mánudagur, 2. mars 2009

Evrópuumræðan

Á undanförnum misserum hafa íslenskt fyrirtæki, þá sérstaklega sprotafyrirtæki, bent á að það sé nánast útilokað að byggja upp fyrirtæki á Íslandi í því umhverfi krónunnar. Hinar gríðarlegu sveiflur og óstöðugleiki geri allar áætlanagerð óframkvæmanlega. Umsókn að Evrópusambandinu er stórt skref í á að tryggja íslensku hagkerfi stöðugleika.

Margir áttu von á því eftir þær ófarir, sem við erum að ganga í gegnum, myndi fara fram markviss umræða um hvers konar efnahagsuppbyggingu menn sæju fyrir sér. Það yrði greint hvað leiddi okkur í þá stöðu sem við erum í. Auk þess að kannað yrði hvers konar samningur það væri sem okkur stæði til boða.

Það hefur komið fram að við hefðum ekki farið svona illa út úr niðursveiflunni og hún hefði ekki orðið eins djúp og raun bar vitni ef gerðar hefðu verið réttar ráðstafanir í framhaldi af EES samningum. Ef hægt hefði verið að nota þann gjaldmiðil sem við hefðum verið með í erlendum samskiptum.

Það hafa verið tekin rétt framfaraskref á undanförnum áratugum, en það væri skelfilegt ef sú staða skapaðist haldið yrði aftur til fortíðar, einungis sakir þess að ekki gæti farið fram rökræn umræða um stöðuna og hvert beri að stefna. Greinaflokkurinn sem birtur var í Morgunblaðinu er besta innlegg í þessa umræðu sem fram hefur komið.

Uppbygging sprotafyrirtæka af heppilegri stærð er það sem við eigum að skoða. Við höfum sýnt mikla færni á því sviði, öflugt og sveigjanlegt vinnuafl og eigum verðmæt sprotafyrirtæki, sem geta gert stóra hluti ef þeim verður búið eðlilegt umhverfi. Það hefur komið fram að þessi fyrirtæki sjá ekki sína framtíð hér í óbreyttu efnahagsumhverfi og óbreyttum gjaldmiði. Þau hafa einnig bent á að þau gætu flutt heim nokkur hundruð atvinnutækifæri sem búið er að flytja erlendis.

Það liggur fyrir að verðbólga í nágrannalöndum okkar er umtalsvert lægri en hér og sveiflur eru margfalt minni. Það leiðir til þess að vextir þar eru margfalt lægri og ekki þörf á verðtryggingu eða greiðsludreifingu á vaxtagreiðslum. Verðlag lægra og stöðugra. Vextir á húsnæðislánum og langtímalánum á bilinu frá 2.4% - 5%.

Á þessum forsendum skilur maður ekki hvers vegna umræða um þessi mál fer ætíð út um víðan völl í upphrópunum með endurteknum marklausum klisjum. Eins og t.d. valdaafsali og fleiru. En eins og staðan er núna þá stefnir enn eina ferðina í að íslendingar ætli sér að láta tiltölulega fámennan hóp stjórnmálamanna með uppsoðnum tuggum sem nýttar hafa verið áratugum saman fara í gegnum komandi kosningar og búa okkur nákvæmlega sömu stöðu og þeir hafa búið okkur að undanförnu.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Enda er Samfylkingin hætt að tala um ESB. Það má alltaf treysta því að flokkurinn fylgi fyrst og fremst hentistefnu.

Ætlar flokkurinn að gera ESB aðild að skilyrði fyrir setu í næstu ríkisstjórn.

Trúir einhver því? Trúir Guðmundur því?

Nafnlaus sagði...

Mælt þú manna heilastur.

Það þarf að koma vel og vandlega á framfæri að upphrópanir (aðallega) úr Háaleitisbraut 1 séu meira og mina ósannar !

öddi

Nafnlaus sagði...

Þarfur pistill eins og oft áður.

Afturhaldsseggir spila á ótta fólks við það sem það þekkir ekki. Til þess eru notaðir frasar um fullveldisafsal með fleiru.

Með þessari aðferðafræði var bjórnum, veikustu áfengistegundinni haldið frá þjóðinni í marga áratugi.

Reynt var að koma í veg fyrir hægri umferð á sínum tíma með svipuðum hætti.

Hvalfjarðargöng og Borgarfjarðarbrú koma upp í kollinn líka.

Varað var við almennu ölæði, stórslysum og blóðbaði. Þetta fékk heilmiklar undirtektir og munaði hársbreidd að hægt væri að koma þessum þjóðþrifamálum á laggirnar.

Sverrir

Unknown sagði...

Já það er allt of mikið röfl um Evrópusambandið í dag. Ef fólk ætlar að reyna að meta hvað eigi að gera verður að líta fram hjá einhverji kaffihúsaumræðu og ákveða sig eftir kalt mat á nokkrum meginatriðum sem skipta máli s.s. gjaldmiðilsmálum og nokkur önnur atriði.

Endalaust röfl um að Evrópusambandið sé að hrynja eða að ESB vilji ræna okkar auðlindum er bara vitleysa og hjálpar ekkert til í. Spurðu Frakka hvort hans land sé sjálfstætt og hann mun hlægja að þér.

Svo er líka vert að muna að ESB er ekki manneskja heldur samningur. Samningurinn er flókkinn en eitt aðalatriðið er að evrópsk lýðræði eiga rétt á að vera með. Það er eina ástæðan fyrir því að ESB vill fá Ísland inn. Þ.e. vegna þess að samningurinn sem hefur ekki tilfinningar eða skoðanir heldur stendur einfaldlega að Ísland á inngöngurétt. Þess vegna er það bara vitleysa að ESB vilji innlima Ísland til að taka auðlindir eða eitthvað slíkt enda er þetta bara samningur og ekkert annað.

Nafnlaus sagði...

Er alveg fullreynt að skapa svipuð vaxtaskilyrði hér heima og í Evrópu? Hvað þyrfti að gera til þess?

Unknown sagði...

Vastaskilirði eru tengdir myntinni. Því er aldrei hægt að skapa jafn góð skilyrði í krónunni og evrunni.