“Með því að hafa eigin gjaldmiðil búum við yfir sveigjanleika sem ekki gefst kostur á í myntsamstarfi,” sagði Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sem í morgun ávarpaði málþing fjárfesta í London. Með þessum orðum er forsætisráðherra að segja að hann ætli að halda áfram á þeirri leið sem hefur leitt yfir okkur það ástand sem við búum við og staðfestir úrræðaleysi ríkisstjórnarinnar.
Það liggur fyrir að það dugi vart minna en 1.000 milljarða til þess að koma í veg fyrir sveiflur krónunnar. Ríkissjóður botnskuldsettur sig vegna þessa og kostnaðurinn er gríðarlegur. Þá er ekki upp talinn allur sá kostnaður sem heimilin og fyrirtækin bera. Sá sveigjanleiki sem ríkisstjórnin vill hafa er að bjóða heimilunum og fyrirtækjunum upp á reglulegar 40% rússíbanaferðir gengis krónunnar.
Forsætisráðherra ler að lýsa því yfir að hann vilji viðhalda þeim stjórnarháttum að geta leiðrétt hagstjórnarmistök sín með því að fella laun í landinu og skella á atvinnuleysi á almennum vinnumarkaði. Allir helstu hagfræðingar þessa lands ásamt aðilum vinnumarkaðs hafa bent á að við núverandi aðstæður sé þessi efnhagsstefna óviðundandi. Hún hafi kannski gengið á síðustu öld þegar íslensk fyrirtæki voru minni. Ríkisstjórnin virðist ekki ráða við umræður um langtíma lausnir og það sem verra er skammtímalausnir hennar eru of litlar og koma ætíð of seint fram. Sem segir okkur að hún hefur ekki lausnir, en framkvæmir ætíð litlar skammtalækningar eftir utanaðkomandi þrýsting.
Að lokum þá ætla ég enn einu sinni að koma að Kastljósinu. Í kvöld kom þar fram af hálfu fulltrúa ríkisstjórnarinnar að það væri mikið samráð milli ríkisstjórnarinnar og samtaka launamanna, það eru ósannyndi. Ekkert samráð er þar á milli og hefur ekki verið undanfarna mánuði. Ég er hinni svokölluðu ASÍ forystu og þar hefur ekkert komið fram um eitthvað samráð, frekar hið gagnstæða.
Stjórnarþingmenn hafa oft leikið þann leik að kalla til sín fulltrúa launamanna á stutta fundi og tilkynna þeim hvað þeir ætli að gera. Síðan megum við una því að hlusta á yfirlýsingar þeirra í Kastljósinu og öðrum fréttatengdum þáttum að ríkisstjórnin hafi tekið viðkomandi ákvörðun í fullu samráði við samtök launamanna.
Það hefur nokkrum sinnum verið rætt innan forystu samtaka launamanna hvernig eigi að taka á þessu, það sé erfitt eða reyndar ómögulegt að neita að mæta á fundi ríkisstjórnarinnar. Á þeim fundum sé einhver von um að koma sjónarmiðum launamanna á framfæri, en það sé óþolandi að búa við þennan endurtekna og viðtekna skoillaleik stjórnarþingmanna.
1 ummæli:
Þar sem litla sæta krónan okkar er á alþjóðamarkaði þá er í rauninni ekki mikill sveigjanleiki í henni gangvart íslensku hagkerfi. Þegar vöruskiptajöfnuðurinn var hvað óhagstæðastu þá var krónan hvað sterkust. Ef það hefði verið réttur sveigjanleiki í henni þá hefði krónan átt að veikjast.
Ástæðan var að krónan var keypt í bílförum til útlanda í formi jöklabréfa og í annað bankabrask. Íslenska krónan hefur verið helsta útflutningsvara Íslands síðust þrjú árin.
Seðlabankinn og Haarde reyna að nota sömu trixinn og þegar krónan endurspeglaði bara Íslenskt hagkerfi og erlendir bankamenn lásu bara um hana árskýrslum alþjóðabankans.
Í dag þá er það þvættingur að nefna sveigjanleika í sömu setningu og krónuna. Efnahagslífið er sveigjanlegt, en krónan ekki. Líklegast er hún ónýtur gjaldmiðill, því einnig tóm tala að taka upp einn eða annan gjaldmiðill. Það verður viðskiptalífið sem ákveður hvaða gjaldmiðla við tökum upp en ekki stjórnmálamenn.
Skrifa ummæli