þriðjudagur, 10. mars 2009

Ómálefnaleg froða

Sá stjórnmálaflokkur sem hefur verið í stjórnarforystu síðustu áratugi og er höfundur þeirrar efnahagsstefnu sem fylgt hefur verið, fer nú hamförum í þinginu og gagnrýnir ákaft þá stöðu sem hann sjálfur skapaði. Vinnubrögðin sem flokkurinn hefur tekið upp undanfarið er sú ómerkilegasta sem maður hefur séð á Alþingi.

Í gær og í nótt héldu þeir uppi málþófi til þess að koma í veg fyrir að hægt væri að koma í gegn lögum til þess að koma því fólki til hjálpar, sem þeir hafa sjálfir leitt fram á brún gjaldþrots.

Málefnaleg staða Sjálfstæðisflokksins er sorgleg. Ef rifjuð eru upp öll þau rök sem þeir hafa borið fyrir sig og málatilbúnaður um efnahags- og peningamál síðasta kjörtímabil og í síðustu kosningabaráttu, stendur ekki steinn yfir steini. Ómálefnaleg og lágkúruleg froða.

Einnig má minna á málflutning þeirra þegar Eftirlaunafrumvarpið hefur borið á góma. Alla þá annmarka sem Sjálfstæðismenn stilltu upp og áttu að gera það óframkvæmanlegt og jafnvel ólöglegt að fella frumvarpið niður. Í því sambandi má minna á þær sendingar sem þingmenn þeirra hafa sent okkur sem hafa staðið fyrir gagnrýni á frumvarpið. Þar hafa forsvarsmenn ASÍ sem allan tíman hafa staðið þar fremstir (Hávaðamaskína ASÍ eins og þingmenn hafa kallað það).

ASÍ benti á það þegar frumvarpið var lagt fram að það hefði ekki verið kostnaðarmetið, eins og lög gera ráð fyrir. ASÍ benti á að það myndi auka kostnað amk. 500 millj. kr. á ári. Sjálfstæðismenn héldu því fram að það kostaði ekkert og það myndi jafnvel hljótast kostnaður af því.

Það er ASÍ sem skuldlaust á allan heiður af hafa afhjúpað þetta ógeðfellda frumvarp.

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mega Sjálfstæðismenn ekki ræða þau mál sem eru til umræðu á þinginu hverju sinni?
Eiga þeir bara að vera eins og þægir hundar og samþykkja umræðulaust öll þau mál sem stjórnin leggur fram?

Og eru Sjálfstæðismenn bara ekki að viðhafa sömu vinnubrögð í stjórnarandstöðu eins og "þínir" menn gerðu þegar þeir voru stjórnaradnstöðu þegar þeir héldu uppi málþófi til að tefja fyrir þjóðþrifamálum.

Svo veit ég ekki hversu mikið þetta frumvarp sem þú vísar til hjálpi fólki mikið. Hvað með framtíðina fyrir þetta fólk? - þ.e. þegar það er komið á eftirlaunaaldur og búið að tæma lífeyirssparnað sinn.

Nafnlaus sagði...

"Það er ASÍ sem skuldlaust á allan heiður af hafa afhjúpa þetta ógeðfellda frumvarp."

Ekki vera gráðugur, Guðmundur. ASÍ á sannarlega heiður skilinn, en ekki "allan".

Rómverji hefur barist gegn þessu frá í desember 2003 - án þess að gera nokkurn tímann hlé. Valgerður Bjarnadóttir, Ögmundur Jónasson og fleiri einstaklingar hafa líka verið óþreytandi. Og Guðmundur Gunnarsson.

Rómverji

Nafnlaus sagði...

Guðmundur, þetta er það sem vinstri flokkar kalla "málefnalega umræðu" og sem að ISG kallar "samræðustjórnmál".

Það er bara greinilegt að það er ekki sama hvaða stjórnmálaafl viðhefur það sem kallað er "málefnaleg" umræða.

Vil benda þér á tilvitnun af vef Ungra Vinstri Grænna um það sem þú kallar "ómálefnalega froðu":

"Þar var sjónum beint frá mikilvægi þess að skoðanir minnihlutans eigi sem greiðastan aðgang að eyrum meirihlutans. Þess í stað var einblínt á málþóf. En málþóf - sem er afar sjaldgæft - er jafnframt mikilvægt aðhaldstæki minnihlutaflokka í þingstörfum víða um heim. Lýðræði snýst sem sé ekki eingöngu um að framkvæma vilja meirihlutans, heldur líka um að koma í veg fyrir að minnihlutinn sé kúgaður."

Nafnlaus sagði...

Ég hefði haldið að Sjálfstæðismenn ættu að hafa vit á því að þegja þegar verið er að taka til eftir þá. Það eru bara amlóðar sem gagnrýna hreingerningarliðið.

ÞÚB

Nafnlaus sagði...

Nafnlaus!
Þegar maður er í þeirri stöðu að maður hefur staðið fyrir LANGmesta klúðri í sögu Íslands og þótt víðar væri leitað þá er það einmitt það sem maður á að gera.
Vera eins og þægur hundur og láta sér gáfaðra fólk segja sér fyrir verkum því að maður veit greinilega EKKERT hvað er rétt í stöðunni.

Sjálfstæðisflokkurinn er hugmyndafræðilega gjaldþrota og þingmenn hans eiga að GRJÓTHALDA KJAFTI allir sem einn.
í marga mánuði hefur ekki liðið sá dagur að enn eitt klúðrið og fokkuppið hafi ekki komið í ljós.
Skammist til að þegja aularnir ykkar.

Nafnlaus sagði...

Sjálfstæðismenn voru bara sjálfumsér til skammar. Það bætir ekkert þeirra málstað að aðrir flokkar hafa kanski stundum hagað sér svipað, nú er staðan hér ekki í líkingu við sem hún er núna. Enn verst þykir mér hvað margir ætla að styðja þennan flokk. Enn svo er það annað mál hvað lítið hefur verið um frumvörp frá þingmönnum hafa náð framm hvort sem það hafa verið stjórnarþingmenn eða aðrir. Það sýnir hvað við erum með handónýtt fólk á þingi. Kveðja Simmi

Nafnlaus sagði...

guðmundur eg biðja þig um að vakna og ekki vera svona blindur þessi ríkisstjorn sem þú vildir hefur ekkert gert í þagu þjóðarinar vg sem hamast við að lama atvinnulifið og halda heilu sveitafelgum í gislingu rústar heilbrgiðskerfinu sem var slæmt fyrir. og svo er það hinn flokkurinn sem er svo kofinn að það veit enginn hvað skal gera þú ættir að skammast þín