fimmtudagur, 12. mars 2009

Bröndurum Hannesar haldið til haga

Fyrir nokkru var fjallað um framsetningu Hannesar Hólmsteins einn helsta höfund Íslenska efnahagsundursins um orsök hruns Íslenska fjármálakerfisins.

Nafni minn ritstjóri (þetta er rangt, en á að vera) Starfsmaður Eyjunnar sér ástæðu til þess að endurbirta þennan aulabrandara Hannesar, þar sem hann gerir örvæntingarfulla tilraun til þess að koma sök af Frjálshyggjuafglöpunum sem stjórnendur Seðlabankans og ríkisstjórnarinna leiddu yfir Ísland

Brandari Hannesar sem Guðmundur vill halda til haga : „Ég leiddi þar rök að því, að bankahrunið íslenska hefði ekki síst orðið vegna kerfisgalla í samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, en Gordon Brown, forsætisráðherra Breta, hefði bætt gráu ofan á svart með því að setja íslenska banka og yfirvöld á lista um hryðjuverkasamtök, og eftir það hefði okkur ekki verið viðreisnar von.“

Fram hefur komið hjá helstu sérfræðingum að það var kerfisgalli í framkvæmd stjórnar Seðlabankans sem var helsta ástæða þess að hrunið varð eins alvarlegt að raun ber vitni og það var það umhverfi sem stjórnendur íslenkrar efnahags- og peningastefnu sem skóp rétta umgjörð.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta er nú meira bullið nafni.

Ég á engan þátt í því að Eyjan birtir í dag tilvísun á blogg Hannesar H. Gissurarsonar þar sem hann útskýrir skoðanir sínar á bankahruninu. Aftur á móti líst mér ljómandi vel á að það sé gert. Kannski eigum við eftir að gera þeim skoðunum enn betri skil. Það er grundvallarstefna Eyjunnar meðan ég ræð ferðinni að birta ólík sjónarmið. Við Hannes erum ekki sammála um þessi mál, eins og þeir sem fylgst hafa með mínum skrifum vita, en það skiptir að sjálfsögðu engu máli. Eyjan er ekki trúboð, heldur miðlar hún fréttum og margvíslegum viðhorfum.

Það er leitt ef skilja ber skrif þín þannig að hér eigi að útiloka einhverja menn eða skoðanir; að það sé hneykslanlegt eða hlægilegt að vekja athygli á sumum skoðunum. Vonandi er ekki svo.

Á Eyjunni starfa fleiri en ritstjórinn, sem er í hlutastarfi eins og allir á Eyjunni. Ég ritskoða að jafnaði ekki þá tengla sem blaðamenn hér kjósa að setja þegar ég er fjarverandi, heldur treysti mínu fólki.

Með góðri kveðju,

Guðmundur sagði...

Nei það er ekki svo. Vitanlega eiga allar skoðanir rétt á sér.

Það var fjallað um þessa nálgun prófessorsins ítarlega fyrir nokkrum dögum.

Svo það vakti athygli mína að þetta var sett fram aftur og gat ekki skilið það örðuvísi en svo að ritstjórinn væri að gera grín að prófessornum.

En það er greinilega einhver annar að því.

Nafnlaus sagði...

Hannes er bara að gera það sem menn í hans stöðu gera. Sögufalsa sögufalsa og svo aðeins meiri sögufölsun. Enda mikilvægt fyrir umræðuna seinna meir að skiptar skoðanir hafi verið bla bla bla.

Hér er ein góð

http://pressan.is/Gulapressan/Mynd/endurunnid_ihald

Traustur flokkur sem hægt er að treysta fyrir efnahagnum.

Nafnlaus sagði...

já, Núna getur Hannes útbúið nýja útgáfu af þessari auglýsingu fyrir SUS. Fróðlegt væri að sjá hana. hehe

http://www.youtube.com/watch?v=EH6frVDFFAQ

balinn sagði...

Thu getur vaentanlega utskyrt i stuttu mali hvada kerfisgalla i Sedlabankanum thetta er, eda er thad ekki?