mánudagur, 30. júní 2008

Útúrsnúningar

Mikið óskaplega eru vinnubrögð manna sem vantar rök fyrir sínu máli alltaf fyrirsjáanleg. Nú er því haldið fram að Evrópusinnar hafa alltaf haldið því fram að 90% af reglugerðarverki Evrópuþings taki sjálfivirkt gildi hér á og þetta sé ekkert nema ómerkilegt blaður, eins og fullyrt var í Íslandi í dag í kvöld.

Ég minnist þess ekki að hafa heyrt eða séð þessa fullyrðingu. Ég man eftir að því hafi oft verið haldið fram að 80% af þeim reglugerðum Evrópuþingsins sem taki gildi í Danmörk, Svíþjóð og Finnlandi taki jafnframt gildi hér. Það segir ekkert um dálksentimetralengd þeirra eins og einn þingmanna Sjálfstæðisflokksins og helsti málssvari hans flutti lærðar ræður um, og skrifaði enn kostulegri greinar um í Moggann. Ástæða er að geta þess að þessi nágrannalönd okkar telja ekki að þar hafi farið fram valdaafsal, þvert á móti.

Því var líka haldið fram á sama stað af sama manni í Íslandinu í kvöld að Evrópusinnar hafi haldið því fram að 70% útflutningsviðskipta Íslendinga sé við ESB löndin og það sé ekkert nema þvaður, þess vegna komi dollarinn allt eins til greina.

Ég man ekki eftir því að nokkur Evrópusinni hafi haldið þessu fram. Það hefur ítrekað komið fram að það séu 60% þessara viðskipta, eða nákvæmar 60% af vöruútfluning og 40% af innflutning er til evrulanda. Útrás íslenskra fyrirtækja hefur beinst til Evrópu og þangað leiti langstærstur hluti íslendinga fari hann erlendis, hvort sem um nám eða leik er að ræða.

Mikill meirihluti íslendinga vill ekki lengur búa við það að íslenskir stjórnmálamenn þurfi ekki að vanda sig við efnahagstjórnina og geti leiðrétt mistök sín með því að sveifla genginu um allt að 40%. Þetta bitnar harkalega á launamönnum og eins fyrirtækjunum sem þeir vinna hjá. Þetta bitnar harðast á ungu fólki sem er að reyna að koma undir sig fótunum og leiðir til eignaupptöku hjá þeim sem minnst mega sín.

Við frábiðjum okkur þessa útúrsnúninga tiltekins hóps innan Sjálfstæðisflokksins og málssvara þeirra. Þessi hópur hræðist það að missa þau völd sem hann hefur á íslensku samfélagi. Íslendingar vilja stöðugleika, lægri vexti, lægra vörverð og möguleika til þess að geta greitt upp skuldir sínar á sama tíma og launamenn í nágrannalöndunum. Svo einfallt er það.

3 ummæli:

Unknown sagði...

Sæll Guðmundur. Ég held að útflutningtekjur okkar séu að meirihluta í dollurum, það gerir allur útflutningur á áli er í dollurum. Enn efnahagsstjórnum er málið ekki hvað mynnt við notum. Sama má segja um vöruverð, ef við göngum í ESB þá lækkar vöruverð ekkert. Samanber verð á Ipod í fríhöfnini er dýrara þar heldur í sömu verslun í Reykjavík. Samt eru engin gjöld í fríhöfnini, eins er með bækur og blöð sem eru seld þar. Þannig að meðan við látum okra á okkur þá breytist ekkert.
Kveðja Simmi

Nafnlaus sagði...

Ég verð að leiðrétta þetta, tekjurnar af álinu á Reyðarfirði koma í Evrum, enda er álið selt í gegn um Rotterdam.

Állinn

Unknown sagði...

Þó að álið sé selt í Rotterdam eða fari til Rotterdam til uppskipunar, þá er það selt í dollurum. Allt ál héðan er selt í dollurum og þarf af leiðandi verður dollarin sá gajdmiðill sem verður með hæstu útflutningstekjunar. Enn það kemur ekki málinu við hvort við tökum upp Evru eða arða mynt eða bara höldum okkur við íslenska krónur.
Kveðja Simmi