fimmtudagur, 5. mars 2009

Lækkun stýrivaxta

Seðlabanki Danmerkur lækkaði stýrivexti sína í dag um 0,75% niður í 2,25% í kjölfar ákvörðunar Seðlabanka Evrópu um að lækka stýrivexti í 1,5%. Danir eru ekki aðilar að myntbandalagi Evrópu en danska krónan er tengd við evruna. Englandsbanki lækkaði einnig stýrivexti sína í dag, í 0,5%. Næsti vaxtaákvörðunardagur Seðlabanka Íslands er 19. mars nk.

Lesendur Eyjunnar vita væntanlega að stýrivextir eru í dag 18% á Íslandi. Það eru þeir þó svo eldsneyti verðbólgunnar er þrotið og við búum við gjaldeyrishöft með kverkatökum á atvinnulífinu og heimilunum. Íslensk stjórnvöld stefna fram nákvæmlega sama veg og Finnar fóru, en þeir hafa aftur á móti hamast við að vara okkur við að fara sömu leið og þeir fóru. Það leiddi yfir Finna mikið óþarfa atvinnuleysi, og þeir eru enn að greiða upp þann óþarfa fórnarkostnað. Atvinnuleysi vex hratt hér og stefnir í himinhæðir ef ekki verður sveigt strax af þessari braut. Við verðum að setja okkur markmið strax. Lækka stýrivexti um að minnsta kosti um 12%.

Telja íslenskir stjórnmálamenn reynsluna af krónunni virkilega svo góða, að halda eigi áfram að búa við hana? Þeim takist í næstu tilraun, þeir þurfi einungis að vanda sig dáldið betur. Ég hef ekki trú á því, enda eru margir íslendingar búnir að fá sig fullsadda á þeim rússíbanaferðum sem íslensk stjórnbjóða okkur reglulega í með krónunni. Þegar þeir eru blóðsúthellingalaust að leiðrétta of háa kjarasamninga verkalýðshreyfingarinnar. Með upptöku Evru þá hefðum við mynt sem dugar í viðskiptum og við myndum eyða óvissu og skapa það traust sem við þurfum svo sannarlega á að halda.

Við þurfum að auka hagvöxt, það gerum við það ekki með sjálfsþurftarbúskap, við þurfum öflug sprotafyrirtæki. Þeim þarf að búa öfluga rannsóknaraðstöðu. Íslandi er algjörlega nauðsynlegt að ná umtalsverðum efnahagsbata til þess að komast upp af þeim botni sem við sitjum og til þess að greiða upp skuldir okkar. Það verður einungis gert með öflugri uppbyggingu fyrirtækja og laða hingað ný fyrirtæki.

Það liggur fyrir að með áframhaldi krónunnar munu stór íslensk fyrirtæki verða að flytja höfuðstöðvar sínar héðan. Við erum búin að glata öllu trausti, og það mun taka okkur langan tíma að byggja það upp á ný. Ef við náum ekki samkomulagi við þá sem við skuldum mun niðursveiflan dragast enn frekar á langinn.

Ætla stjórnmálamenn í stríð við Bretland, Holland og Norðurlöndin? Þeir verða einfaldlega að viðurkenna að allur málflutningur íslenskra stjórnvalda seinni hluta síðasta árs var rangur og biðjast afsökunar á því. Þessi málflutningur hefur skaðað okkur og valdið óþarfa óvissu hér á landi.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Formúlan í hagfræðinni er:

i = r + π + σ

i = vextir
r = grunnvextir (lágmarksleiga fyrir peninga)
π = verðbólga
σ = áhætta

Hvað snertir stýrivexti er áhættuþátturinn nánast núll, grunnvextirnir ca 2%, restin er verðbólga. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn mun því ekki mæla með lægri vöxtum en sem nemur 2% plús verðbólga. Vextir munu því ekki lækka fyrr en verðbólgustigið lækkar.

Nafnlaus sagði...

Nafnlaus 1: Ég held að landið hafi gert nóg af því að fylgja hagfræðiformúlum í blindni...
Ég trúi því ekki að þetta séu fastar þegar i > 10, hvað þá 15.

Má ekki gera því skóna að hluti verðbólgunnar stafi af gríðarháum vaxtakostnaði, þar sem hver einasti lántakandi í rekstri þarf að velta honum út í verðlagið?

En ef þetta er rétt, er þá gert ráð fyrir 1.5% verðhjöðnum í Bretlandi?

Nafnlaus sagði...

Þeir hafa greinilega sannfært fjármálaráðherrann núverandi, að svona skuli þetta vera. Formúlan þeas.

Nafnlaus sagði...

Þeir hafa greinilega sannfært núverandi fjármálaráðherra um að svona verði þetta.