Það er ekki ólíklegt að margir bíði spenntir eftir því að sjá fjárlög ríkisstjórnarinnar og hvort ríkisstjórnin ætli að axla ábyrgð á efnahagsvandanum sem að stórum hluta til er tilkominn vegna mistaka í efnhagsstjórninni og takast á við vaxandi atvinnuleysi. Það er nákvæmlega núna sem ríkisstjórnin á að leggja í auknar framkvæmdir. Þar má nefna byggingu Landsspítala, ríkissfangelsis, hjúkrunarheimili og sérbúnar íbúðir fyrir aldraða. Einnig liggur fyrir að þörf er á viðhaldi bygginga í eigu hins opinbera.
Allt verkefni sem gert hefur verið ráð fyrir en hefur verið frestað vegna mikillar þennslu. Í sumum tilfellum eins og t.d. hvað varðar Landsspítalann eru þegar til fjármunir í það verkefni, en eins við munum þá voru settir til hliðar allnokkrir milljarðar úr Símasölunni. Einnig ætti ríkisstjórnin að taka myndarlegt lán til þess að geta lagt út þessar framkvæmdir.
Stjórnarþingmenn hafa oft nefnt nýja Þjóðarsátt og er helst að skilja á þeim að sú sátt eigi að snúast um að almenningur sætti sig við vaxandi atvinnuleysi og kjaraskerðingu. Við gerum aftur á móti ráð fyrir að ný Þjóðarsátt snúist um aðgerðir og frumkvæði stjórnvalda.
Það er svo sem táknrænt fyrir vinnubrögð stjórnmálamanna hvernig borgarstjórnarmeirihlutinn ætlar að hleypa framkvæmdum við uppbyggingu Laugavegsins í loft upp í innihaldslausu málþófi. Það liggur fyrir hver vilji fólks er í því máli, fáir átta sig á hvert menn eru að fara þegar rætt er um verndun einhverrar nýjándu aldar götumyndar, eins og Egill bendir svo vel á í máli og myndum í pistli sínum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli