föstudagur, 6. júní 2008

Ömurleg útreið

Nú er komin niðurstaða í hina blindu hatursherferð gegn Baugsfjölskyldunni sem runnin er undar rifjum pólitískrar valdagæslu. Herferðin hefur tekið á sig margar myndir þar á meðal fjölmiðlalögum sem var beint gegn henni, en þá ofbauð almenning þegar skerða átti tjáningarfrelsið.

Hundruðum milljóna og allir kraftar opinberra stofnana voru nýttir til þess að koma höggi á fjölskylduna. Á meðan gengu flokksgæðingar um og framkvæmdar voru sölur á bönkum og ríkisfyrirtækjum til útvalinna í skjóli helmingskiptareglunnar. Af hverju eru bankasölurnar, Símasalan og salan á Íslenzkum aðalverktökum ekki skoðuð? Er spurt á kaffistofum vinnustaðanna um land allt.

Á meðan hafa bankarnir gengið lausbeizlaðir og afleiðing eftirlitsleysis stjórnavalda með þeim og starfsemi þeirra er nú að bitna á fjölskyldum og fyrirtækjum á almennum markaði. Eftirtektarverð eru svör flokksformanna nú í hádegisfréttum og þau segja okkur allt um hvar valdið liggi og að þaðstandi ekki til að breyta því. Og eignatilfærslurnar munu halda áfram frá hinum efnaminni.

Niðurstaðan er ömurleg útreið þeirra sem lögðu af stað í þessa herferð.

Engin ummæli: