mánudagur, 23. júní 2008

Endalausar "Akkuru" spurningar

Hvers vegna hrapar Sjálfstæðisflokkurinn í fylgi? Það er vegna utanaðkomandi efnahagsvanda sem við eigum engan þátt í, er svar Flokksins. En við vitum að það á sér enga stoð í veruleikanum. Vextir hér eru mun hærri en annarsstaðar, sama gildir um vöruverð, vexti og verðbólgu. Úrræðaleysi og vandræðagangur blasir við okkur.

Sá veruleiki sem haldið hefur verið að okkur er rangur. Hér væri allt í lukkunar velstandi og einstakur efnahagsuppgangur, en í ljós er komið að það var ekki rétt. Þessi vinnubrögð endurspeglast svo vel í Hannesarmálum. Hann er ráðinn til Háskólans á öðrum forsendum en aðrir. Það er varið af Flokknum út það óendanlega þó Hanens þverbrjóti allar reglur um vinnubrögð. Ég hef nýlega lokið námi við Háskólann á Akureyri og við vorum alltaf tekin á beinið ef verkefnin sem við skiluðum voru ekki samkvæmt settum reglum.

Af hverju eru reglur um rangstöðu? Á hún bara að gilda fyrir fótboltalið sem eru Flokknum þóknanleg?

Sjálfstæðismenn eru með sífellt nöldur um að reglur séu of stífar og forsjárhygggja sé of rík í íslensku samfélagi. Hér ríki ekki nægilega mikið frelsi. En á sama tíma þá stjórna þeir RÚV og öll vitum við að þeir munu aldrei sleppa þeim tökum og aldrei munu þeir loka. En þeir vilja hafa hönd á því hvað fer þar fram og hverju er útvarpað og hvaða sjónvarpsþættir eru keyptir og sýndir á besta tíma. Á sama tíma og þeir flytja þessar ræður margfaldast umfang hins opinbera undir þeirra stjórn.

Flokkurinn gekk þvert á settar reglur við ráðningar dómara. Flokkurinn reyndi að setja lög sem skertu tjáningarfrelsi. Gerð var aðför að forsetanum þegar hann fór að stjórnarskrá og ákvað að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu.

Í gangi eru á kostnað ríkisins árum saman mikil réttarhöld og rannsóknardómar gegn fólki sem ekki eru þeim þóknanleg. Í ljós kom að 90% atriðanna voru uppspuni. Á meðan sigla fram hjá dómsölum alvarlegar ásakanir um sölur á eignum almennings til einstaklinga sem eru Flokknum þóknanlegir, en Flokkurinn neitar að láta skoða hvað hafi orðið til þess að aðför var gerð að þessari fjölskyldu. Og Flokkurinn krefst þess að það sé þagað um þetta mál, það megi ekki fjalla um það. Og þögn Kastjósins æpir á okkur.

Vilji fólk fá svör við spurningum, þá er svör Flokksins að spurningarnar séu óviðeigandi, dónalegar, upphrópanir eða fleira í þeim dúr. Einu svörin innihalda staðhæfingar sem koma málinu ekkert við

Þið eruð alltaf með þetta „Akkuru? Akkuru? Akkuru?“ Kommar, leiðinlegir, illgjarnt vinstra lið og fleira í þeim dúr. Ekki eitt einasta rökstutt svar. Þetta er ástæðurnar fyrir því að ég fór frá Flokknum og það eru greinilega fleiri á sömu skoðun.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sæll Guðmundur!

Takk fyrir góða grein sem er óttalaus og kýrskýr eins og þín er von og vísa. Örlítil viðbót gæti verið að Sjálfstæðismenn hafa verið duglegir, svo ekki sé meira sagt, við að eigna sér góðæri undangenginna ára. Það er öflugri og snilldarlegri hagstjórn þeirra að þakka. Enn sitja þeir við völd, allt í hönk, en þá eru það utanaðkomandi öfl sem ráða för. Og hefur ekkert með hagstjórnina að gera. Ekki svosem að menn geti mikið stært sig af ábendingum um átakanlegar mótsagnirnar í málflutningi þessara manna.

Kveðja,
Jakob