laugardagur, 9. ágúst 2008

Enn fær efnahagsstjórnin falleinkunn

Íslenska eymdarvísitalan (e. misery index) mælist nú 16,7%. Er mælikvarðinn á eymdina fundinn út, með því að leggja saman verðbólgustigið upp á 13,6% og atvinnuleysi upp á 3,1%.

Er Ísland hér í flokki með löndum Suður-Ameríku og fyrrum Austantjaldslöndum.

Af þeim um fimmtíu löndum sem mæld eru, telst eymdin minnst hjá frændþjóðinni Norðmönnum, 5,2%, en þar er verðbólga 3,4% og atvinnuleysi 1,8%.

Hér staðfestist enn einu sinni það sem við höfum verið að benda stjórnarliðum á þegar þeir víkja sér undan að tala um framtíðarlausnir á íslenskum vanda. Þeir halda því ákaft fram í sínum upphrópunum að þessi vandi sé erlendis frá. Ekki sé hægt að sakast við íslenska efnhahagstjórn.

Í nágrannalöndum okkar er eymdin einungis þriðjungur af því sem hún mælist hjá okkur. Semsagt 2/3 er vandi í sérstöku boði þeirra sem fara með íslenska efnahagsstjórn. Það sem veldur hvað áköfustum hrylling meðal íslenskra launamanna og fyrirtækjaeigenda að forsætisráðherra og Valhöll endurtaka reglulega að ætlun þeirra sé að halda áfram á sömu braut!! Fjármálaráðherra sagði í fréttum í gærkvöldi að hann myndi einungis hlusta á tillögur sem væru honum þóknanlegar.

Í þessu sambandi má benda á að atvinnuleysi er einungis í ákveðnum greinum, og þær eru innan ASÍ, atvinnuleysi er nálægt 10% í þeim greinum. Í þessum sömu greinum hefur kaupmáttur hrapað mest, eins og ég kom að í pistli gærdagsins. Þannig að samkvæmt þessari mælinu þá er eymdin í ákveðnum starfsgreinum hér upp undir 30%.

Engin ummæli: