sunnudagur, 15. júní 2008

Stakir frídagar

Ég setti fram fyrir nokkrum árum pælingar um hvort ekki sé ástæða til þess endurskoða frídaga á Íslandi og taka upp svipaða hætti að þekkjast í flestum nágrannaríkjum okkar. Það er að færa staka frídaga að helgum og eins að ef frídagar lenda inn á helgum komi í stað þess frídagur mánudag eftir helgi.

Setti upp pistil hér á síðunni 1. maí síðastliðinn, en þá féllu saman tveir frídagar, uppstigningardagur og 1. maí. Stakir frídagar í miðri viku eru fyrirtækjum mjög óhagkvæmir, lélegar mætingar, veikindi eða annað. Einnig óhagkvæmt að keyra framleiðslu niður í miðri viku og svo upp aftur í sömu vikunni.

Tillagan snérist um að fimmtudagsfrídagarnir sumardagurinn fyrsti og uppstigningardagur væru nýttir til þess að mynda langa helgi að sumri í kringum þjóðhátíðardaginn. Eins og t.d. nú þá er 17. júní á þriðjudegi þá væri innlagður frídagur tekinn út á mánudeginum 16. júní og fólk fengi 4 daga helgi.

Næsta ár er 17. júní á miðvikudegi þá væru innlagðir frídagar teknir út á fimmtudag 18. og föstudag 19. júní og þá væri 5 daga fríhelgi. Árið þar á eftir er 17. júní á fimmtudegi og þá er frídagur tekinn út á föstudegi. Þegar 17. júní lendir inn á helgi þá er frídagur tekinn út á mánudeginum.

Þetta kerfi gengur upp á 7 árum og þetta kostar atvinnulífið ekki aukafrídaga og launamönnum myndu nýtast þessir frídagar mun betur. En þetta er ekki framkvæmanlegt nema að þetta gangi yfir allan vinnumarkaðinn ásamt skólakerfinu.

2 ummæli:

Unknown sagði...

Já þettað myndi koma öllum til góða og er gert í við miðunar löndum okkar.
Í Englandi heita þessir dagar BANKHOLYDAY. Og svo eru búnir að vera nokkrir svona dagar í Danmörku og fyrirtæki þá lokuð fimmtudag og föstudag. Einsog til dæmis í síðasta mánuði þá var lokað1. og 2. Maí.

Nafnlaus sagði...

Tja, skólakerfinu? skólar eru langfæstir starfandi í kring um 17. júní. Ég er ekki viss um að kennarastéttir séu til í að missa þessa tvo frídaga.