miðvikudagur, 25. mars 2009

Um pólitískar nornaveiðar

Hallur Magnússon skrifar pistil um pólitískar hreinsanir hjá ASÍ. Ýmislegt er einkennilegt í fullyrðingum hans. Hallur er einn af betri bloggurum og leitt að hann skuli láta kosningahita rugla sig í ríminu

Vigdís var ráðinn sem starfsmaður ASÍ, já meir að segja þrátt fyrir þá vitneskju að hún væri í framkvæmdastjórn Framsóknar og sæti í stjórn OR. Vigdís var góður starfsmaður og var studd til frekara náms á meðan hún var í starfi hjá ASÍ. Hún kom að máli við framkv.stj. ASÍ fyrir skömmu og fór fram að losna úr starfi strax þar sem henni hefði verið boðið efsta sæti Framsóknar í Reykjavík sem væri talið þingsæti. Það var veitt umyrðalaust, utan þess að henni var tjáð að ASÍ hefði gjarnan viljað njóta krafta hennar áfram, henni var ekki sagt upp.

Um pólitískar ofsóknir eins og Hallur vill stilla þessu upp, þá er ástæða til þess að minna á að í efstu forystu ASÍ hefur t.d. verið vænn og góður drengur norðan úr Eyjafirði Björn Snæbjörnsson um allangt skeið. Björn er einn af helstu forystumönnum Framsóknar og búinn að vera lengi. Benda má á allmörg önnur dæmi um fólk úr hinum ýmsustu flokkum.

Sú var tíð að þingsæti fylgdi forsetastól ASÍ. En breytt viðhorf urðu til þess að þessu var hætt, sem betur fer. En það eru allmargir á listum stjórnmálaflokka, sem sinna stjórnar- og forystustörfum og starfa jafnframt fyrir verkalýðshreyfinguna. Línan hefur verið að menn hætti ef þeir séu á leið inn á þing, þar á ég við innan ASÍ. Annað virðist reyndar gilda um önnur heildarsamtök laumanna.

Og úr því ég er að fjalla um málflutning af ASÍ. Þá var ég við setninguna og hlustaði á fína ræðu Jóhönnu. Ég heyrði hana ekki tala um ofurgreiðslur innan ASÍ eins og RÚV heldur fram. Ég heyrði hana tala um ofurgreiðslur innan líferyissjóðakerfsins. Sama gerði reyndar Gylfi þegar hann fjallaði um mál lífeyrissjóða. Þar er sá munur að stéttarfélög innan ASÍ hafa mörg hver gagnrýnt ofurgreiðslur innan lífeyriskerfisins og fyrir ársfundinum liggur harkaleg gagnrýni þar um. En fréttastofa RÚV heyrir marga hluti öðru vísi en við hin.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vigdís er ekki í framkvæmdastjórn Framsóknarflokksins. Hún bað um launalaust leyfi en var sagt upp störfum, eins og hún segir sjálf frá.
Gylfi virðist ekki hafa gott minni þegar á reynir í þessu sambandi, né varðandi eigin framgöngu eins og Stefán Pálsson rifjar upp hér
http://kaninka.net/stefan/2009/03/25/sinnaskipti-gylfa/

Nafnlaus sagði...

Ja það fer eftir því hvað þú skilgreinir rúmlega miljón á mánuði. Ráðherralaun Ofurlaun? Allavega hátekjuskattslaun.

Guðmundur sagði...

Hún bað ekki um launalaust leyfi.

Uppsetning Stefáns er útúrsnúningur

Það er allavega klárt í mínum huga að það séu ofurlaun 30 millj. á ári + flottasta gerð af amerískum jeppa og gengur ekki eins og stjórnarmenn SA ákváðu að greiða framkvstj. VR sjóðsins.

Nafnlaus sagði...

Verða að birta þetta undir "naflaus" en vil ekki - Pétur Tyrfingsson

(geturðu ekki leiðrétt þetta rugl? það er tómst vesen að vera með athugasemdir)

Sú var tíð að þingsæti fylgdi forsetastól ASÍ. En breytt viðhorf urðu til þess að þessu var hætt, sem betur fer."

Nei, því er nú andskotans verr Guðmundur og það veistu. Þú átt ekki að láta undan þessum nútímaáróðri um "lýðræði" sem snýst allur um það að fólk sem kjörið er til trúnaðartarfa í alþýðsamtökum sé ekki gjaldgengt á þjóðþingum á meðan alls konar skríll kosinn og ráðinn á vegum gróðaaflanna getur boðið sig fram án þess að nokkur blaðasnápur setji um stjórnspekisvip.

Nafnlaus sagði...

Er ekki kominn tími til að fólk átti sig á því að það er óviðunandi að SA séu að ráðskast með hluta af samningsbundnum launum verkafólks með því að ráða helmingi af stjórnarmönnum lífeyrissjóðanna? Ekki gera samtökin kröfu um að eiga fulltrúa í stjórnum þeirra sjóða, sem reknir eru utan stéttarfélagakerfisins, þótt þeir greiði hluta launa fólksins þangað með nákvæmlega sama hætti og í stéttarfélagasjóðina?