mánudagur, 9. júní 2008

Frestun framkvæmda

Þær eru svo dæmigerðar fyrirætlanir fjárlaganefndarmanna um að slá af Sundabraut og byggingu Landsspítala. Afleiðing rangrar efnahagstjórnunar blasa við og verktaka- og byggingariðnaðurinn er að hrynja saman og atvinna 18 þús. byggingarmanna er í hættu.

Aðilar vinnumarkaðs hafa bent á að nú ætti að hið opinbera að setja í gang framkvæmdir bæði við uppbyggingu og viðhald opinberra bygginga. Í viðhaldi opinberra bygginga er nú ekki vanþörf á að taka til hendinni, eins og fjárlagagerðarmönnum er örugglega kunnugt um. Nú væri hægt að fá hagkvæm tilboð og hið opinbera ekki í samkeppni við almenna markaðinn.

En þá ætla efnhagsspekingarnir í fjárlaganefnd að slá af framkvæmdum!! Eru afleiðingar stefnu þeirra ekki nægilega miklar? Þarf að auka dífuna enn frekar og tryggja atvinnuleysi verði enn meira?

Ég reikna reyndar ekki með að Kristján ætli að slá af Vaðlaheiðargöngum eða stoppa Siglufjarðargöngin. Þær framkvæmdir standa framar í hans huga og samgönguráðherra en lagfæringar á stærstu umferðarhnútum þessa lands, sem kosta allmarga lítra af eldsneyti á hverjum degi þegar þúsundir bíla standa í lausagangi og bíða.

Aðstaðan sem starfsmönnum og sjúklingum er boðinn á Landsspítalanum er ekki ásættanleg og hefur um langt árabil verið gagnrýnd.

Engin ummæli: