sunnudagur, 29. júní 2008

Nýr Moggi?


Morgunblaðið er einkar athyglisvert í dag. Er að koma fram nýr Moggi undir stjórn nýs ritstjóra? Ólafur gerði fína hluti með 24 stundum og bjó til mjög læsilegt blað. Í Morgunblaðinu í dag er ítarlegt viðtal við Jón Ásgeir um Baugsmálin og viðhorf hans. Ef þetta viðtal og þau sjónarmið sem þar eru hefðu verið birt í Fréttablaðinu, er næsta víst að tiltekinn hópur úr Flokknum hefðu rekið upp margendurtekin rammakvein sín um hvernig Baugsmiðlarnir eru misnotaðir af eigendum sínum. Landsmenn ættu að skilja hvers vegna þeir handahafar valdsins vildu setja lög sem stöðvaði svona málflutning.

Tilfinningar Jóns Ásgeirs eru ákflega skiljanlegar t.d. þegar hann rekur það hvernig börn hans og þá um leið vitanlega hann sjálfur, brugðust við þegar Kastljós allra landsmanna kallaði reglulega inn tiltekinn lögmann, sem þekktur er fyrir fylgispeki við tiltekinn hóp, sagði að Jón Ásgeri ætti yfir sér a.m.k 6 ára fangelsi. Þessi lögmaður fékk birtar innrammaðar greinar í Mogganum (gamla?) þar sem hann kallar alla þá sem ekki voru honum og tilteknum hópi í Flokknum sammála; Thalibana og lágkúrulegt vinstra lið.

Einnig er Reykjavíkurbréfið í dag athyglisvert. Þar er talinn ástæða til þess að minna á að Geir hafi réttilega sagt fyrir nokkru að einungis væru tveir kostir séu í stöðunni. Áframhaldandi sama efnahags- og peningastefna, eða Evra og ESB. Geir hefur marglýst því yfir að hann vilji halda áfram á sömu braut. Þrátt fyrir þá kjaraskerðingu sem hún hefir leitt yfir okkur. Höfundur Reykjavíkurbréfs gerir tilraun til þess að kippa Geir inn á rétt spor, eftir ferlegan afleik í viðtölum erlendis í þessari viku, sem er helsta grín þessarar viku. Valhallarvoffarnir hafa að venju rokið til og reynt að réttlæta þessi ummæli á síðum sínum.





Við eigum enga samleið með BNA, hvorki efnahagslega og þaðan af síður menningarlega. Upptaka evru mun auka efnahagslegan stöðugleika. Um 60% af vöruútfluning og 40% af innflutning er til evrulanda. Útrás íslenskra fyrirtækja hefur beinst þangað og þangað leitar langstærstur hluti íslendinga fari hann erlendis, hvort sem um nám eða leik er að ræða.

Annað sem gert er grín af í endurtekinni orðræðu Geirs og tiltekins hóps í Flokknum er að krónan gefi stjórnvöldum betra svigrúm til þess að tekast á við efnahagslegar sveiflur. Þetta endurteka forsætisráðherra og skoðanabræður hans í sífellu þrátt fyrir að það liggi fyrir að þessar efnahagslegu sveiflur væru ekki til staðar ef við tækjum skrefið til samstarfs við nágranna okkar. Norðurlöndin styðja okkur og þangað leitaði Geir til þess að fá yfirdráttarheimild í hjá Seðlabönkum þeirra og hann er að ræða við ESB um frekari stuðning.

Jón Ásgeir tekur undir það sem aðilar atvinnulífsins hafa margítrekað, að þeir sem standi í rekstri erlendis finni í dag fyrir því að vera íslendingar. Umtalið er neikvætt og við erum rúin trausti. Valdhafarnir hafa gert afdrifarík mistök við stjórn efnahagsmála og þeir fóru í gegnum síðustu kosningar á röngum forsendum. Króna var of hátt skrifuð til þess að fela raunstöðu. Hún er ekki samkeppnishæfur gjaldmiðill í nútíma samfélagi. Sama gildir um þau viðhorf sem Geir endurtekur. Þau passa ekki lengur, eru úrelt.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

"Valhallarvoffi" er með sniðugri nýyrðum...