sunnudagur, 1. júní 2008

Lífið hefur tilhneigingu til þess að leita jafnvægis

Lífið hefur tilhneigingu til að leita jafnvægis, en það tekur stundum óþægilega langan tíma. Tveir ungir karlmenn hafa nú fengið skaðabætur frá Bótanefnd ríkisins vegna ítrekaðra kynferðisbrota sem þeir urðu fyrir af hálfu fyrrv. kennara sins á unglingsaldri. Nefndin úrskurðaði þeim hámarksbætur, um 600.000 krónur hvorum.

Mennirnir lögðu fram kæru til lögreglu í árslok 2005 gegn kennaranum fyrir að hafa ítrekað beitt þá kynferðisofbeldi um nokkurra ára skeið þegar þeir voru unglingar. Málið hlaut mikla umfjöllun í fjölmiðlum eftir að DV birti frétt um það á forsíðu. Talið var að hinn grunaði hefði svipt sig lífi í kjölfar birtingarinnar. Það liggja fyrir upplýsingar um að kennarinn hafi aldrei séð umrætt eintak af DV, þar sem blaðið hafi legið í flugafgreiðslu Flugfélagsins í Reykjavík og ekki verið komið vestur, þegar hann greip til hins skelfilega að taka eigið líf.

Mikael Torfason þáverandi ritsjóri DV fékk ákaflega harkalega umfjöllum eftir þann atburð. Margir kunningjar kennarans fyrrverandi töldu áburðin rangan og átöldu harkalega fréttaflutning DV. Þar á meðal undirritaður sem hafði kynnst honum í nokkrum gönguferðum um Hornstrandir þar sem kennarinn hafði verið leiðsögumaður. Hinir ungu menn fengu einnig köldu hliðina hjá mörgum fyrir vestan fyrir að þeir skyldu hafa rætt við DV og í kjölfar þess að kært atburðinn. En nú er enn einu sinni komið fram að það hafi víða viðgengist óhuggulegt framferði gagnvart ungum drengjum í skjóli þagnarinnar.

Engin ummæli: