir manni sem hafði lánað 18 ára einstakling vélssleða sinn án þess að láta hann fá hjálm. Þessi einstaklingur féll af sleðanum og fékk alvarlegt höfuðhögg. Sá sem átti sleðann var dæmdur til að greiða 8 millj. kr. í skaðbætur með vöxtum, vegna þess að honum átti að vera vel ljóst hvað gæti gerst.

Rafstraumur sem kemst inn fyrir húð fólks veldur skaða í lifandi vefjum fari hann yfir ákveðið magn og getur vitanlega verið banvænn. Það þarf sáralítinn straum til þess að valda skaða, einungis straum umfam 200 milliamper í 200 millisek. veldur alvarlegu innra tjóni. Þeir sem meðhöndla rafmagnsslys þurfa að hafa það í huga að skemmdir sjást oft ekki og koma ekki strax fram. Þar má benda á innri bruna, hjartatruflanir, skemmdir í vöðvum og nýrum.

Áhrif rafstraums á taugarkefið getur verið meðvitundarskerðing, lömun og öndunartruflunun sem valda svo súrefniskerðingu og sköddum á heila og öðrum líkamshlutum. Algeng afleiðing eru minnistruflanir.

Straumur í gegnum brjóstkassa getur framkallað samdrátt í öndunarvöðvum og hamlað eða jafnvel stöðvað öndun.

Straumur í gegnum öndurstjórnun í heila geta einnig stöðvað öndun.

Straumur í gegnum hálslagæðar geta truflað blóðþrýsting.

Straumur í gegnum hjarta getur truflað gang þess og valdið hjartsláttartruflunum.

Straumur í gegnum auga getur valdið því að það hvítni

Straumur í gegnum liði getur skemmt þá.

Straumur veldur innri bruna í vöðvum og beinum. Í beinum er viðnám mest og hiti veldur beinhimnuskemmdum og beindrepi.

Straumur veldur vöðvaniðurbrotseinkennum og eggjahvítu efni geta stíflað nýrun og valdið nýrnabilun. Nauðsynlegt er að drekka mikinn vökva til þess að hjálpa nýrunum við hreinsun líkamans. Þetta kemur fram í brúnu þvagi. Svipuð einkenni geta myndast við að taka þátt í maraþoni.

Það er mjög alvarlegt ef einhver setur upp raflögn án þess að hafa til þess fullkomna þekkingu. Sá sem ræður þannig einstakling til þess að setja upp raflögn umhverfis sína fjölskyldu tekur áhættu með sjálfan sig og ekki síður sína nánustu.

Ertu áhættufíkill, spennufíkill? Kannski rafspennufíkill?

Tekur þú byssu, miðar út um gluggann, lokar augunum og hleypir af? Ber sá sem þvælist í veg fyrir kúluna ábyrgðina?

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Auðvitað er hagstæðast að ráða ódýrasta vinnuaflið til að sjá um einfalda rafmagnsvinnu. Hvers konar rugl er þetta í þér Guðmundur? Þú lætur eins og rafvirkjavinna sé einhver geimvísindi. Nei, öðru nær. 90% af þeirri vinnu sem rafvirkjar ynna af hendi er afar einföld og óþarfi að vera að borga þrefalt verð fyrir að fá "menntaðan" rafvirkja í stað handlagins manns. Ein öldruð frænka mín fékk t.d. alltaf rafvirkja til að skipta um ljósaperur hjá sér. Borgaði honum 10 þúsund krónur fyrir í hvert sinn (!!!). Nú kem ég reglulega til hennar og skipti um perur ókeypis. Ætlar þú að halda því fram að ég sé að stela vinnu frá rafvirkum?

Einar B

Nafnlaus sagði...

Ég er löggildur rafverktaki og svokallaður rafveituvirki. Ég vann hjá Orkubúi og var eini rafmagnslærði maðurinn sem fór á vettvang. Ég var álitinn fífl vegna varkárni. Svo fór að ég nennti ekki að hlusta á háðsglósur og hætti. Að mínu matu er svokölluð rafveituvirkjun ekki iðngrein heldur skírteini handa verkamönnum sem hafa grafið ákveða lengd af skurði. Öll rafmagnsslys í orkugeiranum eru handvömm ófaglærðra manna. En þar sem orkufyrirtækin eru í eigu opinberra aðila eru þau ekki sett undir lög. Við rafmagnsslysarannsóknir, eins og aðrar slysarannsóknir, er niðurstaðan alltaf nógu sennileg lygi til að hægt sé að trúa henni. Ein lygin sem Landsnet komst upp með var þegar hálfu landinu sló út þegar spennusett var án þess að taka jarðbindingu af línunni. Dæmi: Jarðbinding í spennirsstaur fór í sundur niður við jörð því var reddað með startkapli, unglingur var sendur til að fjarlægja starkapalinn um leið og hannn losaði kapalinn var hann sjálfur orðinn leiðari fyrir 11000v spennu. RARIK þótti þetta ákaflega leiðinlegt. Ég fór aldrei upp í háspennustaur nema hafa SJÁLFUR slegið línuni út læst rofanum og jarðbundið hana. Þetta þóti ólíðandi fíflaskapur sem vonlegt er. Ég neitaði að vinna í spennuhafa rofaskápum nema hafa mann fyrir aftan mig sem sagði upphátt eftir mér hvað ég ætlaði að gera, svona vinna bjálfar. Kunningi minn, verkamaður, var sendur upp í mastur með 70000 volta spennu. Honum var sagt að línan væri spennulaus, þegar hann átti eftir 30 cm í línuna skaust ljósbogi í hann. RARIK þótti þetta ákaflega leiðinlegt. Ég kom í gamalt hús sem var með 220v kerfi á milli fasa. Einhver snillingur hafði skipt um aðaltöflu og sett bera "núllskinnu" heldur en ekki flott. Ég mældi spennuna á milli "núllskinnunar" og jarðskinnunar, hún var 127v, varið á bak við "núllskinnunnar" var 63A.

Þetta var í þá daga áður en rafmagnseftirlit var lagt niður. Rafmagnseftirlit var gott hjá RR hér áður sem sinnt var af fjórum til fimm mönnum sem skoðuðu allar nýlagnir. Nú er það í höndum á fimmtíu skrifborðsföntum sem innheimta pening fyrir Finn Ingólfsson. Ef að nefndir skrifborðsfantar koma að spennuhafa vírum sem standa berir út úr dós er það alls ekki hættulegt, spurningin er hvaða reglugerð brýtur þetta í bága við. Á meðan það er athugað geta 12 manns látist af völdum víranna.

Guðmundur sagði...

Sæll Einar
Stundum eru aths. einkennilegar rakalausar fullyrðingar. Menn gefa sér rök og setja síðan fram fullyrðingar byggðar á þeim.
Það að skipta um perur hefur aldrei fallið undir löggillt svið iðngreinar, frekar en t.d. að skipta um dekk undir bíl falli undir löggilt starfssvið bifvélavirkja.
Frágangur raflagnar og þess varnarbúnaðar sem hann krefst er grafalvarlegt mál.