fimmtudagur, 26. júní 2008

Alvörumenn

Sífellt fleiri fyrirtæki og samtök fyrirtækja gefa út yfirlýsingar um að sú peningastefna sem hér sé fylgt gangi ekki. Það sé einfaldlega ekki hægt að reka fyrirtækin í því umhverfi sem þeir er boðin. Undirbúningur aðildar að ESB og upptaka Evru verði ekki lengur skotið á frest.

Þá kemur hreint út sagt kostulega yfirlýsing frá forsætisráðherra utan úr heimi um að hann sé á móti Evru og ESB, hann vilji frekar skoða Dollarann. Allt annað en Evru. Er Geir að tala í alvöru, eða er hér maður sem þorir ekki að leggja í ákvarðanir fyrri formanns? Eins og staðan er nú þá virðist það eina sem vakir fyrir þessum mönnum sé að halda í fyrri stjórnarhætti og þá valdastöðu sem þeir hafa tekið sér í íslensku samfélagi. Hagsmunir almennings og fyrirtækja skipta þá minna máli.

Við erum Evrópsk og viljum ekki vera á lista hinna stríðsglöðu ríkja. Við viljum ekki fá einhverja BNA útfærlsu á okkar samfélagi. Þetta hefur komið fram í hverri könnuninni á fætur annarri.

Þeir vilja viðhalda þeirri stöðu að geta skákað sjálfum sér í mikilvæg stjórnarsæti og höndlað með eigur almennings. Þessa dagana blasa við afleiðingar stjórnahátta þessara manna. Er nema von að fylgið hrynji?

Við höfum búið við einkennilegar yfirlýsingar frá valdhöfnum okkar utan úr heimi undanfarin misseri. T.d. helsta efnahagsráðgjafa Seðlabankans og fyrrverandi ríkisstjórnar um hina séríslensku stefnu sem gangi svo vel, íslendingar séu að leggja undir sig heiminn og undirstaða þess sé að lækka skatta á hinum hærra launuðu. Það sé fjármagnað með því að auka álögur á þá sem minna mega sín. Reyndar hefur hann hljótt um sig þessa dagana, leiktjöldin eru fallin.

Undanfarið hafa borist hingað heim upplýsingar um að um heimsbyggðina fari valdamikill íslenskur forseti. Hann hafi unnið sér það til frægðar að finna upp heita vatnið. Þessi maður brá sér þó heim og hélt ræðu í Kópavoginum um helgina það sem hann hrósaði sjálfum sér og fyrrverandi forsætisráðherra fyrir að hafa fundið upp Þjóðarsáttina. En til þess að koma því í framkvæmd þá plötuðu þeir verkalýðsforystuna og samtök atvinnurekenda upp úr skónum til þess að koma henna í kring.

Þessir menn búa til sjónvarpseríur um eigin afreksverk og kaupa þær af sjálfum sér fyrir mikið almanna fé og taka ákvarðanir um það í ríkisstofnunum sem þeir sjálfir stjórna um að sýna þær á besta tíma og halda þessum heimatilbúna sannleika að almenning í von um að hann trúi því.

Æi - er ekki hægt að gefa þessu fólki frí, þeir hafa líka búið að koma hlutunum þannig fyrir að ríkissjóður er skuldbundinn til þess að greiða þeim ofureftirlaun um aldur og ævi ofan á ritlaun og önnur laun.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Menn eiga skilið það sem þeir kjósa yfir sig...
IG

Unknown sagði...

Það gengur flestum illa að skilja hvert forsætisráðherrann er að fara með raupi sínu um dollarann, enda dollarinn með veikustu myntum á markaði þessi misserin eftir 8 ár með gífurlegum fjárlagahalla og enn meiri viðskiptahalla.

Af FXStreet.com

In Iceland, we do not really know what hit us - following the 3.5 % weakening on Monday, we are now at stronger levels for the ISK than where we started the week. We can find no compelling reasons for neither the weakening nor the strengthening. Yesterday, PM Haarde said that he expeced the ISK to strengthen and that the USD may be the obvious alternative rather than the EUR, should Iceland decide to join a monetary union. We never knew that joining the USD was an option but thus enlightened, we are left to conclude that the ISK remains vulnerable until the authorities deliver on their promises.

Nafnlaus sagði...

Já þetta er vægast sagt athyglisvert.

Og síðan er utanríkisráðherra í miðausturlöndum til að koma á friði þar.

Er verið að eyða fé okkar í vitleysu?
Svar: Já!

Tek undir það sem IG segir hér fyrir ofan, menn eiga skilið það sem þeir kjósa yfir sig!!!

xF!

Kveðja
Einar Einarsson