Loksins tókst að fá Sjálfstæðiflokkinn til þess að taka á vandanum. Til hamingju Jóhanna og Ingibjörg.
Bankarnir ásamt hægri kanti Sjálfstæðisflokksins gerðu skipulagða aðför að Íbúðarlánasjóði, með skelfilegum afleiðingum fyrir efnahagslífið.
Sömu aðilar gerðu svipaða aðför að lífeyriskerfinu fyrir nokkrum árum, en með sameinuðu átaki aðila vinnumarkaðs tókst að afstýra þeirri árás. Lífeyrissjóðirnir hafa verið undirstaða vaxtar í atvinnulífinu á undanförnum áratug. Nú er Íbúðalánasjóður bjargvætturinn og staða hans styrkt, sem betur fer.
Hvað skyldu útrásardrengirnir vera búnir að valda miklum skaða ef allt væri nú talið?
Fyrirtæki sem áttu góða varasjóði standa nú skjálfandi út í kuldanum skuldsett upp í topp.
Hvert er leitað? Í sjóði almennings, lífeyrissjóðina og íbúðarlánasjóð.
Muna menn eftir ræðunum (og ræðumönnunum) í fyrra og hittifyrra um hin ævintýralega séríslenska uppgang og hvað stæði að baki hans að þeirra mati?
2 ummæli:
Geir H. Haarde í ræðu 7. apríl 2005:
Íbúðalánasjóður og bankarnir
Bankarnir komu á síðasta ári með myndarlegum hætti í fyrsta sinn inn á markaðinn fyrir fasteignaveðlán í beinni samkeppni við Íbúðalánasjóð. Lánsviðskipti á þessum markaði eru að mínum dómi eðlileg framþróun fyrir bankana og breikka grunn útlána þeirra á sviði, þar sem áhætta er tiltölulega lítil. Jafnframt er þessi þróun mjög í takt við það sem tíðkast hefur í nálægum löndum.
Ekki er vafi á því að einkavæðing bankanna, aukin stærð þeirra og styrkur í kölfarið, á stóran þátt í því að þeir töldu sér óhætt að leggja út á þessa nýju braut. Með þeirri vaxtalækkun á langtímalánum til fasteignaviðskipta, sem þessari þróun fylgdi, má segja að einkavæðingin hafi með beinum hætti bætt lífskjörin í landinu. Það sjáum við einnig fyrir okkur varðandi sölu Símans þótt í öðru formi verði. Þess vegna er erfitt að koma auga á rökin gegn slíkum breytingum.
Framvindan á íbúðalánamarkaðnum vekur upp spurningar um eðlilega verkaskiptingu milli hins ríkisrekna Íbúðalánasjóðs og bankanna. Sjóðurinn mun vissulega áfram hafa mikilvægu hlutverki að gegna en ég tel eðlilegt að hlutur hans beinist í framtíðinni í meira mæli að félagslegum þáttum og þeim landshlutum sem markaðurinn sýnir minni áhuga. Slík breyting er úrlausnarefni á hinum pólitíska vettvangi og fara þarf vandlega yfir alla þætti þess máls, m.a. með hliðsjón af þeim gríðarlegu ábyrgðum sem hvíla á ríkissjóði vegna Íbúðalánasjóðs [...].
Ég vil segja um þessi mál að endingu að það verður að ætlast til þess af bönkunum – og vísa ég þá til þess sem ég áður sagði um samfélagslega ábyrgð - að þeir leggi sitt af mörkum með skynsamlegri ráðgjöf til sinna viðskiptavina, til að koma í veg fyrir að heimilin í landinu steypi sér í stórum stíl út í óviðráðanlegar skuldir til að fjármagna neyslu líðandi stundar."
http://www.fjarmalaraduneyti.is/radherra/fyrri-radherrar/GHH/nr/3781
Bankarnir stuðluðu einmitt að því að heimilin í landinu steyptu sér "í stórum stíl út í óviðráðanlegar skuldir".
Rómverji
Eru ekki draumar þeirra sem vilja Íbúðalánasjóð feigan að rætast?
Sjá t.d. http://www.gudmundsson.net/index.asp?lesa=pistlar&p=nanar&i=284
Rómverji
Skrifa ummæli