sunnudagur, 8. júní 2008

Óþægilegar staðreyndir

Ég fæ ekki séð að það tengist embættisfærslum Ingibjargar Sólrúnar að vera að senda sérstaklega frá sér yfirlýsingar vegna eins dómsmáls," segir Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks.

Þessi setning segir svo margt. Hún staðfestir fyrst og síðast það sem svo margir hafa bent á sem einn stærsta ókost forystu Sjálfstæðisflokkisins, það má ekki ræða mál sem falla utan þeirrar veraldar sem Valhöll vill að við borgararnir trúum að þeir búi okkur. Allir vita að að Baugsmálið er sóðalegasta pólitíska aðför sem íslensk stjórnvöld hafa staðið fyrir, byggð á hatri. Þetta má ekki ræða.

Setningin er einnig svo dæmigerð um þau ruglrök sem Valhallarvoffarnir nota. Ingibjörg Sólrún er formaður stjórnmálaflokks. Hún hefur fjallað um Baugsmálið og gagnrýnt þá málsmeðferð. Það er eðilegt að hún tjái sig um málið, það hefur ekkert með það að gera hvort hún sé utanríkisráðherra.

Borgarar þessa lands lands ætlast til að þeir sem sem stóðu fyrir þessari herför verði afhjúpaðir opinberlega og látnir sæta ábyrgð. Þeir eru reyndar flestir búnir að flýja í skjól, og foringinn lét það verða sitt síðasta verk að renna í gegn þægilegum eftirlaunaréttindum svo þeir gætu haft það huggulegt í skjólinu. Og svo voru níu litlir aðstoðarmenn sem ekki gátu nýtt sér eftirlaunalögin, þeir urðu allt í einu sendiherrar!?

Fall Davíðs er rosalegt. Hann fór glæsilega af stað og naut víðtæks stuðnings. Hann kemur fram á nákvæmlega réttum tíma og tekur upp þá stefnubreytingu sem aðilar vinnumarkaðs höfðu unnið að frá 1988 og náðu í gegn 1990 eftir mikil átök. Í kjölfar þess að er EES samningurinn gerður. Þær ræður sem Davíð flutti á þesum árum gáfu tilefni til mikillar eftirvæntingar um að nú tækist að ná Íslandi upp úr aldagömlum hjólförum bændasamfélagsins.

En honum fataðist flugið og sjónum hans var beint vestur á bóginn frá Evrópu. Því fylgdi mikill dómgreindarskortur og hver ósigurinn á fætur öðrum kom fram í dagsljósið; bankasölurnar, Íraksmálið, Fjölmiðlamálið, Baugsmálið, Eftirlaunamálið. Og svo sá stærsti afhjúpun á þeirri efnahagsstefnu sem fylgt var, þrátt fyrir aðvaranir allra færustu hagfræðinga landsins. Og við blasir þreföld sú verðbólga sem þekkist meðal nágrannaríkja okkar, sama gildir um vexti. Verðlag á dagvöru þriðjung of hátt vegna fákeppni, sem er dyggilega vernduð með þessari stefnu. Sama gildir um einokun íslenskra banka. Atvinnuleysi töluvert hærra en þekkist í nágrannalöndum okkar.

Allt í fullkominni andstöðu við það sem lagt var upp með sé litið til málflutnings á árunum fram undir aldamótin.

7 ummæli:

Pétur Gunnarsson sagði...

þetta var nákvæmlega svona

Björn Jónasson sagði...

Ég held að þú eigir að bæta við EES málinu. Við værum í fínum málum, ef við hefðum sleppt honum. Þá værum við enn í "hjólförum bændasamfélagsins" og liði vel. Við erum orðin geggjuð af neyslu og heimsku. Og þurfum að eyðileggja landið okkar til að redda okkur út úr vitleysunni.
Þórður

Nafnlaus sagði...

Davíð tók reyndar við eftir þjóðarsáttarsamningana og eftir að búið var að ná tökum á verðbólgunni. 1991.

Rómverji

Nafnlaus sagði...

Er ekki líka nauðsynlegt að halda því til haga að Davíð náði að ráða flesta vini sína sem sendiherra áður en hann hætt. Tróð sér svo í starf sem hann hefur enga þekkingu til að vinna...
Það er kominn tími til að Sjálfstæðisflokkurinn losi sig við Bíbí og Davíð þeir eru þvílíkir dragbítar.

IG

Nafnlaus sagði...

Þú hittir naglann á höfuðið Guðmundur og ekki í fyrsta sinn. Það má líka minna á að þegar Davíð var að delera á sinni tíð þá kom þessi sami lúði (Sigurður Kári Kristjánsson) gjarnan fram og furðaði sig á að Davíð mætti ekki hafa skoðun. Þessir menn eru svo margsaga í sinni vitleysu að það hálfa væri nóg. Ég bara spyr: tekur einhver mark á þessu liði?

Nafnlaus sagði...

Hvað er ISG að blaðra þetta? Það vita allir að hún er leppur Baugsmanna eins og Árni Páll. Samfylkgingarfólk er bara svo hörundssárt, það má ekkert gagngrýna þau.
Ef þú ert að ýja að því að framkvæmdirnar fyrir austan hafi verið tóm vitleysa, Guðmundur, þá ertu á verulega hállri braut. Ef álver ALCOA hefði ekki komið þarna fyrir austan, þá væri þar mikið atvinnuleysi sökum niðurskurðar á aflaheimildum, en fiskvinnsla er að leggjast af fyrir austan. Þar að auki gerir aukinn álútfluttningur það að verkum að vöruskiptajöfnuðu landsins er jákvæðari en ella nú á þessum síðustu og verstu tímum.
Mér sýnist t.d. Samfylkingin ekkert á því að efla atvinnuástandið á landsbyggðinni en þaðan flýr fólk í umvörpum sem efnahagslegir flóttamenn. Samfylkingin er mjög sjálfhverfur flokkur sem sækir stuðning sinn til hins nýríka borgarlega samfélags á Höfuðborgarsvæðinu. Af sama skapi fyrirlítur Samfylkingin landsbyggðina og vill ekkert gera til að bæta aðstöðu eða kjör fólks þar, ólíkt því sem t.d. Davíð og Halldór vildu og gerðu.
Guðmundur, Samfylkingin er ekki flokkur verkafólksins sem þú ert í forsvari fyrir, heldur menntaelítunar sem er hin nýja hátekjustétt hér á landi.

Nafnlaus sagði...

Ha, er atvinnuleysi töluvert meira hér en í nágrannalöndunum?

Er ekki 1% atvinnuleysi á Íslandi og 6,7 % í ESB?

Ég bara spyr